Hver á alla þessa trukka og trailera?
2.4.2008 | 08:16
Þessar mótmælaaðgerðir minna mig fyrst og fremst á hvað hér er skelfilega mikið af hræðilega stórum trukkum og trailerum á vegum. Af hverju voru strandsiglingar lagðar af þegar búið var að byggja höfn í hverjum firði og annarri hverri vík?
Spyrja má einnig: Hvers vegna er ekki fraktflug á íslandi? Ein sæmilega stór fraktflugvél sem flygi á Akureyri, Egilsstaði, Ísafjörð, Vestmannaeyjar og Höfn gæti meira og minna séð um þetta allt saman.
þetta er auðvitað af því að skattgreiðendur borga vegina og göngin.
Auðvitað er annars ágætt að Íslendingar rísi upp og mótmæli. Eru þeir annars að því? Á ekki Eimskip orðið alla þessa trukka?
Sennilega lítil seinkun á flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er um að gera hjá þeim að gefast ekki upp, halda mótmælum áfram þar til eitthvað er gert í málinu. Leikurinn stóð ekki hæst með fundinum. Nú eru borgarar orðnir pirraðir á þessum mótmælum og þá er um að gera að beina reiðinni að réttum aðilum a.k.a ráðamönnum þjóðarinnar. Höldum áfram að sýna bílstjórunum stuðning :)
Fjóla (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 08:24
mótmælendur þurfa að vita hverju þeir eru að mótmæla
Þórdís Bára Hannesdóttir, 2.4.2008 kl. 09:53
Eimskip og Samskip eiga orðið mest allan flotan sem keyrir í hringi hérna um landið, svo eru nokkrir smáfuglar eitthvað að kroppa. Þeirra öflugastir Ragnar og Ásgeir í Grundarfirði.
Held hinsvegar að þeir hafi allir verið í vinnunni þessa daga. Þarna er meira um að ræða þessa einyrkja sem eru í stanslausum förum úr Lambafelli og víðar með efni til að púkka undir höfuðborgarsvæðið. Það er nefnilega ekki nóg með að það séu að hækka öll aðföng á þá og munar þar mest um olíuna auðvitað, heldur harðnar líka slagurinn um verktakana til að keyra fyrir. Það er nefnilega samdráttur líka.
Landflutningar á vörum fara bara útí verðlagið strax, það hækkar bara gjaldskráin og einyrkinn sem rekur verslun á Þórshöfn eða Bakkafirði getur ekkert annað en sett það ofaná vöruna sem var flutt til hans.
Þetta með sjóflutningana er svo svipað eins og menn ætluðu að tækla íbúðalánasjóð. Eimskip og Samskip sögðu enga þörf fyrir Ríkisskip, þeir væru svo rosa öflugir að þeir gætu sinnt þessu mun betur. Um leið og pakkinn var settur í hendurnar á þeim var sjoppunni lokað, skipin seld eða gefin (eru öll á fullu annarstaðar ennþá, rakst á eitt í Noregi á dögunum) og keypt einhver hundruð trukka á vegina og prísinn upp úr öllum skörðum, landsbyggðin borgar óráðsíuna.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 10:06
Mjög góður punktur. Nánast allir staðir eru með góðar hafnir og vegakerfið okkar þolir þetta ekki endalaust. Aðeins einn flokkur á Alþingi hefur barið ötullega fyrir strandsiglingum en það er ekki vel tekið hjá ríkisstjórninni. Þetta dæmi með Eimskip og Samskip er náttúrulega fásinna. Margir halda að allri þjónustu sé betur varið hjá einkaaðilum en þetta afsannaði það ásamt mörgum öðrum staðreyndum.
Daníel Haukur, 2.4.2008 kl. 10:34
Baldur þú ert vel meinandi maður. Hvað eiga þeir að gera sem ekki eru búsettir á þeim stöðum sem þú nefndir? Og hvað eiga þeir að gera sem krefjast þess að flytja eigi vöruna á sem skemmstum tíma milli staða, t.d. fisk?
Strandsiglingar geta ekki keppt við flutninga á þjóðvegum. Flutningaskip eru svo hægfara. Ég vildi nú ekki fá grænmetið þriggja daga gamalt grænmeti hingað á Skagaströnd eða annan álíka mat, t.d. kjúklinga.
Strandsiglingar koma ekki aftur, það verður aldrei möguleiki á að fljúga með þungavöru á milli staða. Hagkvæmnin byggist á hröðum flutningum á milli staða, skjótri þjónustu, og litlu staðirnir njóta þess að hægt sé að halda úti skilvirku flutninganeti á landsbyggðinni.
Auðvitað eiga skattgreiðendur að fjármagna vegakerfið enda er gott samgöngunet grundvöllur þess að landsbyggðin geti lifað. Hins vegar vantar mikið upp á að vegakerfið sé nægilega gott.
sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 10:58
Ég held nú Sigurður að dagvara í verslanir hafi verið búinn að vera í bílum lengi áður en Ríkisskip var aflagt. Klárlega er mikið af þungavöru í bílum sem væri betur komið í skipi. Það verður hinsvegar aldrei aftur þannig að það verður að gera vegina þannig úr garði að þeir þoli þessa gríðarlegu flutninga.... mér heyrist hinsvegar fáir vilja greiða reikninginn, allavega ekki í gjöldum á eldsneytið?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 11:23
Flutningar á vegum er hagkvæmasti kosturinn. Um það er ekki ekki hægt að deila og skiptir engu hvort einhverjir vilji „berjast ötullega“ fyrir strandsiglingum, þeir berjast þá fyrir heimskulegum málstað.
Ég held, Hafsteinn, að dagvaran sé aldrei lengi í bílunum, aðeins þann tíma sem tekur að skila þeim á áfangastað. Bíllinn er í stöðugri notkun, í því er m.a. hagkvæmnin fólgin.
Við komumst ekki hjá því að laga vegakerfið. Með sífjölgandi ferðamönnun sem búast má við að þeir verði innan sjö ára um ein milljón. Það segir sig nú sjálft að núverandi vegakerfi dugar ekki. Tvöfaldar akgreinar í kringum landið er það sem koma skal og skilið á milli akstursstefna.
Önnur framtíðarsýn er hreinlega út í hött miðað við óbreytta tækni. Þess vegna sem og vegna byggðaþróunar þurfum við göng í gegnum fjöllin fyrir austan og á Vestfjörðum og sætta okkur við það að það er landslagið sem skiptir mestu máli í vegagerð ekki íbúafjöldi.
Svo er það allt annað mál hvernig staðið hefur verið að samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um meginþætti eins og t.d. Sundabraut eða flugvöllinn. Þar hafa menn ekki einu sinni haft fyrir því að móta framtíðarsýn byggða á fjölgun bíla.
Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:40
...Ég átti nú ekki við það að dagvaran hefði farið inní bílana í tíð Ríkisskipa og væri þar enn. Heldur að dagvara hefur lengi verið flutt með bílum og á náttúrulega ekki erindi öðruvísi. Þungavara alskonar getur hinsvegar verið í skipsfrakt svo sem veiðarfæri t.d. vélar allskonar og svo mætti lengi telja. Þér láðist alveg að nefna hvernig á að borga alla nýju vegina, ef við gefum okkur að vegagjaldið verði lækkað eins og þrýstingurinn er á..?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 12:14
Stjórnmálamenn eru stundum ansi háðir ýmsum hagsmuna- eða þrýstihópnum. Veit ekki hvort ég eigi að telja þá upp hér en í Bandaríkjunum er til starf "lobbíista" sem hefur þann eina starfa að sitja fyrir þingmönnum í forsölum þingsins. Þeir eru á launum hjá hagsmynasamtökum. Stjórnmál ganga ansi mikið út á að hlusta, taka hagsmuni heildar og ákveða. Mótmælaaðferðir bílstjóra er nýung á Íslandi og hugsanlega mun þetta leiða til þess að menn sameinist að mótmæla á fleiri sviðum. Hvað með samtakamátt bílstjóra að mótmæla samræmdu bensínverði olíufélaganna? Hvað með að mótmæla vöxtum, landbúnaðarkerfi, verði á grænmeti eða eftirlaunakjör þingmanna?
Sósíaldemókratísk mótmæli eru af hinu góða.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:01
Ríkissjóður hefur alveg efni á bæta vegakerfið sem og aðrar samgöngur, jafnvel þó álögur á eldsneyti verði lækkaðar. Hverjar skyldu vera tekjur ríkissjóðs af bílum og eldsneyti? Hvaða fjárfestingar aðrar skila eins miklu til baka eins og góðar samgöngur?
Hins vegar trúi ég því ekki fyrr en ég tek á því að Gísli Baldvinsson sé orðinn sósíaldemókratískur ... Síðast þegar ég vissi var hann mildur hægri maður og stóð sig vel sem slíkur.
Landsmenn eiga rétt á að mótmæla því sem þeim sýnist og skiptir engu máli hvort þau heita sósíaldemókratísk, kommúnísk eða eru bara án gamaldags formerkja. Ég styð bílstjóra heilshugar og lýsi yfir ánægju minni yfir framtaki N1 að lækka eldsneyti, fyrirtækið er vakandi eins og það á að vera þótt lækkunin sé aðeins fyrir daginn.
Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 18:22
Blóð mitt er blandað Sigurður. Föðurafinn stofnaði Alþýðuflokkinn. Orðið sósíaldemókratískur er ansi vítt. Gunnar Thoroddsen teldist sósíaldemókratískur í dag.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:55
Flutningur með skipum er orðið úrelt og algjört virðingaleysi við kúnnanna eins og Sigurður Sigurðsson bendir réttilega á. Minnir svolítið þegar poki kom um borð í einn togara og það stóð á honum"togarakjöt" þ.e. þegar húsmæður voru búnar að velja bestu bitana eða þegar það var farið að verða svolítið gamalt, var það sett í pokana merkt "togarakjöt".
Það verða vonandi víðtækari mótmæli í verki næst, en trukka bílstjórar eiga allan heiður skilið fyrir sitt framtak, lögreglan ætti að skammast sín fyrir tvöfeldnina í viðræðum við þá.
Að einhver frá Ríkistjórn eða jafnvel bara þingmaður hafi ekki komið á staðinn, sýnir bara í verki hvað hún ætlar sér þegar við almúga skríllinn ætlum að vera með einhver mótmæli gagnvart þessari glæpastjórn sem situr að völdum núna.
Lögreglan hefði átt að sina stuðning sinn með því að láta ekki sjá sig. Það er þegar búið að ákveða að næstu aðgerðir verði stærri og ákveðnari. Og vonandi víðtækari.
Ég held að þessi glæpalýður og siðleysingjar sem kalla sig Ríkisstjórn viti ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig með þessu fáránlega rugli og ráðaleysi sem þeir eru í. Svo er þeir að búa til sögur um útlenska sökudólga til að beina athygli fólks frá sjálfum sér...ógeðslegt pakk allt saman..
Óskar Arnórsson, 2.4.2008 kl. 23:36
Það er líklega með hafnirnar eins og sláturhúsin, frystihúsin, heimavistarskólana og fl. En varðandi samgöngurnar þá þurfum við bara vegi sem þola þessa þungaflutninga,- gera samgöngur greiðari og öruggari á allan hátt.
Anna, 3.4.2008 kl. 00:41
Hmmm... Já, það er bara það..? Það er nú trúlega einhver ágreiningur um þannig hugmyndir Árni..?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.4.2008 kl. 09:24
Ástæðan fyrir því að strandsiglingar lögðust af voru þær að skipin hættu að vera samkeppnishæf við landflutningana. Landflutningar eru í raun stórlega niðurgreiddir þar sem að skatttekjur af þungu trukkunum eru enganveginn nægjanlega háar til þess að dekka kostnaðinn við mikið aukna viðhaldsþörf þjóðveganna. Það ætti ekki að lækka skattana á trukkana það á að hækka þá.
IG (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:04
Það er mikill misskilningur IG eða hvað þú nú heitir, að skipin séu ekki samkeppnisfær við bílana, aldeilis fráleitt, það sérðu bara með því að kynna þér málið. Það kostar miklu meira að koma innihaldi úr 40 feta gámi á Hornafjörð frá Reykjavík heldur en frá Reykjavík til Bretlands og aftur til baka t.d. með skipi.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.4.2008 kl. 17:24
Afsakaðu nafnleysið Hafsteinn og að sjálfsögðu séra Baldur... Ef það væri
hagkvæmara fyrir Eimskip t.d. að flytja farminn með skipi frá Reykjavík til
Hornafjarðar þá myndu þeir gera það. Minn punktur er sá að það er
hagkvæmara fyrir þá að gera það á landi vegna þess að landflutningar eru í
raun niðurgreiddir. Þessir stóru þungu bílar leiða til þess að álagið og
viðhaldsþörfin á þjóðvegunum er margfalt meiri og það eru ekki
flutningafyrirtækin sem borga fyrir það heldur eru það skattborgarar sem
borga fyrir það. Þess vegna er sjóleiðin ekki samkeppnisfær. Fyrirtækin
velja að sjálfsögðu þá leið sem gefur mestan arð sem er þeirra réttur. Það
þarf hins vegar að leiðrétta það umhverfi sem þau starfa í og rukka þau af
alvöru fyrir aðganginn að þjóðvegunum. Þess vegna hef ég enga samúð með
trukkabílstjórunum. Ég fæ það á tilfinninguna að þeir séu að reyna að
þrýsta á um skattalækkun sem er ekki sanngjörn gagnvart öðrum borgurum
þessa lands.
Ef að rekstrarumhverfið væri réttlátt og sanngjarnt þá væru enn þá virkir
sjóflutningar hér á landi.
IG (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:57
þetta finnst mér vera rökrétt. kv. B
Baldur Kristjánsson, 4.4.2008 kl. 22:17
Sæll Baldur, skemmtilegar pælingar hjá þér varðandi vöruflutninga.
Verður aldrei hægt að fljúga með þungavöru á milli staða? Ég veit ekki hvað þú hefur fyrir þér í því Sigurður en hvað heldur þú að sé verið að gera með þessum vélum sem þú getur lesið um í tenglunum hér að neðan? Þessar vélar bera álíka þunga og eitt stk. flutningabíll eða um 20-23 tonn!
http://www.airliners.net/photo/Lockheed-L-100-30-Hercules/0301818/M/
http://www.airliners.net/photo/Safair/Lockheed-L-100-30-Hercules/1162270/M/
http://www.safair.co.za/index.php?option=3&id=1&com_id=61&parent_id=48&com_task=1
Ég nennti ekki að leita að rússneskum flugvélum sem ég veit að henta mjög vel til vöruflutninga hér innanlands og læt þetta nægja.
Tíminn virðist alltaf verða dýrari og dýrari þannig að ég geri ráð fyrir að svona vélar eða einhverjar álíka komi til með að þjóna vöruflutningum óþolinmóðra Íslendinga í framtíðinni. Ef nægur flutningur fæst þá þarf ekki að vera svo dýrt að flytja vörur með flugi innanlands.
Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.