Gríðarlega umdeildar framkvæmdir!

Við virðumst á þröskuldi þess að leysa úr læðingi gífurlega orku með djúpborunum.  Samt hangir það enn inni að stórskemma náttúrufegurðina í Gnúpverjahreppi og í neðsta hluta Þjórsár fyrir virkjanir sem gefa af sér tiltölulega litla orku.

 

Þetta verða gríðarlega umdeildar framkvæmdir sem þegar eru búnar að stórskaða félagsleg samskipti í heilu hreppunum og það er ekki einu sinni þannig að einhver verði ríkur á þessu eða þetta skipti einhverjum sköpum fyrir atvinnulíf þjóðar eða svæðis.

 

Þessi virkjunaráform eru afsprengi úrelts hugsunarháttar.  Það á ekki að líðast lengur að orkufyrirtæki geti vaðið svona á skítugum skónum inn í samfélög gegn vilja stórs hluta íbúanna.

 

Það er alkunna að fagmenn risafyrirtækja ná sínu fram með peningum, útsjónasemi og klókindum.  Þeir hafa ýmsar bjargir til þess að koma málum sínum í höfn.

 

Augun beinast því að landsforeldrunum. Það verður þeirra vilji sem ræður úrslitum í þessu máli. þeir mættu hafa það í huga að  sárindin og úlfúðin sem þessar virkjanir valda eru langt í frá peninganna virði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Best þótti mér hjá snillingunu(sem ekki hafa hátt!) að það væri hvort sem er svo mikil hætta á stórflóðum í Þjórsá að það væri kannski allt í lagi að virkja meira!

María Kristjánsdóttir, 15.10.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Athugasemd Gunnars kallar á svar:  Röksemdafærsla mín er sú að bröltð sé of mikið og gagn svæðisins og landsins af því of lítið til þess að réttlæta það. Af hverju verða menn þá sárir? Kannski fyrst og fremst vegna þess að þeir eru óvanir því að falla frá vitlausum hugmyndum sem þeir fá.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 15.10.2007 kl. 15:41

3 identicon

Djúpbornir?! Það má ekki. Og engar boranir. "Þá koma sár í jörðina". Sagði hagfræðinemi í þættinum "Mín skoðun" í Fréttablaðinu daginn eftir Árnesfundinn.  Sá hafði verið á fundinum ásamt prófessor sínum sem var þar á meðal mælenda og hefur þess vegna talað fyrir því eina sjónarmiði sem þar mátti koma fram. Góður nemandi.

Ef engan má særa skal hvorki virkja í óbyggðum né byggð og ekki bora. Hvað er eftir? Það eru víðar fondamentalistar en í trúmálum.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

var Árni ekki bara að vísa til þess Gunnar Þór að þú þurftir að koma tvisvar, tvisvar.  Kv.  B

Baldur Kristjánsson, 16.10.2007 kl. 08:30

5 identicon

Síðasti ræðumaður er sjálfum sér samkvæmur.  Þekki fleiri sem  gera sig ánægða með tekjur sem nægja til lífsþæginda 19. aldar. Þetta fólk á rétt til að mótmæla innlendum orkugjöfum.

En menn sem flengjast um í tilgangsleysi á flugvélum og rallíbílum um loft, fjöll og firnindi og forseti, sem lætur verða sitt fyrsta embættisverk að auglýsa þeirra  mengandi athæfi, ættu ekki að amast við mengunarlausri orku sem er til þess fallin að draga úr afleiðingunum af slíku flandri. 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband