Slíkur sveitarstjórnarmaður yrði ekki langlífur...

Sveitarstjórnarmenn eru í ómögulegri stöðu í byggðarlögum þar sem atvinna er lítil, fólk er að flytja í burtu þ.e.a.s. allir sem ekki eru fangar sinna verðlausu eigna!  Eiga þeri að afþakka fyrirtæki sem  mun færa peninga og atvinnu inn á svæðið?  Eiga þeir að afþakka eða berjast á móti starfssemi sem veitir fólki vinnu, snarhækkar verð á húseignum, stórbætir samgöngur o.s.frv.  Slíkur sveitarstjórnarmaður yrði ekki langlífur sem slíkur, sama hvaða flokki sem hann tilheyrir.  Þess vegna munu sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum keppast við að fegra olíuhreinsunarstöðina lofa hana og dásama líkt og um saklausa súkkulaðihreinsunarverksmiðju væri að ræða.  Þetta á auðvitað við um alla stóriðju og virkjanir en menn geta flæmt frá sér smáskíterí eins og hausaverksmiðju án þess að verða afhausaðir.

Af famansögðu má sjá að sveitarfélög eru í raun og veru ómögulegt fyrirbrigði til þess að móta atvinnustefnu sem tekur mið af einhverju öðru en atvinnu og peningastreymi. 


mbl.is Bæjarstjóri Ísafjarðar fylgjandi olíuhreinsistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þetta minnir dálítiið á sambýlið á Njálsgötunni. Enginn vill hafa það nálægt sér, en allir vita að einhver staðar verður það að vera. Við Íslendigar sem eigum flesta bíla í heimi fyrir utan bandaríkjamenn og erum einhverir þeir mestu umhverfissóðar sem til eru, er ekki kominn tími til að við æxlum einhverja ábyrgð, eða eiga bara útlendingar að hreinsa fyrir okkur alla olíu?

Ásta Kristín Norrman, 10.7.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég er að vísu einn af þessum vitleysingjum sem trúa því ekki að CO2 mengun okkar mannfólksins skýri þá hitahækkun sem vissulega er í gangi.

En spurningin er, hverju reiddust Goðin fyrr á tímum þegar hitastigið var 5-6 gráðum heitara en það er núna?

Ég bara spyr?

Hvað er umhverfisvænt og hvað ekki?

Ég bara spyr?

Er mannfólkið hluti af umhverfinu?

Ég bara spyr?

En hvað veit ég ?

Minna en ekki neitt!

Ásgeir Rúnar Helgason, 10.7.2007 kl. 19:24

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég vil allavega ekki "æxla" neina ábyrgð......

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.7.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað er svona slæmt við olíuhreinsistöð?  Eins og Ásta Kristín sagði svo vel "Við notum olíu en það eiga aðrir að hreinsa hana fyrir okkur".  Ég veit ekki hvort maður á að þora að segja það "en mér finnst þessi náttúruverndarumræða vera farin að ganga út í öfgar".  Vissulega er mjög margt gott sem er sagt og gert en margt er alveg út í hött eins og "kolefnisjöfnunarumræðan" sem mér þykir nánast hlægileg.

Jóhann Elíasson, 10.7.2007 kl. 21:55

5 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eg er náttúruverndarsinni, en ég vil taka heiminn sem heild. Ef það er rétt sem Al Gore hefur sagt og við eigum bara 50 ár eftir hér á norðurhveli jarðar, þá finnst mér að við verðum að hugsa um allan heiminn, en ekki staðbundið hér á Íslandi. Mér finnst að við eigum að framleiða orkuna þar sem það er umhverfisvænast fyrir allan heiminn. Ef við viljum vera umhverfisvæn, þá sínum það í verki, fáum okkur umhverfisvænni bíla og notum þá bara þegar ekki er hægt að taka strætó. Það er auðvelt að vera ámóti stóriðju, en eins og við Íslendingar lifum í dag, þá krefst það orku. Eg veit við framleiðum ál umfram okkar notkun, en við liggjum í mínus að svo mörgu öðru leit, getum bara nefnt olíu, pappír og fleira sem við leggjum ekki til heimssamfélagsins. Eg fer oft að ganga út í hraun, þar sem ég á hund og vil geta sleppt henni lausri einhver staðar. Hef mikið verið að leita að stað hér í nágreni Reykjavíkur, þar sem ég á minst á hættu að fá á mig dóm fyrir að ganga með lausann hund og fann einn stað úti við álverið í Straumsvík. Eg hefði nú ekki viljað búa þar og fer þá álverið minnst í mig, heldur hin mikla umferð á Reykjanesvegi. Hið fallega hraun sem allir tala svo mikið um, er kannske fallegt í fjarska, en þegar maður kemur nær, þá blasa við ónýtir ísskápar og eldavélar, alls konar rusl sem fólk hefur losað sig við og hellingur af skothylkjum sem er eftir þá sem vonandi hafa bara verið að æfa og vonandi ekki skjóta neinn.

Einhvern veginn finnst mér umhverfissinnar á Íslandi ekki trúverðugir.

Ásta Kristín Norrman, 11.7.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband