Sunnlensk hugleiðing á Sjómannadegi!

Undanfarið höfum við kynnst því hvað traustar undirstöður eru þýðingarmiklar. Jörðin hefur skolfið og við höfum fundið á okkar eigin beinum hvað við erum varnarlaus. Þegar jörðin skelfur grípur um sig skelfing. Hver og einn reynir að bjarga og gæta að sér og sínum.  Hugar svo að öðrum.  Það þarf ekki að fara í fræðibækur til þess að átta sig að því hvers vegna við hugum að öðrum. Við höfum kynnst skelfinguna á okkar eigin skinni, við upplifðum hana, urðum hrædd.  Við getum þess vegna ímyndað okkur líðan annarra. Við vorum í þeirra sporum. Og þetta ætti líka að auðvelda okkur að skilja hörmungar fjarlægari nágranna í Kína þar sem 70 til 80 þúsund manns fórust í jarðskjálftum,  fjöll mynduðust sem ekki voru fyrir, önnur hurfu, stöðuvötn urðu til, ár stífluðust. Það rauk úr Ingólfsfjallinu og björg hrundu niður, mýararflákar færðust til. Jörðin sprakk.  Skyldi hann hafa þekkt þetta höfundur Davíðassálms númer 46 þegar hann segir:  ,,Guð er oss hæli og styrkur/örugg hjálp í nauðum/Fyrir því hræðumst vér eigi þó að jörðin haggist/og fjöllin bifist og steypist í skaup sjávarins.”  Það er þvi líkast að hann hafi upplifað jarðskjálfta.

 Margir biðu hér í héraði í ofvæni eftir að heyra af börnum sínum eða öðrum vandamönnum. Þó ekki yrði hörmungin sú að standa grátandi við húsarústir og geta ekkert aðhafst. Guðs mildi var yfir okkur.  Þetta þekkja sjómann þó einkum sjómannskonur og sjómannsbörn frá fornu fari. Að vera á útkikki eftir skipi eiginmanns og föður.  Finna kvíðann sækja að.  Skyldi eitthvað hafa komið fyrir?  Hinir bátarnir voru allir komnir.  Þeir höfðu ekki séð til þeirra síðan í morgun. Þeir hljóta að hafa farið eitthvað vesturúr. Þannig leið kvöldið.  Eftirleikinn getum við spáð í: Stundum birtist óvænt út við sjóndeildarhring síðkominn bátur – þá var gleðin takmarkalaus.  Á öðrum tíma varð varð kvíðinn að hörmulegri upplifun heimilisfaðir kom ekki – aldrei aftur- horfinn –dáinn –og hinir hörmulegu atburðir urðu ávísun á fátækt, örbirgð.  Svona má spinna en spinnum ekki frekar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðs mildi var yfir okkur.

Nú held ég að þetta sé að öllum líkindum innantóm orð, svona svipað og að segja "Guð hjálpi þér" þegar einhver hnerrar. En mig langar endilega að vita hvort sú sé ekki örugglega raunin. Heldurðu virkilega að það hafi einhver "Guðs mildi" verið að verki?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.6.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir þessa fallegu hugvekju. Guð blessi þig og skjólstæðinga þína í Þorlákshöfn.

Theódór Norðkvist, 1.6.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband