Hjúkrunarfræðingar: Gefið ríkinu frest!

Þessa deilu verður að leysa. Ég þekki fólk sem er á biðlistum eftir brýnum aðgerðum. Svona deilur leggjast illa í það fólk.  Fólk á biðlistum t.d. eftir hjartaaðgerðum gæti dáið.  Þessi deila er því alvörumál. Hún gæti teygt anga sína út í kirkjugarða.  Ég skora á hjúkrunarfræðinga að gefa ríkinu frest og ég skora á ríkisvaldið að draga að sér bláa loppuna.

Einn angi þessa máls er að stéttir vilja ekki komast undir vinnutímaákvæði ESB. Ég hélt að það ætti að vera báráttumál frekar en hitt.


mbl.is Hjúkrunarfræðingar funda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Auðvitað er þetta alvörumál, ég held ekki að neinn ímyndi sér annað -- en ábyrgðin er ríkisins. Það er ríkið sem á að gefa hjúkrunarfræðingunum breik. Ríkið hefur fengið allan þann frest sem það á að geta þurft.

Vésteinn Valgarðsson, 30.4.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Bumba

Algjörlega sammála Vésteini, það er reynt til þrautar langlundargeð hjúkrunarfræðinga. Meiri vitleysan. Með beztu kveðju.

Bumba, 30.4.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Sjálfstæðisflokkurinn treysti því að hjúkrunarfræðingarnir gæfu eftir - stillti þeim upp við vegg - og brást ekki við fyrr en flokkurinn sat eftir með buxurnar á hælunum!  Vinnutímaákvæðið er aðeins fyrirsláttur. Spái því að hjúkrunarfræðingarnir gefi ríkinu mánaðarfrest - því það eru þeir sem hafa verið ábyrgir - og hafa hag fólks að leiðarljósi - ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem kom þessu öllu í hnút með hrokafullri framkomu gagnvart hjúkrunarfræðingunum!

Hallur Magnússon, 30.4.2008 kl. 20:39

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Æji, svona deilur leggjast alltaf illa í sjúklinga líka þá sem maður þekkir ekki. Ábyrgðin er spítalans eða ríkisins. Ef þeir vilja ekki ganga að kröfum hjúkrunarfræðinganna þá hefðu þeir átt að vera búnir að útvega nýja í stað þeirra sem hætta.

Þóra Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 20:50

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæl Þóra!,,Það fólk" vísar í ,,biðlista" góða ekki í ,,þekki".  kv. B

Baldur Kristjánsson, 30.4.2008 kl. 20:54

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég veit, þetta var frekar illkvittnislegt hjá mér. Ég vil samt ítreka að mér finnst ábyrgðin fyrst og fremst liggja hjá stjórnendum spítalans. Nú þegar þetta er skrifað hefur þessum breytingum verið frestað um heilt ár. Vonandi tekst á þeim tíma að finna viðunandi lausn. Kv. Þóra

Þóra Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 21:11

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðlaugur Þór dró vaktabreytingarnar til baka - og gefur mönnum ár til að ná ásættanlegri aðlögun að vinnutímaákvæðinu.

Guðlaugur Þór er maður að meiru fyrir vikið!

Hallur Magnússon, 30.4.2008 kl. 22:07

8 identicon

Allir sem standa vel saman vinna.  Guðlaugur Þór er ekki fæddur í gær, hann reddaði þessu á síðustu stundu, og vonandi lærði hann það, að hann má ekki treysta á síðustu mínóturnar framvegis. 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 22:51

9 Smámynd: Adda bloggar

amen

Adda bloggar, 30.4.2008 kl. 23:26

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðvitað var ábyrgðin LÍKA hjúkrunarfræðinga. Annars er það lenska í vinnudeilum að fólki finnst að heilbrigðisstéttir þurfi aldrei að bera ábyrgð, aðeins vinnuveitendur þeirra, ríkið. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.5.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband