Kæruleysislegur útúrdúr um Grímseyjarferju!

Mér finnst ástæða til þess að halda því til haga að hvorki ráðherrar eða embættismenn virðast hafa verið að skara eld að eigin köku í Grímseyjarferjumálinu.  Mótív þeirra allra virðist hafa verið að kom á koppinn þokkalegri ferju fyrir Grímseyinga. Minnisblaðið sem Bjarni Harðarsson birtir réttilega sýnir t.d. mikinn vilja fjármálaráðherra til þess að leysa þetta mál og að ferjan komist sem fyrst í gagnið.  Hins vegar sýna vinnubrögðin að menn taka vald sitt sem of sjálfsagðan hlut og virðast hafa skautað yfir það í minni sínu hvar taka eigi ákvarðanir um fjárútlát þ.e.a.s. á Alþingi. Kannski er allt vaðandi í svona dæmum hér á landi, bæði í stjórn ríkisins og í sveitarfélögum?  Ef til vill er Ísland meira bananlýðveldi en við höldum og kannski er flestum sama. Íslendingar flykkjast um þá stóru og sterku. Þeir sem andmæla ríða sjaldan feitum hestum af vettvangi.  Við erum óttalegir fylgjendur, sauðir.  Hugsun okkar afbrigðilega óformleg.  Hvernig væri annars að fá Dani til þess að gera úttekt á íslenska lýðveldinu svona um það leyti sem það verður 64 ára gamalt. Þeir eru rétti aðilinn, þekkja okkur vel og bera ekkert allt of mikla virðingu fyrir okkur. Hafa tilhneigingu til að sjá okkur eins og við erum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í þessu máli hefur svonefnd fyrirgreiðslupólitík ráðið ríkjum en þar gildir orðtakið að margt smátt gerir eitt stórt. Enginn kunni þetta betur en Albert Guðmundsson á sínum tíma. Meðvitund um atkvæði sem ræður gjörðum alþingismanna fremur en raunveruleg sannfæring felur það í sér i raun að skara eld að eigin köku.

Þess vegna þorir til dæmis enginn stjórnmálamaður í Norðvesturkjördæmi að styðja það að hringvegurinn verði styttur um 15 kílómetra við Blönduós þótt slíkt myndi hafa mikinn sparnað og hagræði í för með sér fyrir alla sem eiga leið um kjördæmið.

Gömlu rökin, að Blöndósingar missi spón úr aski sínum, halda ekki lengur, því að breyting á hreppaskipun hefur valdið því að nú geta Blöndósingar sett upp sjoppurnar sínar og þjónustuna við vegfaranendur við hinn nýja veg sem liggur að mestu um sveitarfélagið.

En þingmennirnir eru fastir í gamla farinu og mislukkuð fyrirgreiðslupólitík er orðin að kæk.

Ómar Ragnarsson, 3.9.2007 kl. 14:06

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Íslendingar hafa löngum verið hrifnir af fólki sem "reddar hlutunum" og "afgreiðir málin".  Þar hafa reglur og þess vegna sem "staðið hafa í vegi fyrir framkvæmdum", seinkað þeim eða flækt á einhvern hátt ekki verið hátt skrifaðar.  Kannski íslenskt samfélag sé að komast af unglingsárunum og að verða fullorðið...hver veit!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 3.9.2007 kl. 15:09

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Einhverjir þeirra eru að skara eld að sinni atkvæðaköku og t.a.m. dettur þetta galvitlausa verk í hendurnar á smiðju í Hafnarfirði, ekki langt frá fjármálaráðherranum. Við þurfum ekki að efast um að þetta bull er að gera einhverjum gæðingum gagn, ekki vafi og auðvitað ætti pressan að vera búin að fletta því öllu upp.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.9.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband