Hveragerðisarmur Sjálfstæðisflokksins!

Sjálfstæðisflokkurinn verður að fá bæði debet og kredit fyrir afnám Bitruvirkjunar. Þrátt fyrir álit Skipulagsstofnunar var engin ástæða til að hætta við virkjunina í einum grænum. Það gerði hins vegar meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur örfáum tímaeiningum eftir úrskurðinn.

Nú er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hreinan meirihluta í bæjarstjórn Ölfuss og hreinan meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis.  Orðið í sveitinni segir augljóst að Hveragerðisarmur Sjálfstæðisflokkins hafi orðið ofaná og haft undir Þorlákshafnararm flokksins.  Ástæðuna segja menn þá að Sjálfstæðismenn hér niðurfrá séu svo flokkshollir að flokkurinn sé löngu hættur að taka tillit til þeirra.  Er Suðurstrandarvegurinn nefndur í þeim efnum.

Vel tengdir forystumenn í sveitarfélögum eru í sambandi við forystumenn í sínum flokkum. Þannig hefur verið hnippt í Orkuveituna þar sem Sjálfstæðisflokkur einn hefur (ekki alveg hreinan) meirihluta og aldrei þess vant tók sá meirihluti af skarið.

Nú má það vel vera að afnám Bitruvirkjunar hafi verið mikil blessun. Um það fjallar þessi pistill ekki. En Ölfusingar eru sárir. Þeir geta þó sjálfum sér um kennt. Seldu burt í álver rafmagn úr öðrum virkjunum á Hellisheiði í stað þess að gera þá kröfu að það rafmagn færi í atvinnustarssemi hér.  Til málsbóta hafa þeir það að slík hugsun var ekki á hverju strái fyrir sex til átta árum.

Hitt er svo umhugsunarefni að Bitruvirkjun varð e.t.v. fórbnarlamb úreltrar sveitarfélagaskipunar (sbr. færslu mína hér um daginn). Hver veit nema Bitruvirkjun hefði orðið að veruleika ef Hveragerði hefði haft skipulagsvaldið og orðið sjálft að bera ábyrgðina á því að hafna virkjuninni. Það hleypti illu blóði í þá að Þorlákshöfn gæti skipulagt landið við þeirra bæjardyr og þess vegna breytt náttúruperlu í iðnaðarsvæði.

En tæplega hafa Ölfusingar sagt sitt síðasta orð. Þeir eiga röskan sveitarstjóra sem var í farabroddi ungra sveina frá Djúpavogi sem fór suður forðum til að fella Þorstein Pálsson og kjósa Davíð Oddsson.  Það hlýtur að hafa myndast inneign......eða er stund hefndarinnar runnin upp??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Inneign hjá hverjum, Baldur? Davíð? Er hann ekki hættur í pólitík... eða hvað?

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.5.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Breytti lokaorðunum vegna upplýsinga þinna um Davíð. Kv. B

Baldur Kristjánsson, 23.5.2008 kl. 10:39

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Þú hefur vonandi ekki móðgast. Ég hef ekki verið við tölvuna í dag. kv. B

Baldur Kristjánsson, 23.5.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hver getur móðgast við það Baldur þó villtustu draumar íhaldsins verði ekki að veruleika? Drekkurðu ekki mjólk....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.5.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Suðurstrandarvegur? Hver getur svarað því?  Voru ekki síðustu fregnir að hann yrði boðinn út í haust? Er búið að fresta?Þið vitið að honum er alltaf frestað.  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 24.5.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband