Úrelt fyrirkomulag sveitarstjórnarmála!

Skipulagsmál eru aðalhöfuðverkur sveitarstjórna og sá þáttur sem þær virðast ráða síst við. Þetta er flókinn málaflokkur.  Skýrslur og greinargerðir í einu virkjunarmáli eru á við meðalkúrs í háskóla og alveg vonlaust að fólk sem sinnir sveitarstjórnarstörfum með fullri vinnu geti sinnt þessu af neinu viti. Vegna þessa safnast hið raunverulega vald í hendur sérfræðinganna hjá Landsvirkjunum eða Orkuveitum og einnig bæjartæknifræðinganna og bæjarstjóranna.  Þessir síðasttöldu hafa hins vegar yfirleitt of mikið á sinni könnu og verða kannski fórnarlömb líka.

Í stærstu sveitarfélögunum er þetta vel launað aðalstarf. Það er nauðsynlegt.  Í flestum öðrum sveitarfélögum er þetta illa launað aukastarf. Það er kannki í lagi í litlum sveitarfélögum sem samanstanda af byggðarkjarna og sveitinni í kring. En þetta gengur alls ekki í flóknum sveitarfélögum með mörgum byggðarkjörnum eða sveitarfélögum sem teygja sig upp um fjöll og firndinni með háhitasvæðum og lághitasvæðum og náttúruperlum, jökulám og guð má vita hverju.

Þetta gekk meðan fjallskil voru helsta viðfangsefnið.  En þá var öldin önnur er Gaukur stökk á stöng.

Skipulag sveitarstjórnarmála er úrelt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband