Nánast allir aðfluttir...

 Í þorlákshöfn lifa og starfa mjög margir sem eru fæddir í öðrum löndum. þannig háttar til um nánast tíunda hvern mann og enn þá fleirri ef aðeins eru taldir þeir sem eru á vinnumarkaði. Þessar manneskjur sem hafa hreint út sagt haldið uppi fiskvinnslunni í Þorlákshöfn og reynst dýrmætur og góður starfskraftur fyrir utan það að vera prýðilegar manneskjur.

 Nánast allir í Þorlákshöfn eru aðfluttir enda kauptúnið ungt.  Þeir sem koma frá öðrum löndum hafa margir verið hér árum saman aðrir skemur eins og gengur. Nú missir fólk vinnu sína.  Vonandi verður gengið í það að sem flestir fái vinnu t.d. í vatnsverksmiðju.  

Vonandi byrja ekki einhverjir vitleysingar að væla um atvinnulausa Pólverja í háðstón 


mbl.is Um eitt hundrað manns missa vinnuna í Þorlákshöfn vegna kvótaskerðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málunum hefur hugsanlega verið reddað, skv. sudurland.is - frábært ef satt reynist:

3. júlí kl. 15.14

Einingaverksmiðjan á Breiðhöfða flytur sig um set:

Sjötíu manna vinnustaður flytur frá Reykjavík til Þorlákshafnar    

Einingaverksmiðjan á Breiðhöfða 10 í Reykjavík mun flytja starfssemi sína úr Reykjavík austur á hafnarbakkann í Þorlákshöfn þar sem fyrirtækið hefur sótt um 9 hektara lóð undir starfssemina. Um 70 manns vinna hjá fyrirtækinu sem framleiðir steinsteyptar húseiningar til nota innanlands og erlendis.

Þetta kom fram í samtali Sunnlenska við Ólaf Áka Ragnarsson bæjarstjóra Ölfuss en hann sagði að samningaviðræður við fyrirtækið væru á lokastigi og formleg umsókn um lóð lægi nú fyrir.
„Með Einingaverksmiðjunni og vatnsverksmiðju Water holding gerum við ráð fyrir að hér verði til um 110 ný störf á næstu misserum," sagði Ólafur en það vegur þá fyllilega upp þau störf sem tapast með skerðingu á þorskkvótanum á næsta fiskveiðiári.
Einingaverksmiðjan sem er í eigu Þ.G. verktaka framleiðir m.a. einingar fyrir erlenda aðila þannig að nálægð við höfn í Þorlákshöfn gerir fyrirtækinu léttara að sinna þeim markaði. Litlu skiptir aftur á móti fyrir innanlandsmarkað þó vegalengdin að helsta byggingasvæði landsmanna aukist lítillega og mun aukið landrými og hagstæðari skilyrði í Þorlákshöfn vega þar á móti.    

halli (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, Einingarverksmiðjan er að flytjast hingað og svo var einhver að segja mér að Papco væri að íhuga að flytja starfsemi sína hingað. Ekki veit ég hvort það er rétt, en ef svo er þá erum við hér í góðum málum. Dóttir mín vann hjá Papco á sínum tíma og þótti henni það góður vinnustaður að vera á.  Gott mál!

Sigurlaug B. Gröndal, 13.7.2007 kl. 20:12

3 identicon

."..................prýðilegar manneskjur" . Er greinilega ekki "Hjá vondu fólki" þessi prestur.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband