Íslenska útrás á sem flestum sviðum -Öryggisráðið já takk!

Neikvæðnin hjá mörgum við framboði okkar til öryggisráðsins kemur á óvart. Mér finnst örla á minnimáttarkennd. Hvers vegna skyldum við ekki sem sjálfstæð fullvalda þjóð sækjast eftir sem mestri ábyrgð á alþjóðavettvangi.  Íslendingar hafa í það vel menntað fólk og fjármuni.  Það er vissa mín að þeir fjármunir sem við nýtum í þetta framboð skili sér margfalt til baka í fleiri verkefnum einkum og sérílagi ef við komumst að. Það er ekkert nema gott við það að Íslendingar verði sem sýnilegastir á alþjóðavettvangi og það er víða kallað eftir kröftum okkar. 

Rökin þau að við höfum ekki sjálfstæða utanríkisstefnu halda ekki.  Einmitt þessi árin erum við að byggja upp sjálfstæða íslenska utanríkisstefnu á fjölmörgum sviðum og seta í Öryggisráðinu myndi aðeins knýja á um það að við reyndum að heita eitthvað en yrðum ekki bara taglhnýtingar. Auk þess höfum við margt fram að færa sérstakt eins og t.d. í orkumálum, jarðskjálftamálum og fiskveiðimálum. Öryggiráið fæst við fjöldamargt annað en stríðsátök. Það eru einkum örþjóðir í Evrópu sem ekki hafa setið í Öryggisráðinu, þjóðir eins og Andorra, Luxemburg og San Marínó. Það er kominn tími tilþess að við látum til okkar taka. Útrás í alþjóðamálum mun skila íslensku þjóðarbúi miklu bæði í beinum fjármunum og svomiklu inn í reynslubankann. 

Svipað má segja um þróunaraðstoð okkar.  Þar erum við ekki næstum því nógu sýnileg. Eg átti þess kost að ferðast um Afríku fyrir tæpum áratug. Alls staðar sá maður Dani, Norðmenn og Svía.  Ýmiskonar hjálparstofnanir og tæki þeirra og tól merktar þessum þjóðum. Hvergi sá maður hjálparstarf sérmerkt Íslendingum (þó að það hljóti einhvers staðar að hafa verið t.d. í Malaví).  Verkefni fjármögnuð af Hjálparstarfi kirkjunnar ss.brunnagerð voru t.d. ekki merkt Íslandi heldur Lútherska heimssambandinu.  Við þurfum að taka okkur á í þessum efnum. Bæði að auka aðstoð og að gera hana sýnilegri með smáum íslenskum hjálparstofnunum sem eru drifnar áfram af hörkuduglegum og útsjónarsömum einstaklingum. Einnig þarna eru miklir útrásarmöguleikar sem skila sér í til baka margfalt í formi viðskiptasambanda og reynslu. 

Svo ekki sé minnst á hinar siðferðilegu skyldur í báðum dæmunum að láta gott af sér leiða í veröldinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, síra Baldur !

Tími til kominn, að við þjóðernissinnar svörum þér, að nokkru; klerkur góður !

Skrif þín, að undanförnu, í þágu þessarra frjálshyggju apparata og kratanna, til þjónkunar; við sóðaskap Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar  Gísladóttur eru þér, og stétt þinni til minnkunar.

Að leggja blessun þína, yfir þetta sóðaferli ríkisstjórnarinnar, er þér til verulegrar háðungar. eða....... hvað væri ekki hægt að gera, fyrir sjúklinga og aðra þá, sem lakar standa, hér heimafyrir, fyrir þessi hundruð milljóna króna; sem fara í þessa hít ?

Er það minnimáttarkennd, hjá því fólki; sem meira að segja neyðist til þess, að flýja ættjörðina, sökum þeirrar óstjórnar, og heimsku, hver plagar okkar land og innbyggjara þess; síra Baldur ?

Síra Baldur ! Ég skora á þig, að fordæma; nú þegar, amlóðahátt þann og aumingjaskap, sem stjórnmálamenn og embættismenn þessa lands okkar, iðka nú, sem aldrei fyrri. 

Klerkur góður ! Er ekki tímabært, að þið Þjóðkirkjunnar þjónar, og okkar, sem erum meðlimir hennar, séuð sjálfum ykkur samkvæmir í málflutningi, jafnt á hátíðastundum; úr prédikunarstól, sem og hversdagslega ?

Með mjög blendnum kveðjum, úr Efra- Ölfusi / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband