Nú hverfa þeir........

Ekki ætla ég að skipta mér af pólitískum hörmungum í nágrannasveitarfélagi mínu Reykjavík. Ég veit bara að þegar ég var í sveitarstjórn í Ölfusinu þá höfðum við ekkert í fræðimenn Orkuveitunnar að gera og samþykktum alltaf á endanum allt sem þeir báðu um m.a. það að affallsvatn úr virkjunum á Hellisheiði rynni undir Ölfusið.

Ég hef reyndar áhyggjur af Sjálfstæðisflokknum og spurði reyndan fyrrverandi sveitarstjórnarmann: Heldur þú ekki að Sjálfstæðisflokkurinn tapi fylgi á allri þessari misstjórnun sinni? Hann svaraði:  Nei, nú hverfa þeir, láta ekkert á sér bæra um skeið. Verða bara huggulegir og almennilegir þar sem þeir sjást. Þeir eru klókir.  Svo koma þeir….þegar fólk er farið að gleyma……

 Ég rakst á þennan texta á heimasíðu Evrópuráðsins og þótti hann svo fallegur og eiga svo gott erindi við Reykvíkinga og okkur hin:

 
''People will participate in public life and trust their institutions if they see democracy in action – first and foremost in the cities, towns, neighbourhoods and villages where they live. (…) As a representative at that level, I learned that the key to the trust and support of the people is good governance – a governance which is democratic, efficient, responsive, transparent and accountable.''

 
Það er Terry Davis framkvæmdastjóri Evrópuráðsins sem talar, en nú stendur einmitt yfir á Valencina á Spáni ráðstefna um stjórnun borga. Hvernig væri að fjölmenna þangað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Takk fyrir skilninginn Baldur, við hér í Vesturborginni erum harmi slegin yfir allri þessarri græðgi.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.10.2007 kl. 09:30

2 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Sæll Baldur.

Flottur texti hjá þér, guð veri með þér.

Er á Ibiza sem er paradís á jörðu (hef komið hingað síðan 86).

Mbk. Sigurjón Sigurðsson

Sigurjón Sigurðsson, 16.10.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú skynjar kjarna málsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.10.2007 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband