Að virkja sína eigin samúð - um sið og siðleysi-
17.5.2008 | 11:10
Siðaður maður verður að skrifa og hugsa um hörmungar heimsins. Það er ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og milljónir flóttamanna í heiminum komi manni ekki við. Örlög fórnalamba jarðskjálftans í Kína og í Burma snerta mann líka. Það er ekki hægt að láta eins og örlög þeirra komi manni ekki við. En það er ekkert auðvelt að virkja sína eigin samúð í heimi sem er svo lítill að maður fréttir um allar meiriháttar hörmungar en samt svo stór að maður nær ekki nema út í garðinn sinn. Ég virkja mína samúð með því að styðja sérhverja viðleitni íslenskra stjórnvalda til að leggja flóttamönnum lið (og hafa ímigust á siðlausu múðri af því tilefni). Ég virkja samúð mína með því að hvetja íslensk stjórnvöld til þess að aðstoða með einhverjum hætti fórnlömb jarðskjálftanna í Kína og í Burma. Jafnframt reyni ég að kíkja út fyrir garðinn minn til þess að gá hvort það er einhver í nágrenninu sem er hjálpar þurfi og með því að leggja því lið í ræðu og riti að samkenndin haldi velli í íslensku samfélagi. En það er svo langt í frá að stutta hjálparhöndin útloki hina lengri hjálparhönd. Að halda fram einhverju í þá áttina væri siðlaust.
Flúðu vegna ótta við flóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Okkur kemur þetta ekkert við á meðan við getum ekki séð sómasamlega um þegna þessa lands. Þú talar um að líta útfyrir garðinn þinn, maður líttu þér nær! Þar fyrir utan, heldurðu virkilega að þú breytir einhverju í Kína? Hvað þá Burma. Það er hræsni falin í orðum þínum, ef ekki bara yfirlæti líka. Byrjum heima. Svo þegar við getum bent á með sanni að hér sé allt í fína lagi, þá má skoða eitthvað annað. FRIÐUR (í kartöflugarðinum HEIMA)
Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 11:18
Þegar gaus í Vestmannaeyjum þá fengum aðstoð víðs vegar að úr heiminum. Það er frábært fyrirkomulag að alþjóðasamfélagið sé tilbúið að stökkva til og veita neyðaraðstoð þegar á þarf að halda. Það er fyrirlitleg afstaða að við eigum ekki að gera okkar þegar náttúruhamfarir eiga sér stað annars staðar í heiminum, þegar við höfum sjálf notið samskonar aðstoðar þegar við þurftum á henni að halda.
IG (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 13:38
Hér á landi var ekki herstjórn sem stelur öllu steini léttara. Og það er enginn að fá að gera neitt á Burma. Og hvað er fyrirlitlegt við að vilja byrja heima? Það er aftur á móti ekkert annað en hræsni að hundsa þá sem þurfa aðstoð hér heima og stökkva svo útí heim að ausa fé og tíma í verkefni sem skila engu. Réttlættu það fyrir einstæðri móður, geðsjúkum án húsnæðis, öldruðum sem liggja í saurnum úr sér af því að það fæst enginn til að vinna fyrir ölmusur og dagpeninga. Ef það er ekki nóg má ég þá benda þér á að það bannar þér enginn, IG, fara til Burma eða Kína og "gera" eitthvað.
Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 14:22
Sammála hverri málsgrein þess ágæta pistils. Þakka þér Baldur.
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.5.2008 kl. 14:32
Það er ótrúlegt að lesa þetta væl í Haraldi. Það er náttúrulega 'frábær' ástæða fyrir því að rétta borgurum í ríkjum eins og Burma ekki hjálparhönd af því að þeir eru undir oki herstjórna og einræðisherra, þeir þurfa enn frekar á hjálp að halda einmitt vegna þess.
Vandamál eldri borgara og einstæðra mæðra hér á landi eru í einhverjum tilfellum ærin en það er heimskuleg veruleikafyrring að líkja saman þeirra neyð og neyð þeirra sem lentu í hamförunum í Burma og Kína.
Ég held að tíma mínum sé betur varið í að vinna við það sem ég geri núna frekar en að stökkva af stað til Burma. Það þýðir það að ég borga háar fjárhæðir í skatta hér á landi sem vonandi verða nýttir til þess að aðstoð þá sem geta enga björg sér veitt í Burma og Kína.
IG (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 14:48
Eitt sinn var skip frá Evrópu að nálgast Beirut í Libanon. Kom þá um borð lóðs og vildi ólmur fá eitthvað að éta og drekka. Háseti (ungur Íslendingur), hljóp til og inn til kokksins. Kom svo til baka með samloku og bjór. Lóðsinn opnaði samlokuna og sá að þar var skinka og salat. Hann sagði "Ég er múslimi og ét ekki svínakjöt". Síðan henti hann samlokunni fyrir borð. Síðan leit hann á dósina og spurði; "Hvað er þetta?". Þetta er bjór, svaraði Íslendingurinn. Ég drekk ekki bjór, Múhammeð bannar okkur að drekka áfenga drykki. Ég skal þá drekka hann, svaraði Íslendingurinn.
Þessi Íslendingur (sem var rétt undir tvítugt) hefur aldrei gert múslim greiða eftir þessar móttökur.
Við vitum aldrei hvernig fólk frá fjarlægum menningarsvæðum nýta sér það sem við gerum fyrir það. Það hefur sýnt sig í Burma og víðar í þessum Asíu- og Afríkulöndum. Sennilega er þetta fólk þakklátast ef það fær fjörugrjót eða skotvopn svo það geti grýtt eða skotið hvert annað.
Sigurður Rósant, 17.5.2008 kl. 15:12
Sigurður Rósant.
Saga þín af þessum ofurheimska íslendingi er lýsandi dæmi um skaðsemi fordóma. Niðurstaða þín gefur til kynna að þú sért ekki bara samþykkur þessum kjána heldur að kjánagnagur hans hafi einhverja móralska skýrskotun til hjálparstarfs þjóða heimsins. Það er ekki bara kjánaskapur heldur "siðlaust" eins og Baldur bendir á.
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.5.2008 kl. 16:04
Aðra sögu kann ég af leigubílstjóra nokkrum sem kom akandi að manni sá lá að því er virtist slasaður á malbikinu. Leigubílstjórinn stöðvaði bílinn fyrir framan "hinn slasaða", steig út og beygði sig yfir manninn og spurði hvort hann gæti hjálpað. Leigubílstjórinn vissi ekki til fyrr en hann fékk einn "spítalavínk" og lá sjálfur hjálparþurfi á malbikinu.
Þessi leigubílstjóri hefur ávallt síðan stuggað við liggjandi mönnum með stórutá hægri fótar.
Sigurður Rósant, 17.5.2008 kl. 16:19
Hver er mórallinn í þessum sögum, Sigurður? Að við eigum ekki að gefa múslimum mat af því að þeir borða ekki svínakjöt? Eða að við eigum að laga aðstoðina að þörfum fólksins?
Seinni sagan virðist segja okkur að sparka í liggjandi menn til að þeir berji okkur nú ekki - eða að fara varlega áður en hjálp er boðin. Betra hefði verið að leigubílstjórinn hefði potað í manninn með tá og samt verið laminn "og eftir það ók þessi leigubílstjóri ávallt framhjá fólki í neyð".
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 17.5.2008 kl. 18:19
Þriðju söguna kann ég að aflakló mikilli á Vestfjörðum. Honum þótti múkkinn oft nærri dauða af hungri þegar bátsverjar innbyrtu aflann. Hann skipaði svo fyrir að gefa skyldi múkkanum innyflin og slógið. Um vorið var múkkinn orðinn svo ofdekraður að allt æðavarp fór úrskeiðis við ströndina. Háhyrnigar gæddu sér svo á æðakollunum sem morgunsnarl. Blikinn blundaði á flúrunum.
Tinna, þú verður sjálf að skynja boðskapinn.
Sigurður Rósant, 17.5.2008 kl. 19:32
IG ef þetta er væl í mér viltu þá gjöra svo vel að útskýra það nánar. Það er eins og hvert annað rugl að ég segi að við eigum ekki að "rétta borgurum ríkja eins og Burma hjálparhönd AF ÞVÍ AÐ ÞAU ERU UNDIR OKI HERSTJ'ORA OG EINRÆÐISHERRA" heldur sagði ég að það væri hræsni að ausa fé í "hjálparstarf" sem SKILAR ENGU. Skilurðu ekki muninn á þessu maður? Og að bera saman neyð fólks á Íslandi og annarstaðar, gerði ég það? Nei ég bað þig að réttlæta TILGANGSLAUSAN PENINGAAUSTUR fyrir því fólki sem sárlega þarf hjálp hér. Skiptir virkilega máli af hverju börnin fá ekki að borða og fólk er svipt allri mannlegri reisn? HA, skiptir það máli? Hver er veruleikafirrtur? Þú ert aldeilis ekki með ef þú heldur að hér sé ekki nóg af fólki sem er í ALVÖRUNNI ALLTAF 'A HUNGURMÖRKUM. Og eins skammarleg og framkoma stjórnar Burma er þá er enn skammarlegra að við, þessi ríka þjóð eigum til peninga fyrir alla aðra en okkar eigin þegna. Finnst þér í lagi að vinna og borga ofurskatta og horfa svo á ömurlegar aðstæður margra sem ættu að vera njóta góðs af vinnusemi þinni og heiðarleika við skattagreiðslur. Er það rétt farið með skattféð þitt? FRIÐUR
Haraldur Davíðsson, 17.5.2008 kl. 22:35
íslendingurinn í sögu herra Rósants er EKKI heimskur! þvílíkir fordómar og ofstæki í þér alltaf Svanur! en annars er fáránlegt að dæma eitthvað útfrá þessar sögu, fólk er eins misjafnt og það er margt
og þó að ég viti að margir skilji það ekki, þá er það rangt að dæma FÓLK útfrá HUGMYNDAFRÆÐI og stimplum. Ég held að bæði Svanur og Sigurður séu sérlega sekir um það...
halkatla, 18.5.2008 kl. 05:13
Anna Karen - "þá er það rangt að dæma FÓLK útfrá HUGMYNDAFRÆÐI og stimplum. Ég held að bæði Svanur og Sigurður séu sérlega sekir um það... "
Ég er sammála þér varðandi Íslendinginn. Hann hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um hvað var í samlokunni, né að lóðsinn væri múslimur sem ekki mátti smakka áfengt öl. Kokkurinn hefur sennilega ekki heldur vitað hverrar trúar lóðsinn var, eða eitt eða neitt um þeirra siði. Veit ekki hverrar þjóðar hann var. En viðbrögð múslimans voru hastarleg og vanþakklát í augum Íslendingsins. Ég er ekki viss um að Íslendingur myndi rétta múslim skinku, pylsu eða bjór í dag, en þetta gerðist fyrir 40 árum eða svo.
En það eru einmitt u.þ.b. 40 ár síðan við Svanur kynntumst fyrst Bahætrú og þá örlítið um leið Islam. Ekki hafði ég hugmynd um það á þeim tíma að múslimir neituðu sér um skinku, pylsur og áfengi. En persónulega dæmi ég ekki múslima af hugmyndafræði þeirra einni saman, heldur miklu fremur af því hvernig þeir notfæra sér gildi (tjáningarfrelsi t.d.) Vesturlandabúa, til þess að koma á gildum Islam og kvennakúgun (pokaklæðnaður kvenna og umskurður).
Það er hvort tveggja í senn fyndið og sorglegt að sjá vinnufélaga sinn ganga í jogging búningi með konu sinni í síðu pilsi, með lak yfir herðar sér niður fyrir mjaðmir og með klút yfir hári höfuðs síns (bara til þess að vekja ekki girnd annarra karlmanna á henni). Og það í yfir 20 stiga hita. Ekki dæmi ég manninn eða konuna, heldur dæmi ég þarna hugmyndafræðina sem fær fólkið til að hegða sér svona á almannafæri. Mér finnst skömm að þessu, þeirra vegna. Ég geri ráð fyrir því að Svani og Önnu Karen þætti það líka, ef þau sæu svona.
Hvað hjálparstörf varðar, þá eru það allt of oft stjórnvöld viðkomandi landa sem einmitt reyna að hindra hjálp frá utanaðkomandi þjóðum sem þeir telja Gyðinga, kristna eða vantrúaða. Þar mætum við hörðum dómum sem sumir kalla "fordóma".
Sigurður Rósant, 18.5.2008 kl. 17:23
Úff eitthvað hefur heldur betur farið úrskeiðis í uppeldi drengjanna Sigurðar og Haraldar.
Ég er viss um að öryrkinn og einstæða móðirinn hefur betri skilning á nauðsyn alþjóðlegs hjálparstarfs en þessir tveir kumpánar.
Katrín, 21.5.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.