Kaldhæðnislegir aulabrandarar!

Ég lenti í því að vera lagður inn á Landsspítalann í tvo daga sem er nú ekki í frásögu færandi. Hjá mér var þetta jákvæð reynsla. Það var skemmtilegt að liggja á stofu með þremur öðrum.  Vakna upp við brandara, kaldhæðni og leggja sjálfur til slíkt.  Kynnast lífsferli bláókunnugra manna.  Láta koma fram við sig eins og prins.  Fá athygli og mat í rúmið.

Það vantar tilbreytingu í daglegt líf.  Maður vaknar upp á hverjum þeim morgni sem guð gefur með sömu manneskjunni og sama krakkastóðinu.  Á ferðlögum –einn á tilbreytingasnauðu tveggja stjörnu hótelinu.

Vonandi verður ,,tilbreyting” manns ekki fólgin í tíðum ferðum á Landsspítalann svo sem er hlutskipti margra og þeir hinir sömu eru auðvitað beðnir afsökunar á svona léttúðlegum skrifum.

Hins vegar gæti ég breytt um.  Gengið í norska herinn eða farið í vegavinnu og vaknað þá upp í vegavinnuskúrum eða hermannaskýlum. Á slíkum stöðum vakna menn upp við kaldhæðnislega aulabrandara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Ég er svo feginn hvern þann dag sem ég fæ að vakna með sömu manneskjunni og sama krakkastóðinu. Ég vil helst alls ekki vakna öðruvísi...

Sigþrúður Harðardóttir, 8.5.2008 kl. 19:51

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Fyrirgefðu Hallgerður.  Fyrst þú spyrð. Þetta hefur ekkert að gera með fínt og ófínt. þetta er hjartnæm kveðja til mannanna sem ég hitti og svolítill uppveltingur á því hvað gefur lífinu gildi.  Smá stemmning blandin kaldhæðni.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 9.5.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband