Sigurbjörn Einarsson

Frábær ræða hjá Sigurbirni Einarssyni og hann er vel kominn að verðlaunum á degi íslenskrar tungu. Sigurbjörn hefur, eins og segir í rökstuðningi ,,verið í fararbroddi í trúarlegri, heimspekilegri og pólitískri umræðu hér á landi"  í næstum því heilan mannsaldur. Gleymum því ekki nú þegar öldungurinn er hylltur, óumdeildur, að hann var umdeildur lengi framanaf og harkalega var að honum vegið fyrir skoðanir þær sem hann bar fram og það var varla nokkurt grín fyrir guðfræðiprófessor og prest þá, fremur en það myndi vera nú. Sigurbjörn stóð þetta af sér en það er hætt við að sumir hefðu bognað og eflaust hafa margir bognað.

Ræða hans var vel upp byggð, skipuleg, flutt af munni fram með þeim hætti að af bar.  Hún var ekki merkilega góð vegna þess hve hann er aldinn. Hún var frábær á alla mælikvarða. Hins vegar horfðum við mörg á aldurinn.  það er ekkert skrítið.  Við heyrum sárasjaldan í fólki sem komið er yfir sjötugt, áttrætt, hvað þá nírætt. Það er yfirleitt búið að pakka því saman og leggja því einhvers staðar og ekki spurt að öðru en því hvernig það hafi farið að því að verða svona gamalt.

það eru sem sagt örugglega margar mannvitsbrekkur í hópi öldunga en enginn nennir að hlusta og þær eru löngu þagnaðar.

Ekki Sigurbjörn, hann ber af í þessu sem öðru. Guð blessi hann hér eftir sem hingað til.


mbl.is Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

.hef "soft spot" fyrir Sigurbirni, því við börðumst saman á sínum tíma fyrir hæli flóttamanns frá Vojvodinu í Balkanstríðinu...og enginn annar kirkjunnarmaður lét heyra í sér. Kemur svo þessi andans leiðtogi og segir að í kristni skuli skjólshúsi skotið yfir manneskjur í neyð. Enginn annar hefur gert þetta síðan..... Einnig má nefna það að meðan Sigurbjörn var biskup blandaði hann sér í þjóðmálaumræðu og varði láglaunafólk og fleira...nokkuð sem ALDREI sést núna...ALDREI!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.11.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Sammála þessari færslu séra minn

Sigþrúður Harðardóttir, 16.11.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi ráðstöfun á móðurmálsverðlaununum stækkuðu daginn og stækkuðu verðlaunin jafnframt.

Anna. Það er ekki rétt að enginn biskup hafi blandað sér inn í þjóðmálaumræðu annar en herra Sigurbjörn. Sonur hans og núverandi biskup hefur leyft sér að gera þetta og hlotið bágt fyrir hjá tilteknum stjórnmálaflokki.

(Sem við mátti búast.)

Árni Gunnarsson, 16.11.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já er það Árni?...hefur ekki verið magnað...enda getur það aldrei verið sannfærandi á meðan kirkjan er spyrt saman við ríkið?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.11.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurbjörn er snillingur, 96 ára að aldri, að halda þessa glimrandi ræðu kvöldins og það blaðlaust, að séð varð. Hann er yfirburðamaður að hugsun og mannviti og talar af meiri reynslu og þekkingu en nánast allir aðrir í landi okkar.

Jón Valur Jensson, 17.11.2007 kl. 09:07

6 Smámynd: Svanfríður Guðrún Gísladóttir

Ég ,,hrærðist"er ég sá þennan virðulega aldna mann í sjónvarpinu í gærkvöldi .engin er betur komin að þessum verðlaunum en hann!Ég sá Herra Sigurbjörn biskup fyrst í Læknisbústaðnum í Súðavik (sem þá var okkar Prestsbústaður).Þar var heimili dóttur hans Rannveigar og tengdasonar séra Bernharðs Guðmundssonar sem þá var okkar sóknarprestur,það átti að fara að ,,vígja"Súðavíkurkirkju.Síðan hef ég borið virðingu fyrir okkar ástsæla Sigurbirni Einarssyni biskup og segji aftur til hamingju ! Verum í deginum í dag og gleðjumst með honum.

Svanfríður Guðrún Gísladóttir, 17.11.2007 kl. 16:26

7 identicon

Varð einnig snortinn. Sammála því sem hér hefur verið skrifað.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 18:22

8 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Einhverstaðar hef ég séð Sigurbirni líkt við Hermann Göring fyrir glæsileik og sköruleik.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 17.11.2007 kl. 19:19

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góð skrif um hinn aldna kirkjuföður. Ætli hann hafi ekki orðið svona umdeildur í byrjun af því að hann gerði kröfuna um inntak. Að velta fyrir sér tengslunum við samtímann. Nota hið heilaga orð með því að heimfæra það upp á samtímann. Það virðast vera næg tileni til slíkra predikana. Nóg er af glysi og gullkálfum sem við tilbiðjum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.11.2007 kl. 21:50

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þar sem ég forðast sjónvarpið eins og heitan eldinn og tek auk þess ekkert mark á einhverjum gömlum trúmálaævintýrum, missti ég af þessarri vafalaust helv. steypu. Góður punktur, Kristján.

Baldur Fjölnisson, 17.11.2007 kl. 21:57

11 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Nánar um Göring og Sigurbjörn: Þeir voru óskabörn þjóða sinna fyrir gáfur glæsileik og sköruleik, þeir strikuðu báðir Guð út úr vitund sinni. Sigurbjörn vaknaði aftur til trúar en Göring gekk djöflinum á vald. Báðir stóðu í eldlínu sinna þjóða.

Göring var stöðvaður og fyrirfór sér en Sigurbjörn heldur starfi sínu enn áfram.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.11.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband