Lof og prís -uppörvum hvort annað!
15.11.2007 | 14:20
Hrós og lof, aldrei of mikið af því. Í öllum heilræðum um mannlegt atferli ber hátt að hrósa skuli. Tilefnið þarf ekki að vera stórvægilegt. Einhver sem við umgöngumst kann að hafa skrifað gott blogg eða góða grein í blað, bók, flutt góða tölu, sett fram skemmtilega skoðun, byggt kastala eða grafið brunn hrósum honum. Aðeins um andlit samferðamanna kemst hann að því að hann hefur gott gjört. Hann kann að álíta það sjálfur en það er gott þegar samferðarmenn kinka kolli.
Einhver sem við umgöngumst mikið kann að hafa farið í fallega flík, gefum því gaum og hrósum, hrósum nýrri hárgreiðslu. Einhver sem við þekkjum kann að hafa fengið sér brasilískt vax. Sýnum ánægju okkar.
Leggjum af neikvæðnina, nöldið, árásirnar. Jörðum púkann. Uppörvum hvort annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er alveg sammála þér, ég er dugleg að hrósa og þakka öðrum fyrir hvað sem er, fæ lítið til baka, en þegar það kemur, vá, deginum bjargað
Þú ert góður maður, hef einu sinni hitt þig, en þá giftir þú mig og minn mann (02.02.02), takk fyrir það, ástin blómstrar.
Svanhildur Karlsdóttir, 15.11.2007 kl. 18:10
Lof ,prís og náunga kærleikur!
Ég er þér hjartanlega sammála Séra Baldur! Við eigum að sýna meiri jákvæðni og náunga kærleika.En getum við jarðað ,,púkan"nema vita uppruna hans,eins og við gerum fyrir venjulega jarðarför? Með vinsemd.
Svanfríður G.Gísladóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 10:29
Matthías Ásgeirsson, 16.11.2007 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.