1. Maí uppstiginn, farinn, horfinn, kemur hann aftur?

Í dag renna saman Uppstigningardagur og baráttudagur verkalýðsins 1. maí.  Dagurinn hefur verið tengdur verkalýð frá 1889 þegar samþykkt var tillaga frá Frökkum á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks.

Þessi dagur var annars rótgróinn frídagur í sunnanverðri Evrópu. Sumar og vetur mætast um þetta leyti. Kirkjan helgaði 1. maí dýrlingnum Valborgu sem var ensk prinsessa, trúboði og abbadís í Þýskalandi.

Árið 1923 var fyrst gengin kröfuganga á 1. maí á Íslandi. Dagurinn varð lögskipaður frídagur á Íslandi árið 1972 en til samanburðar má geta þess að ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð gerði daginn að frídegi árið 1938.

Uppstigningadagur á rætur í uppstigningu Jesú Krists til himins og er 40 dögum eftir páskadag. Jesú hafði.,samkvæmt ritningunumn, birst lærisveinum sínum af og til en varð síðan upp numinn til himins að þeim sjáandi. Frá því segir bæði í lok Lúkasarguðspjalls og í byrjun Postulasögunnar en þessar bækur eru taldar eftir sama höfund.

Kirkjan hefur gert Uppstigningadag að degi aldraðra og er helgihald dagsins yfirleitt tileinkað öldruðum.

Mér hefur alltaf þótt val á þessum degi sem dagur aldraðra svolítið kaldhæðnislegt eða húmorískt. Jafnframt orðið var við að sumir skilja hvað ég á við aðrir ekki.

Í dag þegar þessir dagar rekast saman getum við metið hvort verður ofar í hugum manna  Verkalýðsbaráttan eða Upprisan.  Hefðbundin verkalýðsbarátta hefur liðið sitt fegursta í bili. 1. maí er í nokkrum skilningi uppstiginn til himins. Spurningin hvort hann kemur aftur eins og ætlað er með frelsarann?

(Upplýsingar um 1. maí fengnar af Vísindavefnum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Reyndi að gera þessum degi viðeigandi skil í "hugvekju" í H'usavíkurkirkju í dag.   Um það má lesa á www.bensi.is

Benedikt Sigurðarson, 1.5.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband