Hinn óþægilegi sannleikur!

Það er alveg með ólíkindum hvað margir hafa allt á hornum sér þegar kemur að hlýnun jarðar og ástæðum fyrir henni. Þó er óeðlileg hlýnun jarðar staðreynd og má segja algjör samstaða meðal vísindamanna um orsakir hennar. Samt rembist uppvaxið fólk við að hafa allt á hornum sér í garð þeirra sem hvað ötulast hafa vakið athygli á ástandinu. Þetta má m.a. sjá í athugasemdardálkinum við síðustu færslu mína sem ber heitið ,,Al Gore”.

Ástæðan fyrir þessari færslu minni nú er sú að ég vil vekja athygli á ágætri athugasemd Stefáns Karls Stefánssonar við nefnda færslu. Það hafa allir gott af því að lesa athugasemd Stefáns og hér er brot úr henni:

 

,,Ég er hjartanlega sammála þér með Al Gore. Það sem fullorðið fólk er hinsvegar að rausa hér í athugasemdum fyrir ofan mig er hrein tmeð ólíkindum. Ég held að Al Gore sé rétt eins og við, hugsi yfir afleiðingum loftalagsbreytinga. Hann býr hinsvegar ekki yfir þeirri hræsni að tala bara um hlutina og hafa á þeim skoðanir eins og því miður flestir jarðarbúar að meðtöldum mönnunum sem skrifa hér fyrir ofan mig.  Al Gore er enginn nýgræðingur eins og Íslenskir þingmenn sem vaða uppi í hroka og villandi málflutningi um ágæti Íslenskrar náttúru og auðlinda. Al Gore gerir eitthvað í málunum og hefur gert hreint kraftaverk í þessum efnum, ef menn vilja kynna sér það þá hefur hann nýlega tekið gagnrýni með mikilli auðmýkt og marg oft sagt að hann sé senn að breyta heimili sínu til hins betra.”

 

Á Mbl blogginu varpaði (Sigurður S. Sigurðsson held ég en finn ekki aftur) þeirri spurningu fram af hverju mynd Al Gore um hlýnun jarðar (Hinn óþægilegi sannleikur) hefði ekki verið sýnd í íslenska sjónvarpinu þegar myndin sem sett var til höfuðs henni (Svindlið mikla) hefði verið sýnd.  Þetta er gild spurning en ég vil ekki trúa öðru en að eðlilegar skýringar séu á þessu.  Annað benti til að æði þröngt væri þar innandyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Baldur, það er líka með ólíkindum hvers vegna þeir sem eru á því að hlýnin sé vandamál virðast gleyma því að þessi væntanlega hlýnun er líklega mun minni en gerst hefur á fyrri hlýnunarskeiðum.  Ég hef sagt það áður og vil endurtaka það:  Hlýnunin er ekki vandamálið, mengunin er það.  Það skiptir mestu máli að stöðva mengunina og hreinsa jörðina.  Ef móðir Jörð ákveður eigi að síður að halda áfram að hitna, þá er það mál úr okkar höndum.

Marinó G. Njálsson, 12.10.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Vitleysa verður ekkert réttari þó svo hún fái verðlaun en í gær gat ég ekki betur heyrt í  BBC, að úrskurður hefði fallið í dómskerfi Breta á þann veg að það væru a.m.k. 9 staðreyndavillur í myndinni Inconveniant Truth.

Sigurjón Þórðarson, 12.10.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er einmitt þetta sem ég á við. Með ,,góðum" vilja má finna nokkrar staðreyndavillur alls staðar, jafnvel í doktorsritgerðum. Þessi mynd, fremur en nokkuð annað, vakti athygli almennings og þjóðarleiðtoga á hinni miklu vá sem heiminum stafar af hlýnun andrúmsloftsins og orsökum hennar. Í henni er gífurlegt flóð upplýsinga.  Merkilegt ef ,,villur" eru aðeins níu. Takk annars fyrir umræðuna Sigurjón og Marinó.  það er heiður að fá komment frá ykkur. kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.10.2007 kl. 08:42

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er það endilega að hafa allt á hornum sér að hafa ekki ÞÍNA skoðun og Stefáns Karsl á Al Gore?

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.10.2007 kl. 11:09

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Nei, en í ljósi þess fyrir hverju hann er að berjast finnst mér ólundin með ólíkindum.  Athugasemd þína um Loftslagsnefnd SÞ tek ég þó til mín og óþarfi að gleyma henni.  En það má lyfta henni án þess að tæta aðra niður. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.10.2007 kl. 11:16

6 identicon

Mér finnst svolítið eins og þeir sem ekki vilja íhuga þann möguleika að við, mannfólkið, séum að valda hlýnun loftslagsins, vera eins og fólk sem pissar í sundlaugina og þrætir fyrir að það hafi áhrif á gæði vatnsíns í henni.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 11:17

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég veit ekki hvort þú átt við að ÉG sé að  tæta aðra niður, Al Gore. En ég get alveg viðurkennt að ég veit um marga sem standa honum langtum fram við kynningu á loftslagsbreytingum og hugsanlegum afleiðingum hennar, hef þegar nefnt John Houghton sem er líklega einna bestur þeirra allra (hann er reyndar trúaður og hefur beint þeim tilmælum til kristinna manna að það sé trúarleg skylda þeirra að gæta að hag jarðarinnar, blandar samt ekki saman trú og vísindum) og ég viðurkenni að hún fer í taugarnar á mér þessi mikla athygli sem Gore nýtur í loftsslagsmálunum meðan aðrir betri sitja óbættir hjá garði af því að þeir eru ekki frægir og ekki næstum því forsetar. Lokgs vil ég segja, án þess að fara lengra út í þá sálma að sinni, að það er yfirleitt gert of mikið úr "algjörri samstöðu" vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga síðustu ára, reyndar líka afleiðingum hennar. Þegar ég tala svo um Gorista er það nú ekki ægilega alvarlega meint sem nokkur lítilsvirðing. En Goristar eru þeir, fyglja Gore mjög fast að málum.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.10.2007 kl. 11:34

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, ég gleymdi: Varðandi "algjöra samstöðu" þá er athyglisvert hvað íslenskir veðurfræðingar eru fámálir um gróðurhúsaáhrifin. Getur ekki einmitt verið að þeir séu ekki "sammála" því sem efst er á baugi og hreinlega veigri sér við að verða taldir "villutrúarmenn" ef þeir segja skoðanir sínar hreint út. Svo skynja  ég nú ekkert meiri ólund i skrifum þeirra sem eru "á móti" Gore en þeirra sem eru "með" honum. En þessir hópar eru ekki sammála, Það er ljóst.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.10.2007 kl. 11:42

9 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég verð að viðurkenna, að ég hef ekki haft mikið álit á Al Gore. Fannst hann ekki sannfærandi. Mér hefur og oft fundist umræðan um hlýnun jarðar vera ófagleg og oft mjög óvísindaleg og engin haldbær rök fyrir því, að ekki sé einungis um að ræða eðlilegar hitasveiflur í náttúrunni.

Það vill svo til, að ég þekki persónulega nokkra ágæta jarðvísindamenn og sérfræðinga í umhverfismálum bæði hérlendis, í Bretlandi, USA og í Ástralíu. Þetta eru menn sem eru engir bjánar og láta ekki segja sér fyrir verkum. Í hvert sinn, sem tækifæri hefur gefist hef ég innt þessa menn eftir áliti þeirra á orsökum hlýnunar jarðar. Þeir hafa ALLIR með tölu verið sammála því, að hlýnun jarðar sé af mannavöldum, þ.e. vegna mengunar andrúmsloftsins og að EKKI verði aftur snúið. Þetta var að vísu óvísindaleg athugun af minni háfu en hvað á maður að halda?

Júlíus Valsson, 13.10.2007 kl. 11:51

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er um John Houghton. Staðreyndavillurnar hjá Gore eru hreint ekki allar smávægilegar, á sumum t.d. Grænlnadsjökli, Golfstraumnum, ferlunum tveimur og kórölunum, að ógleymdri Katrínu, hvílir ekki svo lítið sá áhrifamáttur sem sumir telja myndina hafa. Gleymum því ekki að hún er notuð sem kennslugagn í skólum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.10.2007 kl. 17:46

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góðar og yfirvegaðar hugleiðingar, Baldur. Þorri vísindamanna er sammála um að hlýnunin er af mannavöldum, en það sem þeir deila um er um er hvort að hún sé 40, 50, 60 eða 70% vegna gífurlegrar ukningar koltvísýrings og annarra efna í lofthjúpi jarðar.

Það virðist vera ákveðinn hroki sem Al Gore hefur mætt frá upphafi. Ronald Reagan kallaði hann the "ozone man" og kom upp um sinn staðreyndaskilning í umhverfismálum með því að halda að eyðing ósonlagsins og hlýnun jarðar væri sami hluturinn.

Trúi því að skaparinn hafi gefið okkur vit til að fara skynsamlega með móður jörð. Al Gore hefur gengt lykilhlutverki í því að innleiða upplýsta umræðu í þessum málaflokki. Það er ekki nema von að Hannes Hólmsteinn verði órólegur. Helstu umhverfisógnanir má rekja til hömluleysis græðginnar og óhófs í umgengni við náttúruna.

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.10.2007 kl. 10:42

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú skemmtir okkur Baldur með endurbirtingu á ritsmíð eftir Stefán Karl Stefánsson, öðru nafni Glanni Glæpur. Ekki finnst mér Stefán hafa mikið til málanna að leggja, varðandi "meinta hlýnun Jarðar af völdum manna". Seint verður hægt að segja, að hann hafi umfangsmikla þekkingu á þessu sviði. Hins vegar er greinilegt að hann veit sínu viti, þegar kemur að rot-þróm. Um það mál hefur Stefán þetta að segja:

Flestir Íslendingar þekkja sumarbústaði og rotþrær sem þar eru grafnar í jörðu. Íslendingar grafa niður plasttanka og fylla þá af eigin skít. Það er ekkert hreint og fagurt við það. En kannski erum við bara full af "skít"…….

Mér hefur lengi fundist undarlegt, að þeir sem fylkja sér með Al Gore virðast ekki hafa neinn áhuga á hitabreytingum á Jörðinni. Hitinn er þó leið okkar til að meta þá orku sem býr í andrúminu. Það er sú orka sem fyrst og síðast veldur veðurfarinu. Er það ekki annars veðurfarið sem við erum að ræða um ?

Ég hef marg oft bent á, að síðustu 10 árin hefur meðal-hitastig í andrúmi Jarðar EKKERT hækkað. Ég endurtek EKKERT hækkað og þessi niðurstaða er byggð á sömu mælingum og IPCC notar. Er hægt að draga þá ályktun af þessari staðreynd, að hitastig Jarðar sé að hækka ? Segðu okkur nú Baldur hvort þú ert þeirrar skoðunar. Ef þú gerir það, ert þú einn á báti af fylgjendum Al Gore. Þeir eru nefnilega ekki fáanlegir til að ræða þetta undirstöðu atriði, hvað þá heldur að viðurkenna staðreyndina, að síðustu 10 árin hefur meðal-hitastig í andrúmi Jarðar EKKERT hækkað.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2007 kl. 17:58

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég dreg ekki í efa, að fylgendur Al Gore vita að hann lifir í samræmi við boðskap sinn, eða er það ekki ? Þessi maður sem boðar öðrum hófsama lifnaðarhætti, býr í þremur íbúðarhúsum ! Hann á hús af óþekktri stærð í Carthage, Tennessee. Í Arlington, Virginia á hann 400 m2 hús og í Nashville, Tennessee 1000 m2 slot. Að sögn, er hið síðarnefnda búið 8 baðherbergjum. Hér fyrir neðan er mynd af höllinni.

Á liðnu ári greiddi Gore jafnvirði kr.2.000.000 fyrir rafmagn og hita í Nashvill húsinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2007 kl. 19:35

14 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Loftur! Þér er greinilega illa við Al Gore og það sem hann boðar!? kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.10.2007 kl. 20:14

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú setur þú mig í nokkurn vanda Baldur. Er sanngjarnt að segja að manni sé illa við einhvern sem maður þekkir bara af afspurn ? Við getum samt reynt að nálgast svarið.

Það er ljóst, að ég tel að boðskapur Gora sé rangur og það sem meira er hættulegur hagsmunum þess fólks sem býr við hungurmörk. Hvernig Gori flytur sinn boðskap tel ég einnig vítavert, því að falsið og gróðafýknin skín í gegnum alla framgöngu hans. Fjársöfnun er dyggð við réttar aðstæður, en þær eru ekki fyrir hendi í þessu máli.

Hvað sjálfa persónu Gora snertir, þá finn ég til vorkunsemi gagnvart honum, fremur en andúðar. Hvað fær fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, sem enga menntun hefur á sviði vísinda, til að taka þátt í vísindalegri deilu ? Er hann ekki að misnota frægð sína til auðsöfnunar, í stað þess að beita sér í einhverju máli, á grundvelli hugsjóna ? Hvað sem segja má um James Earl "Jimmy" Carter, Jr., þá virðist hann vera algjör andstæða Gora hvað þetta varðar.

Er hægt að líta á Gora sem hetju í baráttu fyrir friði ? Það held ég að sé af og frá. Raunar er friður ofmetið markmið. Stundum er það merki um heigulshátt, sem hefnir sín síðar. Saga mannkyns er full af dæmum um undanlátssemi í nafni friðar, sem menn urðu síðar að leiðrétta með blóðfórnum. Ég verð að segja, að Friðarverðlaun Nobels hefðu víða komið að betra gagni en hjá Gora og IPCC. Miðað við þessa verðlauna-veitingu, hlýtur Omar Bashir að koma sterklega til greina nærst.

Hef ég svarað athugasemd þinni Baldur, sem ég tók sem spurningu ? Ég sendi kveðjur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.10.2007 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband