Svipuganga reykvískra Sjálfstæðismanna!

Harðnandi svipuganga  Hönnu Birnu og Gísla Marteins og hinna sem Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í síðustu kosningum á sér auðvitað margar og flóknar skýringar.  Ein er sú að þeir sem aðhyllast stefnumál þeirra kjósa Samfylkinguna eða Vinstri græna en ekki Sjálfstæðisflokkinn.  Þeir sem vilja hjólreiðastíga út um borg og bý kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Það er vinstri manna háttur að hjóla. Þeir sem vilja ókeypis í Strætó kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn.  Það er vinstri manna háttur að vilja ókeypis.  Þeir sem vilja ódýra leikskóla kjósa þau ekki. Það er vinstri mann háttur að vilja ódýra og góða leikskóla. Þau vilja flugvöllinn burt.  Það er líka vinstri í því. Eins og málin hafa þróast þá höfðar borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna að svo miklu leyti sem hann hefur stefnu til fólks í öðrum flokkum en sínum eigin og hættir um leið að höfða til síns gamalgróna fylgis. Hann hættir að höfða til fólks sem aðhyllist hörð gildi hægri stefnu, fólks sem elskar bíla og bensín, fólks sem vill ekki eyða fé skattborgaranna í strætó og leikskóla, fólks sem vill hafa hlutina eins og þeir hafa verið.  Hægri menn hneigjast þeir til að vera sem vilja lága skatta og eftir því takmarkaða félagsþjónustu. Sjálfstæðismenn sem skynja þetta ekki hætta að höfða til eins eða neins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjallinn bregður sér oft í bleikt eða grænt líki þegar ílla árar. Hann er kominn niður fyrir sitt flotþol (30%) og leitar botns. Risaeðlur dóu út.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta finnst mér vera ansi snaggaraleg og góð lýsing á stöðunni. Hjartanlega sammála.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.6.2008 kl. 11:26

3 Smámynd: 365

Allir flokkar eiga sín hnignunar- og blómaskeið.  Sjáfstæðisflokkurinn er að fara í gegnum eitt slíkt.

365, 2.6.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband