Tungumálaþekking...vannýtt auðlind

Reykjavíkurborg er gjörn á að gera góða hluti. Nú hafa þeir Vilhjálmur og Björn Ingi formlega rennt úr hlaði nýrri stefnu vegna fjölgunar erlendra barna í grunnskólum Reykjavíkur með þeim grunntóni að fjölgun erlendra barna sé jákvæð fyrir skólann og fyrir samfélagið og með það að markmiði að stuðla að betri aðlögun og virkni barna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi.

Í fréttum kemur fram að í Reykjavík eru börn af erlendum uppruna nú 4,5% af nemendum og alls fá nemendur frá 57 þjólöndum kennslu í íslensku sem öðru tungumáli.

Með öðru sem maður rekur augun í er að til stendur að bjóða upp á túlkaþjónustu við innritun í skóla og á foreldrafundum og lögð er áhersla á að kenna börnum móðurmál sitt og auðvitað einnig íslensku. Í þessu skyni verður sett á laggirnar teymi farkennara sem tala nokkur af algengustu tungumálunum. Það er mjög mikilvægt að börn hafi aðgang að kennurum sem tala móðurmál þeirra.  Reynslan hefur sýnt að börnum sem hafa aðgang að kennurum sem tala móðurmál þeirra gengur betur en hinum sem ekki hafa slóikan aðgang.

Borgin stendur vel að vígi stærðar sinnar vegna en óneitanlega hefur maður áhyggjur af litlum sveitarfélögum þar sem eru nemendur frá tugum þjóðlanda en bara einn skóli með takmörkuð úrræði að þessu leyti.  Það sem til þarf að koma er auðvitað virkt samstarf skóla á stærra svæði.

Það er engum vafa undirorpið að mikill fengur er að fjölmenningarsamfélaginu og eins og Björn Ingi bendir á í fréttum hefur tungumálaþekking í grunnskólum marggfaldast á síðasta áratug og er vannýtt auðlind. Ég vil taka undir þessi orð.  Tungumálaþekking nýrra íslendinga er mjög vannýtt auðlind í íslensku samfélagi.

R-listinn var vel með á nótunum í þessum efnum. Nýi meirihlutinn undir forystu Vilhjálms sigurvegara virðist einnig vera að gera mjög góða hluti í skólastarfi að þessu leytinu til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband