Þú skalt ekki....

            Vatikanið (Páfagarður) hefur gefið út 10 boðorð til að fara eftir í umferðinni.  Meðal þeirra er:  Þú skalt ekki aka og drekka samtímis.  Þú skalt ekki “sýna fingurinn” þegar þú ert við stýrið eða sýna aðra ruddalega eða meiðandi framkomu. Þú skalt koma fórnarlömbum umferðarslysa til hjálpar er eitt boðorðið.  Í skjalinu er bent á að umferðin kalli oft fram það versta í okkur, bölv og ragn og skort á ábyrgðartilfinningu, frumstæða hegðun. Allt þetta þekkjum við mæta vel.

Í frétt BBC segir að 1.2 miljón manna  deyi árlega í heiminum af völdum umferðarslysa.

Í Páfagarði sem er heilt ríki þó lítið sé er hámarkshraði 30 km. á klukkstund eins og víða í vesturbænum í Reykjavík.  Síðasta skráða slysið í Páfagarði var fyrir einu og hálfu ári.

Í smáþorpum á Íslandi þykir ekkert tiltökumál að ekið sé á 60 km. hraða eftir mjóum götum innan um börn og aðra vegfarendur. Ef gangbrautir eru til staðar eru þær sjaldan málaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband