Umdeild virkjun við Ölkelduháls!

Það er augljóst að tilfinningahitinn í Hveragerði og nágrenni vegna fyrirhugaðrar virkjunar við Ölkelduháls lýsir upp vanda sem sunnlenskir sveitarstjórnarmenn hafa ekki verið menn til að leysa undanfarin ár og áratugi. Það eru ekki nema þrjú ár síðan sveitarstjórnarmenn í Ölfusi og í Hveragerði lögðust gegn sameiningu.

Sveitarfélagið Ölfus umkringir Hveragerði og dekkar þar öll fjöll og firnindi.  Það liggur svo í þokkabót fast upp að Selfossi.  Þetta  er auðvitað gömult og úrelt skipan.  Þegar hún varð til voru þessar byggðir fámennar og Þorlákshöfn varla til.

Nú eru menn að bíta úr nálinni með þetta. Skipulagsvald skiptir máli. Það skiptir höfuðmáli fyrir fólk að hafa eitthvað um nánasta umhverfi sitt að segja. Fyrir 50 árum skiptu sveitarfélagamörk helst máli varðandi fjallskil og annað slíkt. Nú geta menn með virkjunum og verksmiðjum haft veruleg áhrif á lífsgæði hvors annars.

Ölfusingar verða að fara með skipulagsvald sitt af nærgætni.  Það kann ekki góðri lukku að stýra ef illindi þróast milli þessaar nágrannasveitarfélaga sem auðvitað ættu að vera ein stjórnskipuleg eining.

Vitaskuld ætti Árnessýsla öll að vera eitt skipulagssvæði, eitt sveitarfélag. Þetta gamla fyrirkomulag er farið að standa henni fyrir þrifum og mun gera það í enn ríkara mæli á næstu árum og áratugum.

En forystumenn byggðarlagsins jafnt þingmenn sem sveitarstjórnarmenn hafa kosið að láta höfuðið á sér snúa aftur í þessum efnum.  Eru fastir í gömlum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef skrifað marga pistla um málið á blogginu mínu og reynt að sýna fram á fáránleika Bitruvirkjunar við Ölkelduháls og á hve miklum brauðfótum OR og Ölfus standa í því máli.

Ég skora á þig að lesa pistlana mína og athugasemdirnar við þá, Baldur...  og reyna að hafa áhrif á sveitunga þína og sveitarstjórnina. Ef af virkjuninni verður setur það stóran, svartan blett á allt sveitarfélagið.

Með kveðju,

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er sammála því að Ölfuss og Hveragerði hefðu átt að sameinast, þó ekki væri nema vegna skipulagsmála. En hvort Hvergerðingar væru á móti virkjuninni ef þeir fengju peninga í kassann fyrir hana, er óvíst, þó þeir sýni vandlætingu á því máli nú.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Lýður Pálsson

"Vitaskuld ætti Árnessýsla öll að vera eitt skipulagssvæði, eitt sveitarfélag. Þetta gamla fyrirkomulag er farið að standa henni fyrir þrifum og mun gera það í enn ríkara mæli á næstu árum og áratugum."   

Ég er þér hjartanlega sammála.

Lýður Pálsson, 23.5.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband