Öryggisráðið -sjálfsagt mál!

Ég held ég verði að hrósa íslenskum stjórnvöldum og háskólum landsins fyrir að efna til háskólafundaraðar undir heitinu Ísland á alþjóðavettvangi –erindi og ávinningur. Opnunarþingið var í Háskóla Íslands í dag. 

Fyrirlestrarnir voru ágætir -inngangsfyrirlestrar.  Dregin upp rök fyrir aukinni þátttöku okkar á alþjóðavettvangi og þá Sameinuðu Þjóðirnar og framboð okkar til öryggisráðsins í meginljósinu.  Alysion JK Bailes gestaprófessor í stjórnmálafræði fjallaði um hlutverk Öryggisráðsins á nýrri öld.  Björg Thorarensen um auknar valdheimildir öryggisráðsins. Það má átta sig á því að Öryggisráið hefur heimildir til að gefa aðildarrkjum bindandi fyrirmæli um að framfylgja refsiaðgerðum eða efnahagsþvingunum svo sem viðskiptabanni. Þannig er Öryggsráðið raunar yfirþjóðleg stofnun. Baldur Þórhallson lýsti því hve þáttaka Íslands í alþjóðasamstarfi hefði aukist m.a. vegna bætts efnahags, aukinnar menntunar, breytts viðhorfs ráðamanna og vegna aukins þrýsting alþjóðastofnana. Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún fluttu ágætar ráðherraræður. Geir talaði um að ákveðin kyrrstaða hefði ríkt í íslenskum utanríkismálum sl. 50 ár. Það var út af fyrir sig merkileg yfirlýsing hjá forsætisráðherra. Ingibjörg er ennþá í jarðsambandi og rakti m.a. í stutturi ræðu sinni samræður sínar við konu í Melabúðinni.

Svona fundir eru upplýsandi. Stuttir eins og þeir eru þýðir ekkert að fara út í snarpólitíska umræðu.  Ögmundur Jónasson var annarrar skoðunar og vildi umræðu um pólitískar lykilspurningar einsog þær hvort að einhver akkur væri í því að setjast í Öryggisráðið hafandi þá utanríkisstefnu sem núverandi ríkisstjórn hefur. 

Að sækja um aðild að Öryggisráði SÞ er sjálfsagt mál.  Við eigum hæfileikafólk og kunnáttufólk til þess að starfa á þeim vettvangi ef af verður.  Við eigum að leita útrásar í þessu sem öðru.


mbl.is Fá dæmi um jafn lítinn tilkostnað við framboð til öryggisráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Við eigum ekkert erindi í Öryggyggisráð S.Þ.  Þetta er bara snobb og  sýndarmennska sem mun kosta okkur stórfé á hverju ári.  Ég held að við séum komin á ystu nöf með fjáraustri í utanríkisþjónustuna.  Það eru næg verkefni sem við þurfum að leysa hér heima.  Ég nefni sem dæmi lokun Kaffistofunnar á Hverfisgötu, neyðarástand á Gistiskýli Samhjálpar ofl.  Ef við kæmumst í Öryggisráðið gerðum við lítið annað en sitja og standa eftirkröfum frá   USA 

Jakob Falur Kristinsson, 7.9.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég gleymdi að nefn að ég næ ekki alveg hvað eru svona merkilegt við að Ingibjörg Sólrún ræði við einhverja konu í Melabúðinni.

Jakob Falur Kristinsson, 7.9.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég gleymdi að nefna að ég næ ekki alveg hvað eru svona merkilegt við að Ingibjörg Sólrún ræði við einhverja konu í Melabúðinni.

Jakob Falur Kristinsson, 7.9.2007 kl. 17:59

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er sjálfsagt mál að vera virkur jafnt á heimsvísu og heimavelli, Malaví og Melabúðinni. Verðum við ekki að eiga eitthvað eftir í pyngju til að geta verið þjóð meðal þjóða?  Með góðri kveðju.

Gunnlaugur B Ólafsson, 7.9.2007 kl. 22:43

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ef við hefðum setið í öryggisráðinu 2002 og 2003, þá hefðum við greitt atkvæði MEÐ innrás í Írak.

Það væri glæsilegt eða hitt þó heldur.

Ísland er lítið land og stundum að reyna að þykjast vera stærra en það er. Gæði þess eru að mörgu leyti einmitt falin í smæðinni. En að ætla að þykjast tala með hendinni sem stjórnar okkur?

Ólafur Þórðarson, 8.9.2007 kl. 16:22

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það að vilja troða Íslandi inn í Öryggisráð SÞ ber vitni um ótrúlegan hégóma,
óraunsæi, bruðl með mlmannafé og ótrúllega óskhyggju um áhrif á gang
heimsmála..........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.9.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband