Rispa um menntun barna -þurfum að hugsa margt upp á nýtt.
4.9.2007 | 08:40
Börn eru sérstök, þau hugsa hluti á nýjan og ferskan hátt. þau eru ekki bundin viðteknum hugsunarhætti.
Sonur minn er fimm ára. Ég vildi að ég gæti sent hann í forskóla þar sem hann m.a. fengi frumkennslu í ensku og frönsku. Éf ég byggi í Boston myndi hann fara í forskóla í velútbúinni skólastofu og með kennurum með full grunnskólaréttindi. Ef ég byggi í Reykjavík gæti ég sent hann i Landakotsskóla, ekki satt?
Ég bý á Suðurlandi. Hér eru engir möguleikar nema hinn eini leikskóli sveitarfélagsins. Barnið mitt fengi ekki inngöngu í leikskóla næsta sveitarfélags. Og ekki í grunnskóla þess sveitarfélags (þegar að þvi kemur) nema viðkomandi reiði fram heilmikla peninga. Eftir því sem ég veit best hefur enginn valkostur þróast á svæðinu. Sveitafélagsmörk eru girðingar. Þetta er ekki nógu gott. Foreldrar eiga að hafa valkosti. Aðeins þannig verða þeir virkir í því hvað börnum er kennt, hvenær og hvernig.Og til þess að gera landsbyggðina meira aðlaðandi þarf að búa svo um hnúta að fólk eigi valkosti þegar kemur að menntun barna.
Við þurfum eins og börn værum að hugsa margt upp á nýtt þegar kemur að menntun og uppeldi barna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér.....!!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 10:10
Ráðamenn í sveitafélaginu Ölfus hafa sýnt þá framsýni að veita foreldrum valkost, að kenna börnum sínum sjálf. "Heimaskóla"
Það eru börn búsett í Ölfusi sem eru nemar í grunnskóla Hveragerðis og Selfoss!
Á síðasta landsfundi sjálfstæðismanna var eftirfarandi samþykkt "Í samræmi við grundvallarreglu að fé fylgi barni áréttar landsfundur að engu skipti hvort sá styrkur fari til opinberra aðila, einkaaðila eða til heimilisins sjálfs".
Það væri óskandi að þetta yrði framkvæmt.
Elías Theódórsson, 4.9.2007 kl. 15:20
Skv. upplýsingun bæjarstjóra er það bara fyrir eingöngu fyrir börn úr sveitinni og öll pláss full í þokkabót. Annars stóð ekki til að binda umræðuna við Ölfusið heldur vekja almennt máls á þessu. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 4.9.2007 kl. 15:37
Skv. upplýsingun bæjarstjóra er það bara fyrir eingöngu fyrir börn úr sveitinni og öll pláss full í þokkabót. Annars stóð ekki til að binda umræðuna við Ölfusið heldur vekja almennt máls á þessu. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 4.9.2007 kl. 15:37
Ekki er langt síðan prestar héldu skóla heima hjá sér fyrir annarra manna börn - hvað þá sín eigin.
Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.