Mótvægisaðgerðir -fyrir hverja?!

Mér finnst lítið talað um fólkið sem verður fyrir barðinu á niðurskurði í þorskveiðum.  Milku púðri er eytt í að tala upp tap byggðarlaga eða sveitarfélaga.  Talað um gífurlegan tekjumissi, hrun tekjustofna og svartnætti framundan. Ríkisstjórnin boðar mótvægisaðgerðir og sveitarstjórnir heimta mótvægisaðgerðir sem felast einkum í því að fá Hafrannsóknarstofnun eða einhverja aðra sérfræðistofnun í plássið, nýrri vegalögn, hafnargerð eða einhverju ámóta.  Nú síðast les ég að bæta eigi Grindvíkingum tekjutapið með lagningu Suðurstrandarvegar!

En bíðum við. Hverjir eru það sem missa vinnuna í öllum þessum plássum?  Mér sýnist að það sé fyrst og fremst fólkið í fiskvinnslunni. Það eru útlendingarnir sem fylla fiskverkunarhúsin, margir hverjir nýbúnir að kaupa sér húsnæði t.d. á Vestfjörðum með það í huga að setjast hér að fyrir fullt og fast.  Það fólk er ekki á háu kaupi en vinnur mikið og fer vel með.  Þarna innanum eru einnig margir gamalgrónir Íslendingar, fólk sem af ýmsum átæðum hefur haldið tryggð við fiskinn og unnið langan dag við að bjarga verðmætum.  Ekki fékk það fólk kvóta.

Ég óttast um hag þessa fólks. Ég sé ekki að mótvægisaðgerðir svokallaðar komi því að nokkru gagni.  Þessar manneskjur fá ekki vinnu við hafrannsóknir.  Þær eiga enga vörubíla og engar ýtur í vegalagningar. Þessar mótvægisaðgerðir koma allt annarsskonar fólki til góða.

Mér finnst hinar raunverulegu manneskjur gleymast í öllum þessum látum. Manneskjur sem munu missa húsin sín.  Manneskjur sem sjá fram á dapra tíma. Eins og vanalega vilja þeir gleymast sem helst þarf að muna eftir og aðrir hirða þá bita sem til falla í formi mótvægisaðgerða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er mikill sannleikur á ferðinni hjá þér séra minn, eins og oft áður. Það verður trúlega aðallega reynt að draga eitthvað til útgerðanna, auk einhverra plástra eins og "að flýta Suðurstrandarvegi fyrir Grindvíkinga", af því þeir töpuðu svo miklum kvóta?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.7.2007 kl. 22:44

3 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Það kom frá hjá fréttaritara að vestan í gær að ef öllum afla yrði landað heima, á fiskmörkuðum, fyndi fólk í landi ekki fyrir neinni skerðingu. Þetta finnst mér athyglisvert.

Ég hélt að þetta með Suðurstrandaveginn væri brandari!

Guðrún S Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 10:20

4 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Leiðr. ---- frá á að vera fram!

Guðrún S Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 10:21

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Aldeilis ekki brandari!  kv.

Baldur Kristjánsson, 10.7.2007 kl. 12:56

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú kannski ekki alveg þannig Guðrún, að ekkert fyndist fyrir skerðingunni, en það mundi lina verulega þjáningar vinnslunnar. Þó verður að geta þess að það er annað gat sem verður að loka í leiðinni, en það er þessi heimild vinnslunnar til að taka fisk af eigin bátum inní sína vinnslu fyrir hálfvirði og gefa þeim þar með forskot til að mæta á markaðinn og yfirbjóða þar allt í skjóli ódýra hráefnisins frá bátnum sínum.

Annaðhvort verða þeir að borga markaðsverð á löndunardegi, eða setja á markað.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.7.2007 kl. 21:45

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessir "plástrar" sem ríkisstjórnin er að setja um allt eru ekki til neins nema að villa um fyrir fólki.  Aðstoðar það byggðarlög sem verða fyrir skerðingu 2007 að fá nýjan veg 2010?

Jóhann Elíasson, 10.7.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband