Feministar dregnir af leið!
4.4.2008 | 17:35
Pabbi þarna er kona sagði dóttir mín 3ja ára og benti á Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Við vorum að horfa á fréttir af leiðtogafundinum í Rúmeníu. Í tröppum höfðu stillt sér upp fyrir myndatöku ca. 18 karlar og ein kona. Á meðan ég var að reyna að koma auga á Geir kom barnið auga á konuna í hópnum og varð furðulostið.
Áður var það Thatcher, nú Merkel, ein kona, ein skrautfjöður. Það hefur ekkert breyst.
Á meðan eru karlarnir á Íslandi búnir að draga feministana á Íslandi út á sitt uppáhaldsumræðusvið: Hvort að konur eigi að vera berbrjósta í sundlaugum eða ekki!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stúlkan hefur náttúrulega orðið standandi hissa á því hvað konan var að flækjast þarna í karlagerinu !!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.4.2008 kl. 17:54
Skynug stúlka, vonandi þykir þetta ekki merkilegt þegar hún verður komin með kosningarétt. En mikil lifands skelfingarósköp gengur hægt að breyta þessu. Ég tel að fjölmiðlar beri þar þunga ábyrgð sjá bloggfærslu mína fyrr í kvöld. kveðja
Erna Bjarnadóttir, 4.4.2008 kl. 20:15
Svona, svona, nú eru karlmenn jafnvel farnir að ganga með!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:14
Að barnið skuli hafa tekið eftir þessu og haft orð á því þykir sjálfsagt krúttlegt en ef femínisti hefði bent á misræmið hefði hún líkast til verið sögð væla. Það er vandlifað. Einhvernvegin fæ ég ekki séð að sökin á þessu misrétti og það hversu illa gengur að leiðrétta það sé okkar femínistanna.
Hr. Matthildur
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.4.2008 kl. 21:18
Ég held að jafnréttissjónarmiðin séu lengra á veg komin í viðskiptalífinu heldur en á stjórnmálavettvangi, svo öfugmælalegt sem það annars hljómar. Skýringin liggur í sífellt meiri menntun kvenna. Í stjórnmálunum er það ekki menntunin sem skilar fólki endilega frama, heldur eru þar oft önnur gildi sem ráða úrslitum hver kemst áfram og hver ekki.
Marta B Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.