Í tilefni af Kilju- leið skilnings eða leið öfga!

Í Evrópu nútímanns er það gæfa milljóna manna, kristinna manna, gyðinga sem múhameðstrúarmanna að þeir lifa saman í sátt og samlyndi þrátt fyrir það að þeir séu ekki fæddir á sama blettinum, séu mótaðir af mismunandi menningu og játi ekki sömu trú. Þetta tekst yfirleitt mæta vel. Þó að viðfangsefnið sé alls ekki alltaf auðvelt auðgar það líf flestra. Mikið vantar þó upp á algjöra fegurð. Þannig ber mikið á árásum á Gyðinga og Múslima í Evrópu og viðurkennt er að þessir hópar og aðrir minnihlutahópar eru misrétti beittir hvað varðar atvinnu, húsnæði, menntun og nánast á öllum sviðum mannlegs lífs.

Málið er að ef leið samtals og skilnings fer ekki fram, leið sem flestir múslimar í Evrópu aðhyllast, leið sem flestar ríkisstjórnir svokallaðra Arabaríkja aðhyllast, leið sem flestar kirkjudeildir aðhyllast, leið sem bæði Evrópuráðið og Evrópusambandið eru einhuga um að fylgja og fylgja fram af fullri einurð, leið sem allar ríkisstjórnir Evrópuríkja fylgja, sé þessi leið ekki farin þá mun bresta á í Evrópu stríð skilningsleysis og haturs.

 Raunveruleiki nútímans er að í öllum ríkjum Evrópu býr fólk af ólíkum uppruna sem játar mismunandi trú.  Það er enginn annar vegur til en vegur samtals og skilnings. Ef sjómnarmið islamista ná yfirhöndinni eða þá sjónarmið öfgafullra kristinna manna mum ríkja stríð skilningsleysis og haturs í Evrópu um ófyrirsjáanlega framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband