Rússar hafa forskot.....
24.5.2008 | 22:26
Símakosning tryggir Rússum visst forskot þar sem stórir þjóðernisminnihlutar eru í löndum sem liggja að Rússlandi. Slíkt er tilfellið í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Helmingur Úkraínumanna hefur Rússnesku að móðurmáli og svo mætti áfram telja. Tyrkir koma ávallt sterkir inn þar sem þeir eru stór þjóðernisminnihluti víða t.d. í Þýskalandi sem alltaf metur Tyrkland mikils í þessari keppni. Annars greiðir fólk yfirleitt nágrannaþjóðum atkvæði og er það að vonum. Óvenju greinlegt var þetta með Norðurlandaþjóðirnar nú.
Við á mínu heimili horfðum á keppnina í Norska sjónvarpinu. Bæði var það að rödd Sigmars, íslenska kynnisins lá of hátt fyrir minn smekk og svo hitt: Í keppninni voru frábær innskot sem Norðurlandaþjóðirnar sýndu en íslenska sjónvarpið skaut inn auglýsingum af plebbaskap sínum. Hversu lengi ætla Íslendingar að una því að borga fyrir það að vera útsettir fyrir auglýsingar sí og æ? Þetta mengar hugann á fólki. Gerir fólk neyslusinnaðra og eykur þar með verðbólgu. Annars var þetta flott keppni og við reyndum að kenna börnunum hvað höfuðborgirnar heita. Við erum svo frábær. Lagið íslenska var það því miður ekki að þessu sinni en flutningurinn var frábær.
Ísland endaði í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Minni neysla = atvinnuleysi
IG (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.