,,Þessi dagur er liðinn
24.7.2007 | 21:38
Fyrir 20 árum skrifaði ég síðasta leiðara NT, sem var merkilegt blað og hét hann ,,þessi dagur er liðinn" tilvitnun í meistara Kahlil Gibran. Okkur flestum á stassjóninni hafði verið sagt upp og reknir í sumarfrí. Blaðinu var breytt í Tímann og vel tengdur Framsóknarmaður fenginn til að ritstýra. Ég veit að það kom til greina ð bjóða mér starfið enda hafði ég í síauknum mæli skrifað pistla og leiðara þar sem Magnús Ólafsson var á stöðugum áhyggjufundum með eigendum blaðsins. það var haft á móti mér að ég hafði skrifað um Sambandið sem auðhring. Þetta var minnir mig 1984!!
Á stassjón var mikið af efnilegu fólki en ég vil ekki nefna nöfn því að ég gleymi einhverjum og svo er aldrei að vita nema að einhver vilji hylja slóð sína því að NT var tilraun Framsóknarmanna til þess að halda inn í Nútímann -tilraun sem mistókst. Ekki það að þarna væru bara framsóknarmenn því að blaðið átti að vera og var frjálst og óháð. Þó hringdi Steingrímur (Hermannson) stundum en það var ekkert alvarlegt. Þó man ég eftir því að Guðmundur G. Þórarinsson (sem Finnur Ingólfsson ruddi út síðar) kom á ritstjórnarskrifstofurnar til þess að kenna okkur að skrifa um stóriðju en tónninn í blaðinu var ekki í samræmi við stefnu ríkistjórnarinnar (Geirs Hallgrímssonar) það varð allt vitlaust. það voru fagmenn á NT að minnsta kosti innanum.
Nú er annar dagur liðinn. Ég ætla að leggja saman blöð mín eins og ,,vatnalilja sem bíður morgundagsins." Ég þakka ykkur sem hafið stundum hlýtt á mál mitt -þakka ykkur þolinmæðina því að öll hafið þið heyrt ,,öldugný stærri sæva." það má þó vera að ég komi aftur jafnvel með haustinu, gleymið því ekki.
Um stund mun ég ,,hvílast í faðmi vindsins." Nú kveð ég ykkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Facebook
Athugasemdir
Ég vona að þú sért ekki alfarinn. Megi vindurinn vagga þér blíðlega.
María Kristjánsdóttir, 24.7.2007 kl. 21:56
OK Baldur,
ég fatta að þú nennir ekki að halda úti bloggsíðu. Ég byrjaði sjálfur að blogga fyrir einhverjum fáum mánuðum síðan og hef oft hugsað um að hætta. Veit ekki alveg af hverju ég held þessu áfram, líklega vegna þess að ég á heima utan landsteinanna og þetta er einhverskonar brú heim. Ég kem til með að sakna þinna skrifa sem ég les ekki daglega (frekar en annarra) , en reglulega.
Kveðja úr löndum Ynglinga: Ásgeir R.
Ásgeir Rúnar Helgason, 24.7.2007 kl. 22:02
Sniff,sniff....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:49
Þú hefur skrifað ansi óvarlega þarna '84 sýnist mér, en þeir vita ekki af hverju þeir misstu að sleppa af þér hendinni.
Sjáumst hér með haustinu ef að líkum lætur, en vonandi fyrr hérna á götunum því ég er ekki nógu duglegur við messurnar...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.7.2007 kl. 23:56
Ég vona að þú sért bara að fara í sumarfrí. Hafðu það sem best, það verður gaman að hitta þig fyrir aftur hressan og endurnærðan.
Jóhann Elíasson, 25.7.2007 kl. 14:35
Annað hvort ertu að fara í sumarfrí eða þetta eru andlátsorð. Hæfandi í hvoru tveggja tilfelli en helst til formleg og óræð í fyrri kosti.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 19:54
Ég hlakka til að hitta þig við Gaukshöfða í haust. Eða jafnvel fyrr, jafnvel við Bringu, hver veit?
Rúnarsdóttir, 26.7.2007 kl. 15:34
Ekki trúi ég því fyrr en ég tek á því að þú sért hættur að blogga. Ég vona að þú haldir áfram. Sjáumst í næstu messu.!
Sigurlaug B. Gröndal, 26.7.2007 kl. 17:51
Hafðu það gott í bloggfríinu.
Lýður Pálsson, 28.7.2007 kl. 00:08
Sæll frændi,
Þú kemur aftur, þú kemur alltaf aftur eins og græni kallinn.
Bið að heilsa.
Kv. Hanna Arnórs i Miami í augnablikinu
Kv. frá Svenna og Söndru
Hanna María Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 05:39
Hmmm, megi það þá vera vægur andvari og sunnanvindur og hnúkaþeyr sem gætir þín í sumar ef um þreytu er að ræða, annars hressandi Kári sem styrkir þig og skilar þér fílefldum í haust.
LKS - hvunndagshetja, 28.7.2007 kl. 19:29
Enn vill gráta Breiðablik -
Baldur sinn úr Helju -
Loka bregða' um brixl og svik -
ef bloggar ekki' af elju.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 19:52
Þú ert svo skáldlegur að ég sé þig fyrir mér færast í ljóðrænni tign á annað tilverustig. Skilnaðarræðan er áhrifamikil og opnar nýja glugga í sálartetrinu eins og fyrri daginn. Það er í lagi að fara og jafnvel villast um stund ef maður ratar aftur heim. Komdu aftur ferskur með haustskipunum.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.