Ísland-dýrasta land heims!!

Það voru norskir gestir hjá mér í morgun. Íslenskt/Norskt par sem býr í Noregi. Þau koma til Íslands árlega. Áður fyrri segja þau notuðu við ferðina til þess að kaupa föt og ýmislegt annað smálegt. Það var töluvert ódýrara að versla á Íslandi.  Nú er svo komið, sögðu gestir okkar, að þessu er öfugt farið. Allt er dýrara á Íslandi en í Noregi.  Við sem héldum að Noregur væri dýrasta land heims.

Í morgun var því slegið upp í netútgáfu norska dagblaðsins (Dagbladet.no) að Noregur væri næstdýrasta land í heimi. Í könnun sem náði til 5000 vörutegunda og náði til 27 evrópulanda væri Noregur 58% yfir meðaltalinu.  Væri lesið áfram komst maður að því að aðeins Ísland væri dýrara 64% yfir meðaltalinu. Mig minnir að Danir hafi verið 42% yfir meðallagi.

Nú eru þetat svipaðar tölur og slegið var upp í íslensku pressunni síðasta  vetur og má því vera að þetta sé sama könnunin.  Norskir blaðamenn bara svona hægfara. En hvort heldur er. Hvort sem könnunin er ný eða nýleg er þetta hrikalegar niðurstöður.

Og tölurnar ríma við upplýsta tilfinningu gesta minna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er ný könnun Baldur og örugglega marktæk. Það sem kemur á óvart þarna er staða Danmerkur, ég hélt hana betri en þetta.  Finnar komu vel út hinsvegar. Það er merkilegt með hvað Finnar eru klárir að t.d. selja landið ferðamönnum, þeir taka þá um allt svæðið og í rútum til Noregs en túrinn er Finnskur og verðlagið þeirra, (evrusvæði) og Norar eiga ekki séns í þá.

En það er rétt, þetta eru hrikalegar niðurstöður og enn hrikalegra að það er ekkert í kortunum að breyta þessu hér á landi. Norarnir segja alltaf þegar maður ræðir þetta við þá, "en það eru nú voða góð laun í Noregi", sem satt er en þessi rök gilda síður hér held ég, allavega til að réttlæta þessi ókjör. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.7.2007 kl. 14:52

2 Smámynd: Ásta Gunnlaugsdóttir

Alltaf þykir mér merkilegt að fólk frá 'dýrustu löndum heims' koma hér trekk í trekk og fá alltaf í magann að horfa á verðmiðana okkar.

Ég þekki dágóðan slatta af bæði Norðmönnum og Japönum. Báðum þjóðunum þykja verðin út í hött, sérstaklega varðandi mat.

Og þá spyr ég. Ef allt fólkið frá dýrustu löndum heims koma hér og fá flog, afhverju erum við aldrei á þessum listum? 

Ásta Gunnlaugsdóttir, 17.7.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hvaða lista ert þú að tala um Ásta....????

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.7.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband