Ónýtur flokkur?
17.7.2007 | 10:35
Grunur minn er stðfestur. Í Viðskiptablaðinu sé ég svart á hvítu að formann Framsóknarflokksins greinir í grundvallaratriðum á við varaformann flokksins Valgerði Sverrisdóttur um það hvort líta eigi til evrunnar þ.e. nánara samstarfs við Evrópu. Í Guðna Ágússyni hinum mikla sjarmör frá Brúnastöðum sér maður þjóðlegan, íhaldssaman bændaflokk, flokk sem er úti á túni að slá og hirða og sækir í þjóðlegan fróðleik á kvöldin eftir mjaltir. Annars vegar sér maður þennan flokk og hins vegar flokk Valgerðar sem hefur gluggann í hálfa gátt í átt til umheimsins, sér Ísland sem hluta af veröldinni og veltir upp alvöruspurningum eins og þeim hvort við eigum að fá greitt fyrir ullina og mjólkina í krónum eða evrum.
Þessi breiða og djúpa gjá milli forystumanna flokksins var eitt af því sem gerði flokkinn lítt fýsilegan kost fyrir kjósendur þrátt fyrir afburðadiplómatinn Jón Sigurðsson við stjórnvölinn. Að honum burtköstuðum er ekki lengur breitt yfir ágreininginn viturlega.
Ekki bætir úr skák að eini þingmaður flokksins sem er náttúrutalent í skrifum og tali hefur arfavitlausar skoðanir á köflum og það sem verra er setur þær fram t.d. það að Íslendingar leggist í hvaladráp á afmörkuðum svæðum og flytji hræin ekki einu sinni í land. Bjarni er hæfileika sinna vegna dæmdur til þess að vera andlit Framsóknarflokksins og það gæti orðið til þess að frjálslyndir menn með gluggann opinn gangi endanlega frá flokknum.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Facebook
Athugasemdir
Ekkert nýtt í ágreiningi þar á bæ. Hinsvegar velta menn fyrir sér hvert er stefnt og hver sé við stýrið.
Anna Kristinsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:43
Það er ekki íhaldsemi Guðna, né framganga Bjarna Haraðr, sem fælir fólk frá stuðningi við Framsókn. Það er miklu einfaldari skýring á þessu, minn kæri.
Menn fá nú orðið gular og grænar bólur um allan kroppinn, þegar talið berst að einkavæðingu til handa hinum ýmsu útgáfum af Finni Ingólfs, Ólafi í Samskipum og þeim kónum öllum.
Sérhygli er orðið kennimark Framsóknar og dapurlegt á að horfa, að sá flokkur sem taldi sig vera brjóstvörn alþýðunnar í baráttunni við ofurefli Kapitalistana, skuli nú helsta skjól sjálftökumanna. Ekki hefur heyrst mjög mikið af rannsóknum yfirvalda á náttúru þessa Þýska ,,banka" sem átti að vera ,,bakhjarl og kjölfesta" í kaupum S-hopsins.
Nei almenningur veit sem er, að Samvinnufélögin voru í EIGU þeirra sem áttu við þa´viðskipti og auðvitað þær eigur aðrar, sem mynduðust vegna þeirra umsvifa.
Það var ekki að ósvinnu, sem ekki var gengið milli bols og höfuðs á Samvinnuhreyfingunni með öllum þeim krafti, sem aðrir þurfa að þola í einkabransanum, það ver vegna þess, að þessi fyrirtæki voru talin í eigu viðskiptavina og að ekki væri gustuk, að ganga á ábyrgðarmenn.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 17.7.2007 kl. 13:12
Mér finnst Bjarni hafa mjög mikið til síns máls, það er hægt af skoða þetta svið sérhygli og einkavinavæðingar á liðnum árum, hvar rakað hefur verið að einstaklingum sem tengdust flokknum og "þroti" Sambó og nú sitja þessir Finnar og Ólar í einkaþotum og einkaþyrlum til að komast nógu hratt á milli staða og velta sér uppúr peningum og þeir aurar komu ekki af himnum ofan.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.7.2007 kl. 14:10
Var það ekki Landsbankinn, sem gerði upp Sambandið með Sverri Hermannsson þáverandi bankastjóra í fararbroddi ? Ekki var hann framsóknarmaður. Hvers virði voru Samskip, VÍS og önnur sambandsfyrirtæki á þessum tíma ? Af hverju fékk Sverrir f.h. bankans ekki aðra kaupendur, sem vildu borga meira ef fyrirtækin voru meira virði á þeim tíma ? Getur verið að þessi fyrirtæki hafi verið vel rekin síðan og séu þess vegna meira virði nú ? Mega afkomendur sambandsmanna ekki gera það gott í þessu landi ? Þurfa menn að vera af íhalds- eða kolkrabbaættum til að mega græða ?
Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 20:56
Ég treysti mér nú fullvel í umræður um þessa "drittsekki" eins og Norar mundu kalla þá, með réttu, en ég ætla nú ekki að fara útí þær hérna á bloginu hans Baldurs. En það er laukrétt að það var LÍ sem gerði upp þessa drullu sem frægt er orðið og allt þekkt um það, enda var ég að vísa til þess...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.7.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.