Krabbamein!
11.7.2007 | 14:30
Ég sé frétt á Mbl.is að ung kona Hildur Sif er látin. Húnþjáðist skv. fréttinni af krabbameini. Hún skrifaði á netið. Blessuð sé minning hennar og Guð blessi mann hennar og börn og foreldra. Mikið óskaplega get ég stundum orðið reiður verðandi vitni að því þegar fólk veslast upp og deyr úr krabbameini og það er ekkrt lát á þessu. Alltaf eru einhverjir að deyja á Líknardeild Landspítalans og það er oftast krabbamein. Verjum við nógu miklu fé til rannsókna á þessum vágesti sem ekki bara drepur heldur fer svo illa með fólk. Af hverju setur ríkisstjórnin ekki tvo, þrjá milljarða til krabbameinsrannsókna þegar hún vill kaupa sér vindsældir í stað þess að punda þessu sífellt í vegi og jarðgöng? Þurfum við alltaf að bíða eftir framförum utanlandsfrá? Eða er kannski nógu mikið fé í greininni. Nú þekki ég ekkert til baráttu þessarar tilteknu manneskju en ég hef svo oft orðið vitni að hægfara, lýjandi, miskunnarlausri baráttu þar sem hörfað var úr einu víginu í annað. Og þegar allt er búið standa aðstandendur eftir brotnir og þreklausir. Við hljótum, við verðum að geta gert betur.
Ekki efast ég um að krabbameinslæknar okkar geri sitt besta og séu virkilega hæfir. En eru þeir nógu margir og fer nægilega mikið fé til rannsókna og tækjakaupa??
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.