Baldvin Halldórsson -minningarbrot

Ég kynntist Baldvin all nokkuð á tímabili. Þannig var að við héldum saman námskeið í ræðumennsku –fundarsköpum og ræðusmíð og framsögn.  Baldvin sá um það síðastnefnda. Með  okkur var Björn Arnórsson hagfræðingur BSRB sem lést um aldur fram fyrir nokkrum árum.  Okkur Birni þótti mikill heiður af því að vera í kompáníi með svo þekktum leikshúsmanni en Baldvin hafði verið svo lengi sem báðir mundu einn af okkar bestu leikurum, leikstjóri og upplesari með afbrigðum góður. Ég minnist sérstaklega námskeiðs á Ísafirði en þar vorum við svo heppnir að vera veðurtepptir um skeið og ef ég man rétt kunni Baldvin því ekki illa.

Það var óskaplega skemmtilegt að spjalla við hann, hann var fróður og skemmtilegur og framsagnarkennsla hans var með afbrigðum og náttúrulega hrein skömm af því að maður skyldi ekki nýta sér hana betur. En hann liðkaði andlitsvöðva og talstöðvar  í ófáum BSRB manninum á þessum tíma, þetta var um 1982-1984 og það hefur væntanlega skilað sér í liðugri talanda sem aftur hefur skilað sér í bretri árangi við samingaborðið eða við það tala máli félagsmanna eða bara í almennri lífshamingju.

Ég vil þakka Baldvin góð kynni og verð þar að mæla fyrir munn okkar beggja, mín og Björns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Baldvin Halldórsson, kenndi mér framsögn og ræðumennsku í Tækniskóla Íslands árið 1987.  Baldvin var meira en kennari, hann var félagi okkar og hann kenndi okkur ekki eingöngu það sem námskráin sagði, heldur margt um lífið og lífsgildin, eins og hann sagði sjálfur: Það sem er þér lítils virði, það hefur mikið gildi fyrir einhvern annan...  Það á aldrei að vanmeta.

Jóhann Elíasson, 23.7.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ég var viðstaddur sýningu í Þjóðleikhúsinu fyrir allmörgum árum þegar Baldvin afþakkaði einhver verðlaun (held það hafi heitið "Silfurlampinn") manst þú Baldur af hverju hann afþakkaði þetta - var það pólitískur eða listrænn gerningur? 

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.7.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það muna þetta flestir betur en það hafði verið kalt stríð milli leikhúsmanna og ganrýnenda þar sem hinum fyrrnefndu þóttu hinir síðarnefndu ekki nógu faglegir og þá of dómharðir.  Það voru gagnrýnendur sem afhentu Silfurlampann. Einhvern veginn dúkkar nafn Ólafs heitins Jónssonar sem var gagnrýnandi á Vísi upp í hugann en hann var bæði flugbeittur og gagnrýninn í dómum sínum.  Þetta var mkil sensajón hjá Baldvin(i) og varð aðalmálið í litla samfélaginu þar sem aldrei gerist neitt. Vona að einhver bæti um betur við þessa söguskýringu mína. kv. B.

Baldur Kristjánsson, 24.7.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband