Það er margt sem gæti fokið.....

Er ósammála þessari ákvörðun. Mér finnst rétt að dauðhreinsa skólabækur
af rasisma go öðru álíka og fordæma nýjar bækur sem innihalda
slíkt  en set spurningamerki við það að fjarlægja gamlar
viðurkenndar bókmenntir sem endurspegla auðvitað þann tíma sem þær eru
skrifaðar á. Við ættum að geta tekist á við innihaldið með öðrum hætti
en að fjarlægja eða breyta.  Það er margt sem gæti fokið ef við
byrjuðum á því....mjög víða í bókmenntum má t.d. kenna gyðingaandúð eða
anti-semitisma sem var landlægur í Evrópu og leiddi til Helfararinnar.
En málið er að gamlar bækur með slíku innihaldi daga uppi sjálfar án
aðstoðar.
mbl.is Tinni fjarlægður úr barnabókahillum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Kjartan Yasin

Gamlar bókmennti endurspeigla, eins og þú segir, tímunum eins og þeir þá voru og ég vil ekki sjá þær bannaðar ef boðskapur þeirra á ekki við nútíman. Auðvitað getur fullorðið fólk tekist á við innihaldið, en er ekki bara fínt að takmarka aðgang barna, sem enn eru að læra á umhverfi sitt, að svona bókmenntum ?

Ómar Kjartan Yasin, 13.7.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, það væri auðvitað hræðilegt að taka úr skólum bækur með gyðingaandúð,
nokkuð viss um að Gídeon-félagið væri á móti því.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.7.2007 kl. 00:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er ég hjartanlega sammála.  Er kannski það sem verður næst að allar bókmenntir verði "gerilsneyddar" og að þær bækur sem endurspegluðu "tíðarandann" á vissum tímum og ekki eru þóknanlegar einhverjum sjálfskipuðum "postulum" verði bara bannaðar?

Jóhann Elíasson, 13.7.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband