Svartur, ljótur blettur

Morðin í Srebrenica eru svartur ljótur blettur í mannkynssögunni.
Friðaræsluliðar Sþ. höfðu gengið um bæinn og safnað saman vopnum
íbúanna, múslimana, sem þar bjuggu.  Vopnin voru látin af hendi
gegn loforði um vernd.  Daginn eftir komu Serbneskar hersveitir og
gengu hús og húsi og skutu feður og syni með köldu blóði. 
Friðargæsluliðar hollenskir biðu upp á hæðinni og höfðust ekki að,
fengu ekki heimild frá yfirboðurum sínum sem voru á fundum og komust
ekki í símann. Friðargæsluliðar máttu samkvæmt bókinni ekki aðhafast án
leyfis og þeim sem réðu á vettvangi brast kjarkur til að taka málin í
sínar hendur. Ég hef ferðast þarna um.  Það er þyngra en tárum
taki að sjá grafirnar upp um holt og hæðir, múslimskar, kristnar á víxl.
mbl.is 465 manns jarðsettir í Srebrenica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband