Kynþáttafordómar í fótbolta

það er ekkert nýtt að fólk beri sig af fíflaskap þegar það fjallar um fótbolta og ber ekki að taka of alvarlega en kynþáttafordóma sem sjá má í kommenti ungrar stúlku í bloggi við þessa frétt ætti ekki að líða.  

Víða  er unnið að því að útryma rasisma úr fótbolta. Við hér ættum ættum að sjá sóma okkar í því að gera það líka. Komment unglinga hér og annarsstaðar benda eindregið til þess að uppalendur og skólakerfi standi ekki vaktina.


mbl.is Didier Drogba: Ber ekki lengur virðingu fyrir Benítez
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú verður nú að afsaka en ég hef nú séð það "SVARTARA".  Ég upplifði þetta ekki sem kynþáttafordóma hjá henni frekar en að ég kalli leikmen Manhcester United spassa og rækjur. Ef pólitíska rétttrúnaðarkirkjan ætlar að fara að brenna einhvern fyrir  kynþáttafordóma vinsamlega gerið það þá þegar VIRKILEG ÁSTÆÐA ER TIL.

Brynjar Jóhannsson, 30.4.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er engin rökstuðningur fyrir kommenti að þú hafir séð verri rasisma en þetta. Þú tilheyrir sennilega þeirri kynslóð sem vaktinn hefur ekki verið staðin fyrir.

Fræðimenn á þessu sviði telja ,,mildan" rasisma engu betri en hinn.  Hann smitar ákveðnu viðhorfi út.

Baldur Kristjánsson, 30.4.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Bíddu þarf ég koma með rök fyrir verri rasisma Baldur ??? .. það er nú nóg af taka t.d get ég nefnt rasistasíðuna skaparinn.com en þar er hreinræktaður og raunverlulegir kynþáttafordómar í gangi sem sýna mikla og ógnvekjandi fordóma í garð annarra kynþátta. Mér þykir þú ansi fordómafullur í minn garð ef þú ætlar að fara að reyna að halda því fram að ég hafi ekki fengið þessa pólitísku "RÉTTTRÚNAÐARVAKT". Síðast þegar ég vissi þá fyrirþekkt varla fordómalausari maður en akkurat ég sjálfur. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að þú sést að rausa yfir því að það þurfi að vakta yngri kynslóðir gegn rasisma þegar ég fæ ekki betur séð en sú kynslóð sem þú tilheyrir og koma rétt á undan mér eru miklu fordómafyllri í garð útlendinga en yngra fólk.  Ef ég má ekki lengur kalla kellingar kellingar ... svertingja svertingja .. homma homma og druslur druslur .. þá er nú fokið í flest skól. stelpan kallaði manninn SVERTINGJA. á sama tíma lýkti ég leikmönnum Manhcester United við þroskahefta krakka í öskjuhlíða skóla í mínu gálgagríni sem SIÐFERÐISPOSTULA eins og þér þykir nátturulega SORGLEGT en ekki fyndið. Ég geri ráð fyrir að þér þyki að ég ætti að segja 59 maríbænir fyrir að hafa mig svona frammig og morgunblaðið ætti að setja mig bann fyrir þessi ummæli min. Stúlkan sagði þetta augljóslega í gríni og ég hef séð Mörg miklu meiri ærimeiðindi um heimsfræga íþróttamenn á blaði eins og t.d um Michael Shumacer þar sem er fullyrt að hann hafi skítlegt eðli

NOTa bene.. Ég gef skít í fræðimenn sem bulla bara tóma FROÐU. Nóg er nú til af þeim.  Það er löngu vitað að eftir að hommar fóru að gera grína af sér og svertingjar líka.. þá hættu þeir að vera viðkvæmir fyrir orðum eins og nigger ... fagit... Sama á við að þegar ungir karlmenn fóru að kalla ungar kærustur sínar kellingarnar sínar... þá hætti þetta orð að virka særandi.

aðalmálið er að þessi stúlka var EKKI MEÐ FORDÓMA... HÚN VAR AÐ GRÍNAST.  

Þannig að ef þú ætlar að vera með einhvern áróður í garð ungs fólks afhverju beinir þú þessu á ekki af fólki á þínum aldri ? .. Skúli Skúlason fór nú ofttsinnis offörum í tali sínu um múslima sem dæmi. 

Ég vísa þessum fullyrðingum þínum á bug og tel þær uppræta fordóma þína í garð þessarar konu.  

Brynjar Jóhannsson, 30.4.2008 kl. 19:58

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er ekkert meðalhóf í þessu hjá þér og þú virðist ekki hafa lesið athugasemd mína. Punktur minn er þessi. ,,mildur rasismi" er ekki hótinu betri en hinn. Gangi þér vel. kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.4.2008 kl. 20:15

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Það er ekkert meðalhóf í þessu hjá þér og þú virðist ekki hafa lesið athugasemd mína. Punktur minn er þessi. ,,mildur rasismi" er ekki hótinu betri en hinn. Gangi þér vel. kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.4.2008 kl. 20:16

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Baldur

Ég skil nú ekki alveg þetta með meðalhóf ? ... þú varpar fram fullyrðingu að uppalendur og skólakerfi hafi ekki staðið vaktina sína. Mér þótti og þykir það lýsa dæmigerðu tali  sem byggir á því að næsta kynslóð á eftir sé miklu verra innrætt en sú sem kom á undan. Mín reynsla er akkurat öfug.

Jú ég las færsluna þína... Þú sagðir að mildur rasismi sé ekki hótinu skárri en hinn ( þá væntanlega grófari rasismi) ...  Þú baðst mig um að koma með rök fyrir verri rasimsa og ég nefndi þau. Ég gagnríndi þig því að að fyrir mér var þetta ekki dæmi um rasisma og því skot sem fór gjörsamlega yfir markið.. Þetta var augljóslega spaug hjá þessari stúlku með engum illum ásettningi en hitt er að það má alltaf deila um hvort það hafi verið fyndið.  Um það snérist gagnríni mín.

Já og gangi þér vel.  

Brynjar Jóhannsson, 30.4.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband