Al Gore!
12.10.2007 | 09:33
Frábærar fréttir. Al Gore vel að þessu komin. Hann er eini stjórnmálamaðurinn i veröldinni sem hefur virkilega stigið fram og vakið athygli á þeim loftlagsbreytingum sem eru að eiga sér stað og eru orðnar augljósar. Nú ætti kall að hella sér í slaginn um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Gaman væri svo að vita hvað margir af þingmönnumn okkar tilnefndu Al Gore. Þeir ættu nú að stíga fram. Þá vil ég kjósa næst.
Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert greinilega ekki alkunnur þeim loftslagsbreytingum sem eru í gangi frekar en herra Gore. Ég mæli með því að þú horfir á myndina The Global Warming Swindle og endurskoðir síðan það sem þú skrifar hér.
Reynir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 13:53
Ég er sammála þér með Al Gore að hann er vel að þessu kominn en það heyrði ekkert undir mig að tilnefna einn eða neinn. Ég er ekki sammála Al Gore að öllu leyti en hvað sem því líður þá er hann vel að þessu kominn og ég hef ekki séð betur en hann sé einlægur í baráttu fyrir þessum málstað.
Jón Magnússon, 12.10.2007 kl. 14:01
Ekki er nú allt sem sýnist með heilindi Als Gore . Sjá t.d.´nýfallinn dóm í High Court í Bretlandi vegna myndarinnar hans :
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.10.2007 kl. 14:31
Magnað að menn styðji að Al fái friðarverðlaun.. gæs það er eitthvað að ef menn segja hann eiga þetta skilið
DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:36
Þú lætur eins og loftslagsnefndin sé ekki til. Alveg týpíst með Gorista!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2007 kl. 17:38
Afsakið, en mér sýnist hann Al Gore vera að ljúga eitthvað. Er þessi dómari vitlaus, eða hefur hann skoðað staðreyndirnar og dæmt eftir þeim? Fólk segir að mynd hans sé ekkert nema heilaþvottur.
http://www.prisonplanet.com
Karl (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 11:00
Stefán Karl er ansi drjúgur með sig. Hvaða yfirburðir hefur hann til að setja ofan í fólk með lítilsvirðandi orðum:"Það serm fullorðið fólk er hinsvegar að rausa í athugasmedum ..." En hvað með rausið í honum? Einnig hann nefnir ekki svo mikið sem loftsslagsnefndina. Hún er víst aukaatriði. Al Gore er málið! Eins og ég segi enn og aftur: Alveg týpískur Goristi!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.10.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.