Frábært "innlent" framtak!?

Þetta er frábær frétt. Við ættum að hjálpa börnum í heiminum eins og
við getum og barnaþorpin eru ágæt leið til þess. En af hverju er þetta
skráð sem innlend frétt?  Í fréttinni er ekki að sjá að
Íslendingar komi nærri stofnun þorpsins.  Eru SOS barnaþorpin að
einhverju leyti íslensk eða er blaðamaður bara svona hugumstór að telja
þetta innlenda frétt?  það væri svo sem allt í lagi en það væri
líka allt í lagi að vita meira hvaða tenging er þarna. Höfum "við"
safnað fé til þessa þorps? 
mbl.is Nýtt barnaþorp opnað í Úsbekistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þeir sem greiða til SOS barnaþorpanna, greiða ýmist til einstakra barna eða barnanna almennt, frá þeim síðarnefndu kann því að renna fé til Usbekistan. Auk þess sem SOS íslenska stendur fyrir söfnunum utan þess ramma. Íslensk gæti því fréttin verið. Sumarkveðja!

María Kristjánsdóttir, 12.7.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Takk fyrir, þetta er sem sagt að einhverjum hluta gott innlent framtak. Gott að "heyra" í þér. Kv. B.

Baldur Kristjánsson, 12.7.2007 kl. 21:29

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég veit Baldur, að Íslenskur stuðningur við SOS er verulegur og er að gefa mikla vigt í þessu alþjóðastarfi. Ég hef t.a.m. stutt þetta starf lengi með almennum framlögum auk þess em ég "tók að mér" fósturson í Equador fyrir þremur árum sem fær smá aura til framfærslu af kortinu mínu mánaðarlega og ég fæ myndir og og fréttir af skólagöngu og öllum hans framgangi af og til, mjög gefandi og ánægjulegt hjálparstarf. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.7.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband