Villandi, söguleg klisja?
16.7.2007 | 12:04
Var þetta nokkuð Tyrkjarán? Þessir ræningjar voru frá Alsír og voru auk þess alÞjóðlegir sjóræningjar sem ferðuðust um höfin hnepptu fólk í þrældóm og seldu gjarnan til Algeirsborgar. Að vísu var Alsír á þessum tíma undir Ottoman heimsveldi Tyrkja en engu að síður fyndist mér réttara að kenna ránið við Alsírmenn. það finnst Tyrkjum sjálfum og Alsírmenn sem aldrei töldu sig Tyrkja hljóta líka að vera móðgaðir eða myndu íslenskum ránsmönnum fyrri tíma ekki vera brugðið væru þeir kallaðir Danir?
Spurningin er: Má breyta gömlum, villandi ef ekki röngum sögulegum klisjum?
![]() |
Tyrkjaránsins minnst í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
100% sammála þér...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.7.2007 kl. 12:15
Ég held, Baldur, að erfitt reynist að breyta því sem orðið er jafn fast í þjóðarsálinni og nafnið á þessum atburði. Ég held almennt að fólk geri sér grein fyrir því að þarna voru á ferðinni sjóræningjar frá ýmsum löndum, foringi meira að segja frá Þýskalandi. Ég held a.m.k. að Vestmannaeyingar geri sér fulla grein fyrir þessari staðreynd. Er þessi klisja, og um leið heiti atburðarins, ekki bara á svipuðu "leveli" og bókin um hann Tinna í Kongó. Þar er nú heldur en ekki dregin upp döpur mynd af innfæddum. Mér sýndist bloggheimur almennt fyllast heilagri reiði yfir þeirri ákvörðun bókaverslunar í Englandi að kippa henni úr sölu. Tinnabókin er auðvitað barn síns tíma og ágætis heimild um þá stemmingu sem var á vesturlöndum og hvernig menn hugsuðu um Afríkubúa. Sama held ég að geri með Tyrkjaránið. Nafnið lýsir ágætlega þeirri stemmingu sem áður var, þó við vitum betur í dag.
Guðmundur Örn Jónsson, 16.7.2007 kl. 12:45
Þar sem að ræningjarnir sjálfir voru alþjóðlegir, eins og þú segir sjálfur, er ekkert réttara að kenna ránið við Alsírmenn. Eins og þú sjálfur bendir á tilheyrði Alsír á þessum tíma heimsveldi Tyrkja og þar sem fáir, ef nokkur, alsírmenn voru á meðal ræningjanna og eflaust fleiri tyrkir held ég að þetta sé hreinlega réttnefni; Tyrkjarán var það og Tyrkjarán skal það vera. Þið breyið því ekkert úr þessu...
Sigrún Einars, 16.7.2007 kl. 12:47
Þar sem þrælasölumennirnir komu frá Tyrkjaveldi, sem gaf þeim lögumhverfi til að stunda mannrán og þrælasölu, þá er rétt að nefna þá Tyrki. Það ætti ekki að hafa áhrif hvort svæðið sem skipin komu frá séu ekki lengur innan landamæra Tyrklands.
Við tölum ennþá um Rómverja, Trójumenn, Persa, Hansakaupmenn og Júgóslavíumenn í tengslum við sögu hvers tíma, hvar sem einstaklingar eða hópar sem falla undir nafngiftina hafi verið nákvæmlega frá Róm, Tróju eða Habsborg. Þetta fellur því undir sömu regluna.
Upprétti Apinn, 17.7.2007 kl. 12:45
Var þá Jesú Rómverji? það sem fékk mig til að velta þessu fyrir mér var að vinir mínir í Tyrklandi telja þetta bæði rangt og villandi og svo hefur nafngiftin(örugglega) alið á fordómum Íslendinga í garð Tyrkja. Menn tala t.d. um Hund-Tyrkja o.þ.f.e.g.(og þar fram eftir götunum). Auðvitað breytum við þessu ekki en umræðan um það hvort að nafngiftin sé rétt/réttlát/villandi/röng á svo sannarlega rétt á sér.
Baldur Kristjánsson, 17.7.2007 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.