Séra Carlos
18.7.2007 | 09:22
Það er þannig með presta eins og með aðra embættismenn að þeir eru ráðnir til fimm ára í senn. Ef engar athugasemdir berast er ráðningin framlengd án þess að nokkuð ferli fari af stað. Berist athugasemdir um störf prestsins fer af stað ferli sem getur lokið með því að prestakallið er auglýst upp á nýtt. Prestur þarf ekki að hafa gert neitt sérstakt af sér, en öllum verður náttúrulega einhvern tíma eitthvað á eða gera einhvern tímann eitthvað sem ekki fellur í kramið. Fari ferlið af stað þarf ekki mikið til þess að það endi með því að prestakallið er auglýst.
Séra Carlos Ferrer sem hefur verið settur af í Tjarnarprestakalli vegna þess að fólki í annarri sókninni líkaði ekki við hann. Séra Carlos hefur verið einhver allra frumlegasti og gagnlegasti prestur þjóðkirkjunnar. Carlos segir það sem hann meinar og gerir það sem honum finnst rétt. Reynir að hugsa alla hluti upp á nýtt. Ég var t.d.í jarðarför hjá honum í fyrra þar sem öllu snúið á haus en þegar upp var staðið var þetta einhver eftirminnilegasta jarðarför sem ég hef verið við og ég veit að aðstandendur voru virkilega sáttir og máttu vera það því að þarna var á ferð meiri sálgæsla en gerist og gengur í jarðarförum.
Séra Carlos, sem hverfur nú til annarra starfa, hugsaði sem sagt út það sem hann var að gera, þorði að gera hlutina með nýjum hætti, var frumlegur prestur laus við hégómleika og mærð og það er þjóðkirkjunni til skammar að hún skuli hafa spýtt þessum sprota út úr líkama sínum sem hverri annarri óværu.
Nú má enginn skilja orð mín svo að ég vilji að fólk sé svipt réttinum til þess aðákveða hver messi yfir því. Þann rétt á fólk vitaskuld að hafa og líka úrræði til þess að losna við ómögulega menn. En manni hnykkir óneitanlega þegar einhver allra gáfaðasti og frumlegasti prestur þjóðkirkjunnar verður fyrir barðinu á almannavaldinu á meðan við sauðirnir erum látnir í friði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað þýðir það að verða fyrir barðinu á almannavaldinu? Og er ekki alveg öruggt að þessi úrræði sem þú talar um að séu fyrir hendi til þess að losna við ómögulega menn geta virkað þannig að einhver telji þau sjálf ómöguleg? Fátt er algerlega rétt eða alrangt og erfitt að rökræða hvort er fallegra rautt eða blátt.
Engin vafi er á því að fólk upplifir Carlos á mismunandi hátt eins og aðra menn. Ég veit ekki hversu marga þarf til að allir geti sætt sig við að skipt sé um prest. Sjálfsagt er alltaf umdeilt að skipta og oft kannski líka að skipta ekki.
Er sjálfur sóknarbarn Carlosar og hef ekkert uppá hann að klaga en ætla ekki að tala niður til þeirra sem ekki sjá hann sömu augum og þú. það finnst mér ekki gott.
Rögnvaldur Hreiðarsson, 18.7.2007 kl. 19:18
Ég hefði átt að setja Fyrir barðinu á almannavaldinu í gæsalappir fyrir menn eins og þig. Í samhengi textans sést að ekki er verið að vega að neinum og alls ekki almannavaldinu. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 18.7.2007 kl. 19:24
Nú er ég farinn að rökræða við sjálfan mig. "Menn eins og þig" er ekki meint í niðrandi merkingu enda ert þu sjálfsagt ágætismaður. Ég átti við menn sem hefðu kannski tilhneigingu til að taka þetta orðalag bókstaflega en þannig var það ekki hugsað af minni hálfu.Textinn var annars fyrst og fremst hugsaður sem "tribute" til Carlosar og vangavelta um réttmæti þessarar reglu. Þú ert nálægt naglanum þegar þú segir að menn upplifi Carlos(eins og alla aðra) á mismunandi hátt og spurningin er hvort að það sé nægilegt til þess að skipta. Menn hafa bent á það að engar "málefnalegar" ástæður séu þarna að baki. Það er alvarlegt því að alvarleiki málsins er býsna mikill. Þeim sem hefur verið hafnað með þessum hætti getur í okkar harða heimi tæplega búist við því að fá starf í greininni.
Annars kemur það skýrt fram í pistli mínum að ég sé ekki á móti því (og er beinlínis hlynntur því) að sóknarbörn geti fengið annan prest. það er hins vegar kaldhæðnislegt og umhugsunarefni að sá sem fyrstur verður "fyrir barðinu á" slíku ferli sé jafn ágætur maður og jafn ágætur prestur og Carlos Ferrer.
MBKV. B
Baldur Kristjánsson, 18.7.2007 kl. 19:47
Athyglisvert nafni, ég hef alveg misst af þessum Carlosi og hans aðferðum, gætir þú lýst þeim nánar? Að snúa hlutunum á haus hljómar ekki illa, hvað felst í því? Virðingarfyllst, Baldur.
Baldur Fjölnisson, 18.7.2007 kl. 20:33
Ég verð að vera sammála þér Baldur, það er missir í Carlosi.
Ég þekki hann bæði í gegnum umræður alls ótengdar kirkjunni, og svo í gegnum störf hans á vegum kirkjunnar fyrir mína fjölskyldu og verð að segja að fyrir mínar sjónir hefur hann komið sem upplýstur einstaklingur, geðþekkur og hlýlegur.
Það má svo spyrja sig hvernig prest sóknirnar vilji hafa ? Einhvern gamlan þurran eldmessuprest, eða mann sem þorir að matreiða trúna þannig að hún falli betur að breyttum tímum ?
Þór Sigurðsson, 18.7.2007 kl. 20:49
Sæll Baldur og aðrir sem hafa kommenterað! Hefðbundnir liðir voru ekki á sínum stað t.d. var guðspjallið fyrst minnir mig og talaði hann til syrgjenda milli sálma og lestra á mjög persónulegan hátt. Ég var ekki hvað síst hrifinn af því að hann skyldi leggja til atlögu við formið...og þetta kom virkilega vel út...öllum til sóma.
Baldur Kristjánsson, 18.7.2007 kl. 21:13
Hmm, hljómar eins og við gætum látið sérþjálfaða áfallahjálparsérfræðinga á vegum ríkisins (og sparkað dúplíkötum) séð um málið.
Virðingarfyllst,
Baldur.
Baldur Fjölnisson, 18.7.2007 kl. 21:23
Whatever ... nánast enginn prestur tekur mark á ritningunni enda sjá allir að hún hefur verið fölsuð eftir þörfum stofnunarinnar. Þetta er risavaxinn bísness og líka afar mikilvægt stjórntæki. Og smjörklípa. Guð er óskeikull og líka kóngarnir sem ríktu undir valdi Vatíkansins. Þú deilir ekki við guð. Síðan eimir eftir af þessu þegar þúsundir taka raunverulega mark steypunni úr Halldóri Ásgrímssyni ! Aðrir háttsettir ruglustrumpar sjá síðan not fyrir hann á lygahaug Norðurlandaráðs. Félagi Davíð er blaðafulltrúi seðlabankans. Nú er bara að raða þessu púsluspili saman. Það eru alltaf einhver not einhvers staðar fyrir raðlygara.
Baldur Fjölnisson, 18.7.2007 kl. 22:26
Sæll nafni! Þú ert fjörlegur ruglustrumpur! BKV. B.
Baldur Kristjánsson, 18.7.2007 kl. 22:44
Hugsunarstopparar duga ekki nafni, þú þarft að reyna að festa fingur á umræðuefninu.
Baldur Fjölnisson, 18.7.2007 kl. 23:09
Nánast enginn prestrur trúir þessum úreltu ævintýrum um guð sem fílar lykt af brenndu geitakjöti öru fremur. Komm ðe fokk on hversu trúgjarn geturðu verið ????
Baldur Fjölnisson, 19.7.2007 kl. 01:05
"...var frumlegur prestur laus..."
Er ekki vandamálið líka það að hann var einnig "frumlegur" þegar koma að kenningarlegum efnum? Til dæmis skrifaði hann þetta einu sinni í rökrildum sem ég tók þátt í:
"Tal um fórnardauða Jesú er óskiljanlegt nema í ljósi daglegrar friðþægingarfórnar í musterinu í Jerúsalem fyrir 70 e.Kr. Ég mundi nota svipuð orð um fórnardauðann eins og Spong um syndafallið (liður 3), mýta (helgisaga) á tímum frumkirkju, villimannleg vitleysa í ljósi hugmyndasögu nútímans.
Málið er að tungutak trúar á sér stað í lifuðu lífi hinna trúuðu. Þegar umheimurinn og hugmyndaheimurinn breytist, breytist trúin."
Tekið héðan
Getur maður sem virðist telja friðþægingarkenninguna vera "villimannslega vitleysu" verið góður prestur?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.7.2007 kl. 17:10
Takk fyrir góðan pistil um þetta mál. Ég skrifaði hugleiðingu út frá því á bloggið mitt, sjá hérna:
Ugla getur ekki verið í almennilegri fýlu út í kirkjuna
Hjalti, ég held að maður sem telur friðþægingarkenningu villimannslega vitleysu geti verið góður prestur. Ég held að vondir prestar séu prestar sem eru með þrönga bókstafstrúarsýn og reyra niður fólk með eldgamla skræðu (biblíuna) sem vopn.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 19.7.2007 kl. 17:30
Salvör, þú verður að átta þig á því að kirkjan ætlast til þess að prestarnir séu kristnir og fylgi grundvallarkenningum játninga kirkjunnar. Prestur sem afneitar friðþægingarkennignunni er ekki góður þjóðkirkjuprestur, sama hversu skemmtilegur hann er.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.7.2007 kl. 23:30
Þú veist lítið um hvað þú ert að tala Hjalti Þór og ættir að halda þig heima hjá þér! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 20.7.2007 kl. 00:01
Er of mikil til ætlast að þú útskýrir aðeins hvað þú átt við?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.7.2007 kl. 00:10
Salvör : Getur þú frætt okkur vesæla fákunnandi um hvað "prestar sem eru með þrönga bókstafstrúarsýn og reyra niður fólk með eldgamla skræðu (biblíuna) sem vopn" er í raun og veru. Hvernig festir maður fingur á það og áttar sig á hver sé slíkur sem þeir sem þú nefnir svo?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.7.2007 kl. 00:43
Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.