Góð ferð Ingibjargar Sólrúnar

Mér líður vel með að sjá Ingibjörgu Sólrúnu í viðræðum við stjórnvöld í Ísrael og Palestínu. Maður einhvern veginn veit að hún er einhvers virði í orðræðunni sem á sér stað.  Gagnsemi heimsóknarinnar er einkum tvíþætt.  Í fyrsta lagi dregur hún athygli fjölmiðla hérlendra að svæðinu og það er ekkert nema gott að Íslendingar verði betur upplýstir um ástand mála. Í öðru lagi er ekki ekki að vita nema að við getum orðið að gagni í sáttaumleitunum eins og þegar hefur verið ýjað að. Í þeim efnum getur þessi heimsókn orðið góð byrjun. Einkum hljótum við að horfa til þess hvort við getum orðið að gagni í samstarfi við Norðmenn.  Það ber að blása á þann heimóttarskap að við séum of fá, smá og lítilsmegnug til þess að gera nokkuð annað en að flækjast fyrir. (Við eigum að stefna að því að eignast sem flest hæft fólk í alþjóðlegu samstarfi og þetta er gott tækifæri til þess. Við Íslendingar erum yfirleitt vel liðin þar sem við berum niður í alþjóðlegu starfi –það virðist liggja ágætlega fyrir okkur.)

Það er hins vegar varla ástæða til að búast við friði á svæðinu eða sátt. Saga átaka milli fólks á þessu svæði er spannar meira en fimmtíu ár.  Sú saga er árþúsunda saga og verður ekki undið ofan af henni á nokkrum árum eða áratugum.  En viðunandi fyrirkomulag fyrir botni Miðjarðarhafs verður að finna.  Það er e.t.v. stærsta verkefni okkar samtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég get tekið undir þetta með þér Baldur, þó verð ég að vitna í þessa færslu:

 http://hva.blog.is/blog/hva/entry/265766

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.7.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mér líður alltaf vel þegar ég sé og heyri í Ingibjörgu Sólrúnu, en ég er ekki henni alltaf sammála og bíð eftir að hún komi heim og skýrir frá því hvað hún hafi lært af ferðinni.

María Kristjánsdóttir, 20.7.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Karl V. Matthíasson

Sæll bróðir.

Auðvitað er bara jákvætt að utanríkisráðherra Íslands komi á þetta svæði. Þó ekki væri nema  til að skila því að í okkur búi sú von að fólkið í Palestínu tali saman í einlægni um frið.  Og hver veit nema orð Ingibjargar megi vera til að leggja stein á vogarskálar friðarviðræðunnar.  Þurfa menn að vera frá svo stórum og miklum þjóðum til að geta boðað frið eða lagt máli hans lið?

Stöndum saman

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 21.7.2007 kl. 00:05

4 identicon

Alveg rétt. Lítið land getur ekki endilega haft frumkvæði að lausn svo stórrar deilu en það er eðlilegt að við sýnum áhuga á málinu og minnum þannig á að við við séum tilbúin að styðja slíkt frumkvæði. Við búum ekki bara á lítilli eyju, við búum í líka heiminum og þetta mál kemur okkur við.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 05:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband