Latir og feitir karlar!

Ég heyri í útvarpinu að skilnaðartíðni á Austfjörðum hefur snaraukist á tímum virkjana og verksmiðjubygginga. Vitaskuld hefur það áhrif á hjónabönd þar eystra þegar þúsundir myndarlegra karlmanna streyma inn á svæðið sumir að sunnan, aðrir frá Hornafirði enn aðrir frá Bratislava eða Kænugarði menn aldir upp á helstu siðmenningarsvæðum Evrópu. Það hafa auðvitað skapast sömu skilyrði og í hernáminu hérna um árið þegar Bretar og Bandaríkjamenn heilluðu íslenskar fegurðardísir með kavalíelliframkomu og snyrtimennsku, Chesterfield sígarettum og sígildum danssporum. Enn og aftur hefur það komið í ljós að karlmenn eru latir og feitir heima hjá sér en hin mestu sjentilmenni að heiman og bera þá með sér ilm framandi slóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú ertu á ansi mjórri línu... Ef það eru þessir kostir sem heilla, ætli það sé ekki fyrirfram eitthvað að í hjónabandinu? Það eru til íslenskir kavalerar. Hitt er rétt að breyting á efnahags- og atvinnusvæði kalla m.a. á tíðari skilnaði. En þetta þarf ekki að segja þér hjónabandsráðgjafanum. kv  gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Balur ég er ansi hræddur um að þú farir villur vegar. Ekki veit ég um þetta "ástand" þarna. Hef þó búið á þessu svæði meðan á framkvæmdum stóð. Held að Pólverjarnir, Portúgalarnir og Kínverjarnir hafi ekki heillað. Ætli að það sé ekki frekar að eitthvað hafi verið að, eins og Gísli bendir á. Hins vegar gáfu framkvæmdirnar á fjörðunum ákveðið "frelsi". Fólk gat fengið raunvirði fyrir húsin sín og farið hvert sem því sýndist. Ætli að það sé ekki frekar það. Átthagafjötrarnir héldu hjónaböndunum saman.

Haraldur Bjarnason, 6.6.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Heidi Strand

Þá verða bara íslenskir karlar að fara til Noregs. Það er góð reynsla af því.

Heidi Strand, 7.6.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Prófum það!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 8.6.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband