Sómi að Frjálslyndri Sjálfstæðiskonu á Skaga

Mikill sómi er að Sjálfstæðismönnum á Akranesi og fyrrum fulltrúa Frjálslyndra í bæjarstjórn þar að bíta af sér úrtöluraddir þegar kemur að því að veita konum og börnum, flóttamönnum frá Palestínu athvarf.  Við Íslendingar höfum góða reynslu af því að taka á móti flóttamannahópum.  Þau bæjarfélög sem það hafa gert  í samvinnu við Félagsmálaráðuneytið og Rauða krossinn hafa staðið mjög vel að málum og fjarstæða að ætla annað en að Akranes sem er mjög öflugur staður ráði við hlutverkið með miklum myndarskap.

Þrátt fyrir þessa móttöku höfum við Íslendingar ekki staðið okkur vel í móttöku flóttamanna hvað fjölda þeirra varðar og mættum gera betur.  Í heiminum er aragrúi fólks á vergangi, á flótta og það hvílir hreinlega siðferðileg skylda á þjóðum heims að veita þessu fólki athvarf.

Svo mættum við gjarnan til þess að rétta við orðstí okkar veita nokkrum pólitískum flóttamönnum hæli á ári hverju.  Talan 1 sem hefur fengið pólitískt hæli síðan sautján hundruð og súrkál er höfð að háði og spotti hjá þeim sem fylgjast með þessum málum.

 


mbl.is Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Frjálslyndi Svía og Dana í þessum efnum er farið að segja til sín.

Júlíus Valsson, 14.5.2008 kl. 16:09

2 identicon

Þú varst orðheppinn með þennan titil

 Ég verð nú samt að vera ósammála um það að sómi sé af þessari konu. Mér finnst þetta bera vott um mikla tækifærishyggju. Þetta kemur mér þó ekki á óvart enda virðast Frjálslyndir vera mjög ósamstíga og framtíð flokksins er ekki björt.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 18:37

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Við ættum að forðast það eins og við forðumst að verða fyrir snjóflóðum og aurskriðum, að laða hingað flóttamenn frá múslimalöndum, sbr. nýjustu færslu mína.

En hvað er að gerast með föðurnafnið hennar Bjarkar? Er hún farin að kenna sig við einhver Vilhjálm í stað Vilhelms eins og mig rekur minni til?

Svo er nú ekki rétt hjá þér Baldur að líkja flóttamönnum frá múslímaheiminum saman við flótta Íslendinga til Kanada og Ameríku fyrir 120 - 140 árum. Við erum að flytja til landsins vandamál sem við losnum aldrei við nema með aðferðum sem við viljum helst ekki taka þátt í eins og við hugsum í dag.

Sigurður Rósant, 14.5.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Samansúrraður ertu. kv. B

Baldur Kristjánsson, 14.5.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband