Við sem ríðum um á verðlitlum hestum.....
9.1.2008 | 17:39
Kannski við förum að komast í tísku aftur, þessi venjulegu sem ekki höfum getað gengið inn í bankana og slegið lán fyrir hlutabréfum. Kannski við komumst í tísku við sem drekkum ódýra rauðvínið. Við sem ferðumst með almenningsflugvélum, afturí. Við sem eigum neyslugranna bíla. Við sem ekki gefum börnum okkar bíla og íbúðir í afmælisgjöf. Við sem ríðum um á verðlitlum hestum. Við sem eigum venjuleg hesthús og venjuleg hús og litla sumarbústaði. Já, kannski lifnaðarhættir okkar verði aftur taldir lofsverðir. Hver veit?
Ekki það að ég dái meðalmennskuna. Enn allt oflæti er varhugavert og kjánalegt að dást að því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En við sem eigum enga hesta, hesthús né sumarbústað ??
Bara gamlan en dásamlegan tjaldvagn !!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 9.1.2008 kl. 21:03
Það þarf að harðna enn meir á dalnum til þess að þið komist í tísku! kv. B
Baldur Kristjánsson, 9.1.2008 kl. 21:07
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.1.2008 kl. 22:34
Þetta lyktar af gömlu hippamenningunni! Hún stóð fyrir sínu og ég styð hana eindregið. Upp með gömlu hippamenninguna. Nýtnina, ástina á friði og náttúru og full af náungakærleik. Let's make a wave! Og Þórhildur, gömlu tjaldvagnarnir eru dásamlegir!
Sigurlaug B. Gröndal, 9.1.2008 kl. 22:35
Já, var þetta ekki bara kjánalegt oflæti í Salómon konungi að byggja svona dýrt musteri ?
Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:12
Þarf að fara svo langt aftur til þess að sjá merki um oflæti ráðamanna...?
Baldur Kristjánsson, 10.1.2008 kl. 11:32
Fögnum hægt og hæfilega. Samkvæmt nýjust fréttum er braskaðurinn að braggast aftur!
Gleðilegt nýár!
Sigurður Hreiðar, 10.1.2008 kl. 13:50
Mosi er mikið fyrir meðalmennskuna - nema í andlegu fræðunum, þar dugar ekkert nema það besta!
Hófsemi, iðni og skynsemin ásamt sparseminni eru þeir hornsteinar sem því miður allt of margir sjá ekki. Horft er ýmist með aðdáun eða öfund á þá sem ná einhverjum umtalsverðum árangri, oft á örstuttum tíma. Því miður detta þeir sem betur mega sín oft inn í lífsmynstur þar sem ekki allir kunna fótum sínum forráð og eiga til að misstíga sig. Þá er meðalmennskan betri!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2008 kl. 16:32
Er ekki viss um að við komumst neitt beinlínis í tísku - - en sennilega munu fleiri "una glaðir við sitt" - - þegar oflátungarnir verða farnir aftur yfir sig - - og einhverjir á höfuðið. Ekki það að mér finnist siðlegt að gleðjast yfir óförum annarra . . . . .. . en talsvert virðist vera um að menn hafi "reist sér hurðarása . . . . " . . .
'ottast pínulítið að í viðskiptum og pólitík dagsins verði vart við meira en illgirni - - og ekki örgrannt um að það kynni að vera hlutabréfadýfan sé ýkt vegna skemmdarverka og ills umtals. Svo er það nú þetta með inngripið frá Arnarhóli - - getur það verið skemmdarverk?
Benedikt Sigurðarson, 10.1.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.