Þjórsármál - stefnir í illvíg átök - hvar eru kynningarspjöld Landsvirkjunar um lónshæðir?

Seint verður sátt um uppistöðulónin í Þjórsá, fyrirhuguðu. Það er þó tilraunarinnar virði að reyna að ná einhverri sátt.  Eins og þetta er fyrirhugað nú stefnir í illvíg átök þar sem fólk sest hreinlega fyrir vinnutæki eða tjóðrar sig niður í lónsstæðin. Svæðið er jú í sunnudagsbíltúr frá aðalabyggðinni í landinu. Bæði Urriðafoss og svo eyjarnar og hin fallega náttúra mót Haga og Fossnesi vekja upp heitar tilfinningar, þrá til landsins. 

Ég var uppfrá í dag. Vinstri grænir voru þar líka. Hestamenn úr héraði riðu Þjórsárbakka. Áhugamenn hafa markað fyrirhugaða lónshæð.  Ég heyrði hins vegar á tali manna að Landsvirkjun segði lónshæð minni, lægri.  Lónshæðin væri eins og brúargófið á Þverá, sem rennur í Þjórsá fyrir neðan bæinn Fossnes. Brúargólfið virðist nokkuð lægra en sú hæð sem áhugamenn sýna. Af hverju er þetta ekki á hreinu? Hvers vegna hefur hin vel búna Landsvirkjun ekki sett upp merki sem sýna hæð lónsins? Það má ekki gerast að þetta mál malli í meðförum Landsvirkjunar, landeigenda og sveitarstjórnar og síðan verði allt í einu  komnar ýtur og gapandi gröfukjaftar.  Þetta lón og þessi lón eru, eins og önnur stífluvötn, mál allra Íslendinga. Fari málið fram með þessum hætti gæti það endað í sprengingu meðal þjóðarinnar. 

Það sem varð banabiti síðusti ríkisstjórnar var að hún var farin að fara sínu fram án þess að leita tímanlega sátta og málamiðlana. Ákvað hlutina áður en umræðan fór fram. Allt var alltaf stál í stál. Umræðan var ætíð frammi fyrir orðnum hlut. Sagt hefur verið um núverandi ríkisstjórn að hún sé stjórn sem leiti sátta og samráðs í samfélaginu.  Hin nýja stjórn hefur fulltingi mikils meirihluta þjóðarinnar. Stjórnin, og hún ræður þessu hvað sem hver segir, ætti því að vera vel í stakk búin að skynja þjóðarsálina og stýra málum til farsældar. 

Þjórsármál gætu orðið veigamikil vísbending um það hvort einhver breyting hefur orðið á.  Ætli ríkisstjórnin að standa undir því sem um hana var sagt, séu runnir upp betri tímar, hljóta menn að kanna hvort að meiri sátt gæti náðst um annarskonar hugmyndir jafnvel þótt ekki yrði fallið alveg frá fyrirhuguðum virkjunum. 

En fyrsta spurningin er þessi: Hvar eru kynningarspjöld Landsvirkjunar á fyrirhuguðum Lónshæðum??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta er málið. Landsvirkjun er orðin svo vön því að geta farið sínar leiðir og ekki þurfa að fara að vilja annarra. Þeir hafa meira að segja sett ofan í við heilu ráðuneytin fyrir að spila ekki með.

Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

 Lækurinn Þjórsá - Um kunnáttu þrastarins í japanskri Kamakazi hernaðarflugtækni 

Ævar Rafn Kjartansson, 2.9.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Umræða um virkjanir og verndun lands er í slæmu öngstræti. Sjaldnast byrjar hún fyrr en eftir að búið er að kosta ógnarfjámunum í rannsóknir og undirbúning. Umræðan er oftast blandin öfgum og oftar en ekki nokkurri heift því öllum er mikið niðri fyrir. Þá eru þessi álitaefni nær því ævinlega flokkspólitísk og bætir það ekki úr skák. Verndarsinnar eru umsvifalaust kallaðir kommar eða vinstri grænir og síðan er farið niðrandi orðum um fjallagrös og hundasúrur.

Reyndar eru umhverfissinnar ekki til í hugum allmargra, þ.m.t. stjórnmálamanna. Við sem leyfum okkur að andmæla erum yfirleitt nefnd:

"Hinir svokölluðu umhverfisinnar."

Því miður virðist tilhneiging Landsvirkjunar oftar en skyldi hafa verið að hefja undirbúning og framkvæmdir á afar hljóðlátan hátt. Jafnframt að drepa á dreif umræðu um álitamál.

Árni Gunnarsson, 2.9.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að Völundur Jóhannesson setti niður á Brúardalaleið skilti sem sýndi fyrirhugaða hæð Hálslóns og fékk bágt fyrir. Margir rengdu staðsetninguna en nú er komið í ljós að Völdundur hafði rétt fyrir sér.

Af hverju gerði Landsvirkjun þetta ekki sjálf?

Ómar Ragnarsson, 2.9.2007 kl. 17:55

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessar upplýsingar þínar Ómar, fá mann til að efast um góða samvisku þeirra sem svona vinna.

Að stjórnvöld veki hjá fólkinu í landinu grunsemdir um að þau séu handbendi öflugra fyrirtækja með ógnarfjármuni er afar slæmt.

Tortryggni í garð stjórnvalda um eitthvað annað en opin og heiðarleg vinnubrögð er vond tilfinning.

Árni Gunnarsson, 2.9.2007 kl. 19:16

5 Smámynd: Stefán Stefánsson

Umhverfissinnar skiptast í tvo hópa, annarsvegar "hógværa umhverfissinna" sem vilja skynsamlega nýtingu landsins og svo "öfgasinnaða umhverfissinna" sem vilja enga nýtingu landsins og algera friðun.
Það er þessi seinni hópur sem oft eru kallaðir "svokallaðir umhverfissinnar".

Mikil átök voru um Þjórsárverin á sínum tíma og Landsvirkjun beðin um að sleppa Norðlingaölduveitunni og fara frekar í Neðri-Þjórsá.
Jæja........ hætt var við Norðlingaölduveitu og ákveðið að virkja Neðri-Þjórsá og hvað skeður þá. Þá eru þeir hinir sömu á móti því eins og Norðlingaölduveitu.

Er nema von að talað sé um h"hina svokölluðu umhverfissinna"? 

Stefán Stefánsson, 2.9.2007 kl. 19:54

6 identicon

 Hvað með að Skagfirðingar neituðu að virkja Héraðsvötnin.

Afhverju er vaðið i bygð í Gnúpverjahreppi?Er það á stefnuskár rikistjórnar Islands að það eigi að umbylta landi sem er i byggð eins og landinu í þjórrsárdal.Þvilik hneisa og dómgreindarleysi hjá Stjórnvöldum.

Afhverju er þetta ekki stöðvað? Fær Landsvirjun bara frjálsar hendur í virkjanamálum? Hvernig endar þetta?Þetta er með fallegustu stöðuum landsins. Hvað er til ráða verðum við að fá hjálp erlendis frá til a'ð stöðva þetta? ég spyr?

Árni Björn Guðjónsson

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:39

7 identicon

Talandi um "hina svokölluðu umhverfissinna", hvers vegna skyldi aldrei vera tala um "hin svokölluðu handbendi auðhringjanna"?  Er ekkert skrítið að láta allskyns auðhringjum í té raforku á gjafverði, allskyns afslætti af aðstöðugjöldum og sköttum og svo framvegis?

Ég vitna í blogg  ÆRK (hér) og óska eftir að kaupa nokkra hektara lands með fullum vatnsréttindum á 50 þúsund krónur hektarann.  Ég skal jafnvel borga yfirverð, allt að 55 þúsund / ha.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband