Gæfan að snúast á sveif með rjúpunni!

Æ fleirri taka upp hanskann fyrir rjúpuna.  Sjálfur vil ég skipa mér í þann hóp. Það fer um mig hrollur í hvert sinn sem ég sé fullvaxna karla stæra sig af bráð sinni. Það er enginn mannsbragur að því að drepa þetta fallega og hægfara dúfudýr. Raunar er fugladráp allt í fábrotinni náttúru Íslands óþarft og hálf ógeðfellt. Leyfum fuglum að eiga sitt flug. Það auðgar líf okkar hinna.Óska sem flestum rjúpulausra jóla!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Hvað á ég þá að borða á jólunum?

Lítinn sætan grís?

Krullað og krúttlegt lamb?

Ég held að fuglaveiðar í hófi séu nú bara hluti af menningu okkar og sjálfsbjargarviðleitni í gegnum aldir.

Með veiðikveðju....

Sigþrúður Harðardóttir, 15.11.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Púkinn

Tja....hnetusteik með sellerí?

Púkinn, 15.11.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: halkatla

Rjúpulaus jól - lengi lifi rjúpan!

halkatla, 15.11.2007 kl. 21:06

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvað gerist ef prestur missir trúna á Guð?  Lækkar hann í launaflokkum?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.11.2007 kl. 22:05

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Þetta viðhorf hefur nú bak-vinkil sem vert er að skoða.   SKo.... við höldum nokkurs konar fórnarhátið - - að frumkristnum sið um jólin....  Er þá ekki vel til fundið "að fórna dýri af virðingu"  og fagna frelsarans einu ljósahátið.   Það sem við hljótum hins vegar öll að geta tekið undir er þessi "græðgi" og veiðifrekja sem allmargir karlpungar hafa innleitt . . algerlega án þess að hafa þörf fyrir veiðina og sölu á veiðimagni.

Fyrir áratugum voru rjúpnaveiðar viðfangsefni fátækra stráklinga - sjómann og bænda sem nenntu að hlaupa á fjöll til að sækja sér og fjölskyldunni björg . . .  með sölu og magnveiði.

Fyrir áratugum þegar gaddavírsgirðingar voru lagðar um holt og móa á NA-landi þá flug hundruð rjúpna á vírinn á tímabilinu frá september og fram til jóla - - og bændur og búalið kappkostuðu að verða á undan hrafninum í morgunskímunni.    Veit ekki hvort það var guðlast.   Faðir minn og bræður hans stunduðu þetta á árabilinu frá 1929 (þegar túngirðingin 6 strengja gaddavír - var gerð) og til 1940 - og voru býsna fengsælir.   Nú er öldin önnur í Mývatnssveit - rjúpur fáar og illa ásigkomnar............

Hallast að friðun - - en er líka á því að það séu góðar forsendur fyrir því að almúginn "fórni helgri bráð af virðingu" - til jólamáltíðar.

Vil taka hart á græðgisveiðum - - líka á gæs og öðrum fuglum.

Benedikt Sigurðarson, 15.11.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ahhh, tek undir með Sissu.  Partur af menningu okkar og sögu !!  Seru þær nú svo bragðgóðar,- og lyktin sem læðist um húsið, spennan í loftinu hvort húsbóndinn toppi sósuna sína einu sinni enn,- eða hvað?   Og að laumast í ískápinn seint, seint á jólanótt og narta....

Ummmm, komin í jólafíling held ég bara ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.11.2007 kl. 23:27

7 identicon

"...þetta fallega og hægfara dúfudýr...."

Veist greinilega ekkert hvað þú ert að tala um, get ekki tekið mikið mark á þannig fólki.

...víst eru rjúpur fallegar, en hægara eru þær sko heldurbetur ekki.

En svona fyrir utan það þá finnst mér mun mannúðlegra að veiða dýr úr náttúrunni, leyfa þeim að lifa í sínu náttúrulega umhverfi þar til einn daginn *bamm* dæmið búið.

Í stað innilokunnar í skít og skömm og svo í sláturhúsið. Þar sem meðferðin er littlu betri. 

Hafið þið séð innaní sláturhús? kjúklingabú? 

Hjörtur (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:09

8 identicon

Þar sem í námi mínu (Líffræði í HÍ) hef ég komið í sláturhús og séð nákvæmlega ferlið sem felst í því að koma svínakjötinu á diskinn hjá landsmönnum, fyrir mitt leiti, þá vil ég frekar vera rjúpa

Hér er smá grein eftir samnemanda minn eftir sláturhúsaferðina sem vekur enn óhug hjá okkur:

"Öskrandi  í svefnklefa ofan í gólfið með CO2 svæfingu, rúllað út úr svefnklefanum og önnur löppin sett í keðju svo hægt sé að hengja upp í færibandið.  Rist á háls svo blæði til dauða. Blóðið spýtist niður úr hangandi srokknum. Rúllað upp úr froðu og þaðan inn í hristvél. Krókum stungið í gegnum sitthvora löppina og hengdir upp í færiband sem byrjar í eldklefa sem brennur hár af líkamanum með viðeigandi lykt.

Skítur skafaður af afturendanum, rist djúpt til að auðvelda frekari niðurbútanir. Innyflin hengd á snaga með viðeigandi hitalykt sökum ferskleika. Lausar fitutæjur rifnar úr. Búkurinn sagaður í tvennt með rafmagnssög svo skrokkarnir hanga hálfir á snaganum með dropandi blóði. Hausarnir klipptir af í einu snöggu handtaki. Dauðakippir.

Hjörtum og lifrum safnað saman í kassa af RJÚKANDI ferskum innyflunum og andstyggilegri lykt. Blóðið skolað af fyrir frystingu. Partað niður og snyrt. Sveiflandi skrokkar á færibandinu.

Hryllingsmynd eða martröð?  hvorugt en verklegi tíminn í dag var eins og raunveruleg hryllingsmynd án djóks, maður var í action að forða sér frá sveiflandi skrokkum! Mér fannst nóg að sjá alla skrokkana hangandi í byrjun en vá, ég er hætt að borða svín."

Vil bara bæta við því að við sáum giltur leiddar í slátrun sem gátu ekki lengur þjónað tilgangi sínum sem "útungunarvélar" og maður bókstaflega gat fundið lyktina af hræðslunni hjá grey dýrunum.  Svínin sem eru í bið horfa uppá hin svínin deyja og þurfa að hlusta á öskrin þegar greyin eru send niður í svefnklefann.

Spyrð þú þig nú, hvort finnst þér fallegra?

Vil bara taka það fram að sjálf borða ég ekki villibráð.

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 01:23

9 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Skotveiðimenn eru eins og guðleysingjar þeir verða öskuillir í umræðunni!!! Ég er kallaður ,,þannig fólk" og fleirra í þeim dúr. Hef fengið nokkra beina pósta um málið.  Já, já rjúpan er hænsfugl - mér fannst hún svo mikil dúfa í gær- en sú staðreynd að þetta er hænsfugl, sem ég mátti auðvitað muna, gerir  þá enn afkáralegri sem eru í drápshug að príla upp um fjöll og firnindi - gerir málstað minn í raun miklu betri -drepa hænsfugl með öflugri byssu -að hugsa sér.............iðulega í hálfgerðum hermannabúningum...með fullt fangið af gps staðsetningartækjum...

Baldur Kristjánsson, 16.11.2007 kl. 08:49

10 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Afsakið ,,sumir skotveiðimenn" á það að vera og ,,sumir guðleysingjar" á það einnig að vera.  Vitaskuld.  Maður má ekki ,,dæma" hópinn eftir einstaklingum.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 16.11.2007 kl. 09:04

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála þér með um rjúpuna.   Og að kalla þessa slátrun veiðimennsku er út úr korti.  Það kom fram í fréttum fyrir skemmstu að veiðimenn viðurkenndu að hafa skotið yfir 1000 rjúpur, og það áður en veiðitíminn byrjaði.  Þjófar sem þjófstörtuðu.  Allstaðar eiga bændur og landeigendur í vök að verjast fyrir skotglöðum mönnum sem virða ekki eignarrétt annara.  Nei rjúpnaveiði er löngu komin út fyrir mörk.  Auðvitað eru margir og flestir sem ganga á fjöll og skjóta sér í jólamatinn sem hegða sér vel.  En svo er sóðarnir sem eyðileggja allt með græðgi sinni. 

Og úr því að ég er byrjuð, af hverju mega menn drepa dýr á fjöllum, druslast með þau heim og selja þau í búðir.  Meðan bóndanum er bannað að slátra kind heima hjá sér og selja kjötið beint frá búinu út af heilbrigðissjónarmiðum?

Eða eins og maður sagði mér, bóndi sem ætlaði í andarækt, hann slátraði dýrunum..... en var bannað að selja þau af því þau voru hálfhöggvin en ekki skotin á fjöllum.  Er einhver heil brú í svona fíflalátum ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 09:14

12 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Ef þeir sem leggja sér kjöt fyrir munn byrja friðunarrök á því að dýrið sé of fallegt til að vera drepið eru væntanlega einhverjir þeir mestu hræsnarar sem hugsast getur.
Ef þú borðar lamb, grís, kjúkling eða hverja aðra kjötvöru þá eru varla til ömurlegri rök en þau að dýrið sem veitt er sé of fallegt til að vera drepið.
Þær ýkju lýsingar sem fólk notar til að lýsa veiðimönnum sem einhverjum sterío rambó týpum sýnir best þá fáfræði sem skín út hjá þeim sömu sem nota slíkar lýsingar.
Líkt og í öllum hópum þjóðfélagsins eru svartir sauðir en að nota það sem einhver rök til að setja á bann er fáranlegt. Rétt eins og annarsstaðar í þjóðfélaginu þá skal refsa þeim sem brjóta af sér en ekki öllum þeim sem tilheyra hópnum.

Hans Jörgen Hansen, 16.11.2007 kl. 13:44

13 Smámynd: halkatla

Baldur, þetta er típískt fyrir skotveiðimenn, hef oft fengið svona árásir frá þeim ef ég hef dirfst að nefna rjúpuna í bloggi. Greinilegt að einhverjir eru óöruggir með karlmennskuna  

halkatla, 16.11.2007 kl. 14:35

14 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Það er aldeilis viðkvæmnir Anna ef aðrir mega ekki sína skoðun án þess að þú takir það sem persónulega áras, Bloggið er vettvangur skoðana skipta og því fáranlegt að vera taka skoðanir annarra sem persónulegum árásum. Hvar karlmennskar kemur inn í þetta er mér mikil ráðgáta en þú kannski útskýrir það fyrir mér...

Hans Jörgen Hansen, 16.11.2007 kl. 15:57

15 identicon

Ég skil eiginlega ekki hvert greinahöfundur er að fara með þessa umræðu.  Er eitthvað verra að skjóta fugl með "öflugri byssu"? á ég að nota grjót kannski frekar? Helsæra bráðina svo hún drepist í sársauka ofaní gjótu? Nei takk ég vill þá frekar aflífa bráðina á sem sneggstan máta og það þýðir stór byssa og miklar skotæfingar fyrir veiði.

Svo er þetta ekkert verra (betra ef eitthvað er) en meðferðin sem aðrir hænsnfuglar fá við endalok sinna daga, spyr aftur, hefur þú séð inn í sláturhús? Borðar þú/þið kjúkling?

Finnst alveg sjálfsagt að fæstir vilji sjá um að aflífa sitt kjöt sjálft, en ekki í svo mikið sem eitt augnablik halda að steikur vaxi á trjám.

Fólk sem skylur ekki/vill ekki veiða er auðvitað full frjálst að kaupa sitt kjöt í nóatúni en ég bið ykkur bara um að vera ekki að troða ykkar gildum/skoðunum á aðra. Sérð ekki veiðimenn vera agnúast útí venjulega borgara fyrir að fara ekki á fjöll og veiða? ... er það nokkuð?

Og svona gróusögur um 1000 rjúpna magnveiðimenn í dag eru akkúrat það, gróusögur, þetta var kannski hægt hérna fyrir 20 árum eða svo en ekki í dag. Það mesta sem ég hef heyrt er sirka 10- 14 rjúpur á einn mann en vel flestir halda sig við "kvótann"

Hjörtur (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 16:37

16 identicon

Æjá, mikið er ég sammála þér að það er aumt að sjá menn hundelta ræfils rjúpuna og stúta henni, seinfær sem hún er og auðveld bráð. Enda er hún strádrepin greyið og yrði sjálfsagt fljótt úr sögunni ef ekki væri gott fólk að friða hana. Það er fínn valkostur við rjúpuna að kroppa í góðan grænmetisrétt um jólahátðiðina. Til dæmis með lyngbragði ef fólk er mjög rjúpnafrekt. Það væri áhugavert framlag til umhverfis- og náttúruverndarmála ef hægt væri að gera gervallt Ísland að fuglafriðlandi í þeim skilningi að þar yrðu engar fuglaveiðar stundaðar.

Hugum að því um jólin.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:06

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gikkglaðir skotveiðimenn með vitið í byssuhólknum ættu að hætta að stofna sjálfum sér og öðrum í hættu með hugsunarlausum veiðiferðum á þeim árstíma þegar allra veðra er von.

Theódór Norðkvist, 16.11.2007 kl. 21:55

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða, hvaða, voðalega eru sumir hörundssárir.

Theódór Norðkvist, 17.11.2007 kl. 16:00

19 identicon

Það var Stefán Þorláksson menntaskólakennari sem reifaði þá hugmynd að Ísland væri friðland fugla,allra fugla.

Það er nóg kjötmeti til í þessu landi,auk þess sem við ættum velflest að minnka skammtana um helming,og líða jafnvel ef ekki betur.

Margrét Sig (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:34

20 identicon

Mér finnst með hreinum ólíkindum að sjá menn halda því fram að rjúpan sé auðveld bráð. Vitanlega kemur fyrir að rjúpan situr þangað til hún er komin í færi en það er sjaldgæft. Ég man eftir fjölmörgum veiðitúrum þar sem við feðgarnir sáum mörg hundruð rjúpur, en komumst ekki í færi við eina einustu. Nú munu eflaust einhverjir segjast hafa klappað rjúpum í garðinum heima hjá sér og rökstyðja þannig að rjúpan sé auðveld bráð. Ég hef klappað rjúpum að vori, þorpsrjúpum. Þær eru samt alltaf horfnar að hausti. Merkilegt.

Það er óþarfi að friða rjúpuna núna. Það er líka í flestum tilfellum óþarfi að hvetja menn til hófsamrar veiði. Ég hef gengið 38 klukkutíma það sem af er vertíðar. Hef skotið 7 skotum. Náð 4 rjúpum. Misst 6 kíló. Einn daginn sá ég engan fugl. Ég á ekki gps, jeppa eða rjúpnavesti. Ég á heldur ekki snjósleða eða snjóþrúgur. Áhugann á ég í miklu magni og þolinmæðina líka. Þess vegna veiði ég. Það væri ekkert gaman ef þetta væri auðvelt.

Ég á fjóra vini sem hafa hver um sig gengið 20-30 tíma í haust. Enginn er kominn með fleiri rjúpur en þrjár. Hvernig dettur ykkur í hug að halda því fram að rjúpan sé auðveld bráð? Gaman væri að bjóða þér, nafni, á fjall, í veiðitúr. Ekki til að þér snerist hugur. Heldur bara til að þú gætir séð með eigin augum hvernig svona veiðar fara fram.

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 10:17

21 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll nafni og aðrir! Hef reyndar einu sinni farið á rjúpu, byssulaus. Félagi minn var reyndar með byssu. Við gengum í heilan dag og hann hitti ekkert!  þannig að reynsla mín er e.t.v. ekkert ósvipuð þinni. Ég er nu samt hrifinn af hugmyndinni þeirri að friða alla fugla hérlendis. Fara svo á fjöll og litast um og léttast! kv. B

Baldur Kristjánsson, 19.11.2007 kl. 10:32

22 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Gestgjafi skrifar: "...þetta fallega og hægfara dúfudýr...."

Rjúpan er hænsnfugl, ekki dúfa. Og er ekki hægfara. Tveir staðreynda villur í fimm orðum.

Einar Ben Þorsteinsson, 22.11.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband