Íhaldsmaðurinn Ólafur Ragnar!

Menn stimpla hvorn annann fram í rauðan dauðann.  Þetta er auðvitað leið takmarkaðra manna að átta sig á heiminum. Pólitíkin þrífst á þessu enda nauðsynlegt í grúbbudýnamikinni að hafa það vel skilgreint hverjir tilheyra þér og hverjir andstæðingunum.

Mér kemur þetta í hug þegar hver spekingurinn eftir annan stimplar forseta vorn sem vinstri mann. Menn geta greinilega ekki hætt að hugsa eftir þeim heilabrautum sem einu sinni eru komnar á. Auðvitað er kominn tími til að stimpla Ólaf upp á nýtt. Eigi hann skilið einhvern stimpil þá er það stimpilinn hægrimaður eða íhaldsmaður en þessi tvö hugtök hafa löngum átt samleið, þó ekki sé endilega rökvísi í því, og er skellt saman hér til hægðarauka. Ólafur  er ekkert annað en íhaldsmaður eða hægri maður. Þau gildi sem hann ber fram eru hefðbundin íhaldsgildi sem má lesa út úr upphöfnum ástarjátningum til þjóðtungunnar og upphafningu hans á ýmsum þjóðlegum eiginleikum og virðingu hans fyrir kristindómi svo fátt eitt sé talið. Þá má nefna að hann kærir sig ekki um nálgun Íslands og  Efnahagsbandalagsins og sver sig þar með í ætt við helstu íhaldsmenn eða hægri menn samtíðarinnar.

 Þegar skoðað er hverja Ólafur Ragnar umgengst kemur íhaldsmaðurinn enn þá frekar í ljós hverja aðra en stórvesíra kapitalismans, athafnamenn og útrásarmenn og peningamenn af ýmsu tagi.  Fyrir utan það að maðurinn er giftur inn í eina helstu peningaætt veraldarinnar.

 Ég get ekki annað séð en að íhaldsmenn eða hægri menn af öllu tagi geti unað glaðir við sitt. Sumir þeirra mættu hins vegar byrja að hugsa og draga fram nýja stimpla úr heilabúi sínu því að stimplalausir geta þeir varla lifað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lipurtá

margur verður af aurum api. ég veit ekki hversvegna mér dettur þessi málsháttur alltaf í hug þegar einhver talar um órg

lipurtá, 5.1.2008 kl. 13:44

2 identicon

Gleðilegt ár Baldur.

Ég er ekki viss um að staðsetning Ólafs Ragnars akkúrat núna á hinni pólitísku stiku skipti hægrimenn miklu máli.  Það er hvar hann var fyrir tólf árum síðan sem ergir þá - að hann skuli hafa rifið stólpakjaft við Davíð Oddsson og verið andsnúinn honum er það sem kallar fram þetta ákafa hatur á manninum og þeir fyrirgefa honum ekki ummælin um skítlegt eðli.

En er hann ekki líka bendlaður við "ranga" auðmenn?   

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ólafur Ragnar er alltof íhaldssamur, smáborgaralegur, flatur og vellulegur til að ég nenni að kjósa hann.  Hann seldi sál sína viðskiptum og penigalamri og brást stórum hluta kjósenda sinna. Hins vegar eru Íslendingar seinþreyttir til vandræða í forsteamálum og láta hann því dingla áfram þar til hann lognast út af elli og afturhaldi.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.1.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gleðilegs árs Baldur og gæfuríks að auki, óskar

ÓRG grúpp.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2008 kl. 17:05

5 identicon

Aldrei nokkurn tímann hef ég kosið til vinstri í þeim kosningum sem ég hef tekið þátt í og á sennilega ekki eftir að gera á meðan flokkar eru kosnir en ekki einstaka menn.  En ef ég ætti að velja stimpil á ÓRG þyrfti ég að leita vel og obboðslega lengi og myndi trúlega enda í einhverju sláturhúsi landsins skimandi eftir stimpli sem á stæði ,,,,V.S.O.P,,,,, einfaldlega vegna þess að Ólafur Ragnar hefur verið Íslendingum til sóma, þá á ég við landsmönnum öllum,hvort sem þeir vilja eða vilja ekki, hvernig svo sem þeir stimpla sig.      Gleðilegt ár og megi ÓRG sitja sem lengst               

Birgir Sm (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 18:20

6 Smámynd: Jóhanna Garðarsdóttir

Í íslandssögu framtíðarinnar verður ÓRG líklega helst minnst sem  "seleb" Forsetinn  eða "Séð og heyrt" Forsetinn. 

Jóhanna Garðarsdóttir, 5.1.2008 kl. 18:22

7 Smámynd: Magnús Jónsson

Ólafur Ragnar hefur aldrei verið annað en tækifærissinni, og hans helsta stefna hefur alltaf verið að koma Ólafi Ragnari áfram, hans aðkoma að íslenskri pólitík var aldrei neitt annað en aðferð til að komast til valda, hann er ef eitthvað er ein besti leikari á svið stjórnmála sem komið hefur fram á sjónarsviðið, það að hann fór á vinstrivænginn, þegar framsókn brást honum var bara kænsku bragð, hann sá hvar tækifærið var og fór þangað, þannig að ég tel að stimpillin íhaldsmaður væri  misnotaður á þennan tækifærissinna.  

Magnús Jónsson, 5.1.2008 kl. 21:20

8 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gleðilegt ár, Baldur.

María Kristjánsdóttir, 6.1.2008 kl. 00:24

9 Smámynd: Einar Indriðason

Minn snertiflötur að Óla snýr að því sem olli því að Óli fékk sér þátt í skaupinu á sínum tíma, Skattmann.  Það er þessi snertiflötur fyrst og fremst, sem gerir Óla óhæfan í mínum augum.  Til að taka það strax fram, þá vil ég ekki heldur sjá Dabba sem forseta.

Forseti Íslands má *ekki* hafa pólitíska fortíð.  Og viðkomandi aðili þarf að vera aðili sem öll þjóðin getur fylkt sér að baki.  Óli er það ekki, Dabbi ekki heldur.

Einar Indriðason, 6.1.2008 kl. 12:40

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góðir hálsar:

Fyrri hluta árs 1996 fékk Ólafur Ragnar margar hvatningar frá ýmsum aðilum innan íslenskra atvinnurekenda og útflytjenda. Þeir sáu mjög marga mannkosti sem Ólafur hefur og gegnum alþjóðleg samtök á borð við alþjóðlega þingmannasambandið þar sem hann var mjög virkur, gott ef ekki formaður, þá var ljóst að þeir sáu þann mikla kraft sem í honum býr. Ólafur forseti er sennilega með allra bestu ræðumönnum á Íslandi, athyglisvert er hvernig hann byggir upp ræður sínar, hann byrjar oft á einhverju orðalagi sem venjulegt fólk þekkir og síðan kemur rísandi mælska sem því miður allt of fáir reyna að tileinka sér. Ólafur er mjög víðsýnn og ótrúlega vel að sér öllu sem hann tekur sér fyrir. Það er því engin undur og stórmerki að honum hefur tekist vel upp.

Útrásin - gamall draumr - varð að raunveruleika!

Að mörgu leyti er athyglisvert að bera Ólaf Ragnar saman við pólitískan andstæðing sinn, Davíð Oddsson. Ræður beggja eru oft mjög efnismiklar og kjarnyrtar en á mjög ólíkan hátt. Sá síðarnefndi á það til að hreyta út úr sér fremur ósmekklausum hnútum til andstæðinga sinna. Ólafi varð auðvitað einnig það á þá hann var á þingi en eftir að hann var kjörinn forseti hefur hann forðast allt slíkt hjal og talar aldrei niður til annarra. Hann gerir sér grein fyrir að hann er forseti allrar þjóðarinnar meðan Davíð taldi sig fyrst og fremst forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Ræður Davíðs gengu oft út á að skapa hrifningu meðal samherja sem minnir að nokkru leyti á múgsefjun og vakti það oft mikla athygli og kátínu. Mörg kostuleg „kjarnyrði“ má rekja til Davíðs sem fróðlegt er að skoða. Einu sinni var honum mjög mikið niðri fyrir á þingi og lét hafa eftir sér að stjórnarandstæðan hefði sýnt af sér „yfirgripsmikila þröngsýni“! Þessi orð eru andstæður og geta varla verið kölluð saman nema vegna mikillar gremju þess sem þau sagði. Annað hvort er maður þröngsýnn, til þess þarf sá eiginleiki ekki að vera yfirgripsmikill. Hins vegar er víðsýnið og þar geta menn - og konur auðvitað líka - sýnt yfirgripsmikla þekkingu.

En svona er nú það.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband