Sigurinn felst í uppgjöfinni

Seigla Hillary Clinton er eftirdæmi verð. Þó að það hafi legið fyrir í sex vikur hjá öllum nema nokkrum blindum stuðningsmönnum að Hillary væri með tapað spil hefur hún haldið áfram, haldið áfram og haldið áfram. Hún hefur neitað að gefast upp, ekki misst móðinn, ekki látið hugfallast. Þess vegna er hún ennþá inn í myndinni. Þess vegna kemur hún ásamt Barak Obama út sem sigurvegari úr forkosningum demókrata sem hún þó tapaði.

Allir sem eru að bjástra við markmið af hvaða tagi sem er ættu að taka sér hana til fyrirmyndar.  Ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana.  Láta ekki þann fjölmenna hóp sem alltaf er að tala allt niður hafa áhrif á sig. Fólk á að fylgja sannfæringu sinni.  Fólk á að fylgja metnaði sínum eftir. Engan músaleik takk. Berjumst áfram. Gefumst ekki upp.........

fyrr en að því kemur að sigurinn felst í uppgjöfinni. Hættum þá, ekki fyrr.  Þetta augnablik held ég að Clinton hafi fundið.


mbl.is Obama hrósar Hillary Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki sammála þér Baldur um þessa vitlausu baráttu Hillary Clinton síðustu vikur. Hún hefur dregið úr trúverðugleika sínum og möguleikum. Staða hennar hefur veikst með hverjum deginum sem hún hélt þessari bullbaráttu sinni áfram. Hins vegar flutti hún góða kveðjuræðu og stuðningsyfirlýsingu við Obama sem bjargar sjálfsagt miklu fyrir hana. 

Þú verður að fyrirgefa en ég hef ekki mikið álit á Hillary Clinton sem stjórnmálamanni og þú ættir e.t.v. að kynna þér með hvaða hætti hún seldi sig Gyðingalobbýinu í Bandaríkjunum þegar hún gaf kost á sér sem senator fyrir New York.  Hvar voru hugsjónir hennar þá??

Mér finnst hins vegar Obama spennandi kostur og hef fylgst með honum í kosningabaráttunni. Hann var strákurinn sem kom utan úr bæ en Hillary var með silfurskeiðina í munninum.  Hún átti leikinn samkvæmt öllum spám þegar forkosningar Demókrata byrjuðu en sem betur fer vann Obama.

Jón Magnússon, 8.6.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Jón, takk fyrir innlitið. Þitt sjónarhorn er trúlega ekkert vit-lausara en mitt.  En ég var upptekinn af baráttuandanum sem hún sýndi og vildi leggja út frá því (á sunnudegi). Kannski var baráttan hennar vit-laus. E.t.v. berjumst við- of lengi fyrir töpuðum málstað, þó góður sé í sjálfu sér. (dæmi:  Frjálslyndi flokkurinn og kvótakerfið (barátta gegn því gæti þó leitt til lagfæringa)).

Annars las ég það í Harpers tímariti fyrir ári að Obama ætti sjens því að hann hefði komið sér hjá því að greiða atkvæði gegn hagsmunum Olíufélaganna.  Annars finnst mér eins og þér Obama spennandi kostur. Kv. 

Baldur Kristjánsson, 8.6.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband