Rökræða er kúnst -nokkrar ráðleggingar!

Rökræða er kúnst. Hér koma nokkrar ráðleggingar úr þeim fræðum.

 
1 Orð lifa.  Sögð orð liggja alltaf í loftinu.  Verða aldrei aftur tekin.

2. Notið aldrei orð eða setningar sem þið gætuð ekki endurtekið í vitna viðurvist. Munið að rökræða er ekki kúgun.

3. Haldið ykkur við málefnið.  Ekki fara út í annað.

4. Skiljið alltaf eftir smugu fyrir þann sem þið rökræðið við svo hann geti sloppið út úr rökræðunni með sóma.

5. Munið að margar hliðar eru á hverju máli og sjónarhólar margir.

6. Ekki eyða tímanum í að rökræða við svokallað flokksfólk (nema þá um skógrækt og annað álíka). það er bara á flokkslínunni

7. Forðist að rökræða trúmál við öfgafólk í trúmálum þá sem efast ekki um að þeir hafi fundið sannleikann

8. Farið sérstaklega varlega ef þið eruð giftar/kvæntir þeim sem þið rökræðið við.

9. Farið alltaf réttu megin framúr á morgnana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

7. Forðist að rökræða trúmál við öfgafólk í trúmálum þá sem efast ekki um að þeir hafi fundið sannleikann

Hvaða fólk er þetta Baldur?  Þjóðkirkjuprestar sem eru á laun við að boða kristni?  Jújú, við skulum rökræða trúmál við þá,  þetta fólk á fullan rétt á að tjá skoðanir sínar og fá gagnrýni á þær.

Matthías Ásgeirsson, 9.1.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Gott nýtt ár Baldur jafnaðarmaður! 

Það er einmitt rökræðan sem er trúmál okkar. Eitt af einkennum þessa dásemdarfólks sem íslendingar eru, þó að þeim hraki og þá sérstaklega hefur Selfyssingum hrakað undanfarið. Ekki einu sinni Ingólfur Bárðarson kemur inn á svið menningarinnar sem Bloggið nú er orðið. Bloggið er í staðinn fyrir tvær stuttar og ein löng eða hvað það var nú á Hrauni forðum daga. Þar bjuggu menn sem rökræddu og roðnuðu ekki þótt talað væri um trúmál eða en alvarlegri mál ens og laxanet. En hvað um það, Ingólfur Bárðarson roðnar ef hann sér kosningaseðil eða Hvergerðing og er það ekki trú heldur er of langt í hvorutveggja.

Wolfang 

Eyjólfur Jónsson, 9.1.2008 kl. 14:43

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Matthías! þú spyrð hverjir eru þetta: Jú, þetta eru þeir sem efast ekki um að þeir hafi fundið sannleikann! Þú ættir að láta af þessari þjóðkirkjuprestafóbíu. það er óþarfi að hnýta í þá þó að þú sért andvígur því þjókirkjukerfi sem hefur þróast hér og á Norðurlöndunum. Ef til vill myndum við ekki taka það upp í dag en ekki er víst að ástæða sé til þess að rífa svo hefðbundið fyrirbæri nema þá í íhugandi rólegheitum. Bkv. B

Baldur Kristjánsson, 9.1.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Góðir punktar!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2008 kl. 09:33

5 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Gott innlegg í rökræðukúnstina.

Smá viðbót um rökræðuefni: Sástu þáttinn Spekingar spjalla í sjónvarpinu í gærkvöldi?

Ég sá bara restina af honum og varð, enn einu sinni, alveg heilluð af Desmond Tutu! Fékk kast áðan og bloggaði um það sem hann sagði. Það sem kveikti í mér var að blessaður biskupinn sagði að Guð væri ekki Kristinn! Svo færði hann auðvitað alveg guðdómleg rök fyrir máli sínu.

Bestu kveðjur,

Soffía. 

Soffía Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 09:42

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jú, þetta eru þeir sem efast ekki um að þeir hafi fundið sannleikann!

Nú veit ég að þú telur mig í þeim hópi Baldur og ert því í raun að hvetja fólk til að hundsa mig og skoðanabræður mína, eflaust eftir ordrum að ofan (það hefur gerst áður). 

Er samt ekki augljóst  að fólk sem fær greitt fyrir að boða tiltekinn sannleika fellur miklu frekar í þann hóp, frekar en hinir sem þeim andmæla?  Ef ekki, er þetta fólk þá ekki hræsnarar upp til hópa, ef þau fá greitt fyrir að boða eitthvað sem þau efast um? 

Matthías Ásgeirsson, 10.1.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband