Um hælisleitendur á Ítalíu og Íslandi!
3.7.2008 | 16:59
Amnesty telur að aðstæður til móttöku flóttamanna á ítalíu séu ekki góðar og það er alveg rétt. Mjög margar umsóknir berast um hæli og afgreiðsla umsókna dregst á langinn. það vill til að eigandi þessarar síðu var meðhöfundur að síðustu skýrslu Evrópuráðsins um Ítalíu þar sem vikið er að aðstæðum hælisleitenda. Þar er m.a. þessi grein:
,,It has furthermore been reported to ECRI that reception conditions for asylum seekers are at present not adequate. After applying, asylum seekers receive financial assistance for 45 days. Following this time-period, however, they are left with no official support from the State and it is often the voluntary sector who takes care of destitute individuals. ECRI notes that a programme involving the Ministry of Interior, UNHCR, local authorities and non-governmental organisations has since 2001 provided adequate reception services, including housing, social and legal assistance, to a number of asylum seekers. It welcomes the fact that this programme has been given legal recognition by the Bossi-Fini Law. However, ECRI notes that, due to limited funding, this programme can at present cater for approximately 2250 persons at any one time, and that there are marked disparities in the availability of funding for this programme between the regions. ECRI notes that the introduction of the system of Identification Centres which has only been operational since April 2005 and is in the process of being finalised will obviously have a serious impact on reception of asylum seekers. In this respect, ECRI also notes that living conditions in some of these centres are reported to be sub-standard."
Nánar á http://www.coe.int/t/e/human_rights/ecri/1-ecri/2-country-by-country_approach/italy/italy_cbc_3.asp#P480_82126
greinar 104 til 109.
það er ekki hægt að segja að Ítalir séu að marki verri en aðrar stórþjóðir að þessu leyti. Greinilega er þó mikið að gera við að afgreiða hælisumsóknir og ástandið satt að segja óviðunandi. Við þetta má bæta að ástandið er mjög eldfimt á Ítalíu núna og rökrétt að búast við að umsóknir dragist enn meir á langinn en venjulega og þótti þó mannréttindasamtökum nóg um. Verst er að þurfa að dvelja í móttökumiðstöð. Það er 111 meðferð á fólki að láta það hírast á móttökustöðvum mánuðum saman. Undirritaður hefur heimsótt nokkrar slíkar stöðvar og vægast sagt líður fólki mjög illa og maður sárvorkennir börnunum. Að vera í lífi sínu og vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér er hræðilegt.
Til samanburðar um ECRI skýrslu um Ísland.
44. In its second report, ECRI noted that there had been an increase in asylum applications in previous years. Only one person had been granted refugee status, although other persons had been granted leave to stay in Iceland on humanitarian grounds. ...... The Icelandic authorities have underlined that these low recognition rates reflect the nature of the applications received.
45. ECRI recommends that the Icelandic authorities carry out research on the low rates of recognition of refugee status. It recommends that they ensure that all persons entitled to refugee status actually secure this status. To this end, it recommends that further efforts be made to improve the quality of first instance decision-making. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Facebook
Athugasemdir
Á morgunn 4. júlí á milli 12 og 13 verða mótmæli fyrir utan Dómsmálaráðuneytið í Skuggasundi. Við skorum á Björn Bjarnason og Hauk Guðmundsson að snúa Paul Ramses heim og fjalla um mál hans hérlendis þar sem fjölskylda hans er. Við krefjumst þess að Paul fái hér pólitískt hæli og að vinnubrögð eins og í máli hans muni ekki endurtaka sig.
Síðastliðinn desember tók Paul þátt í borgarstjórnarkosningum í Naíróbí, en flokkur hans náði ekki kosningu. Eftir kosningarnar
urðu margir stjórnarandstæðingar fyrir ofsóknum. Vegna ótta um líf sitt kom Paul hingað til lands í janúar og sótti um
pólitískt hæli. Honum barst aldrei svar við beiðni sinni, jafnvel þó Katrín Theodórsdóttir héraðsdómslögmaður hafi
í mars ítrekað beiðni um að mál Pauls væri tekið upp.
Í gær komu lögregluþjónar fyrirvaralaust á heimi Pauls og handtóku hann fyrir framan konu hans og þriggja vikna sonar þeirra.
Hann var færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann eyddi nóttinni. Í morgun var hann svo sendur til Ítalíu og mál hans sett í hendur
stjórnvalda þar í landi, en samkvæmt Dyflinnarsamningnum hafa íslensk stjórnvöld leyfi til þess að senda hann til Ítalíu,
vegna þess að Paul millilenti þar á leið sinni til Íslands.
Það er engin ástæða til þess að efast um trúverðugleika Pauls og auðveldlega hefði verið hægt að veita honum pólitískt
hæli hér á landi. En Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið ákváðu samt að hunsa mál hans, einungis vegna þess
að þau geta það.
Hér á landi er sífellt hamrað á því að íslensk samfélag sé samfélag friðar, frelsis og jafnréttis, en brottvísun Pauls sannar að svo er ekki. Margfalt fleiri sækja um pólitískt hæli á Ítalíu en á Íslandi og því miklar líkur á því að hann verði einfaldlega sendur aftur til Kenía, þar sem bíða hans ofsóknir og hætta á því að hann verði drepinn. Fjölskylda hefur verið slitin í
sundur og lífi manns stefnt í hættu; allt í boði íslenskra stjórnvalda.
Aðspurð sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra að Utanríkisráðuneytið hafi ekkert með málið að gera en sagðist
krefjast þess að Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið rökstyðji ákvörðun sína. Það er ekki nóg! Það þarf ekki að rökstyðja þess ákvörðun, heldur draga hana til baka og hleypa Paul aftur inn í landið og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.
Hittumst öll fyrir utan Dómsmálaráðuneytið á morgun, milli kl. 12:00 og 13:00 og krefjumst þess að Paul verði snúið aftur til Íslands. Sýnum íslenskum stjórnvöldum reiði okkar og andstöðu gegn þessari óafsakanlegri hegðun!
Komið með trommur, hljóðfæri eða annað til þess að skapa hávaða, ef þið hafið áhuga á því. Látið endilega berast.
Birgitta Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 19:06
fyrirgefðu hvað þetta kom undarlega inn hjá þér.... ætlaði ekki að taka upp allt kommentaplássið:)
Birgitta Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 19:07
>Komið með trommur, hljóðfæri eða annað til þess að skapa hávaða, ef þið hafið áhuga á því. Látið endilega berast.
-Ótrúlega er þetta steikt... -Trommur og hávaðamyndnandi tól.... Svona rugl fælir fólk frá annars góðu máli.
-Ertu ennþá í MH?
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:21
ég veit ekki betur en að það standi ef fólk hefur áhuga á því. ef fólk notar það sem lélega afsökun að mæta ekki að einhverjir hafi með sér trommur þá er greinilega enginn hugur á bak við stóru orðin
Birgitta Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 19:25
þetta er alveg valid punktur. Mér finnst bara þetta trommurugl vera steikt. Endilega mættu með hrossabrest og gong. Vegsemd þïn sem mòtmælenda mun ugglaust aukast við það
teitur atlason (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.