Hvar er leiđtoginn? Hvar er stórmenniđ?
29.8.2008 | 09:03
Kosturinn viđ ţessar gríđarlegu sviđsetningar og miklu rćđur er ađ draumar verđa til. Menn og konur horfa fram háleitir og háleitar - horfa inn í framtíđina, túlka drauma sína, hrífa fólk međ sér. Ég er ađ tala um Bandaríkin sem eiga nú athygli okkar vegna flokksţings Demókrata. Forsetaembćtti Bandaríkjanna er öđrum ţrćđi hugsađ fyrir leiđtoga ţjóđar sem stappar í hana stálinu, minnir hana á drauma hennar, drífur hana áfram, fćr hana á góđum stundum til ađ gleyma fátćktinni, misskiptingunni, óréttlćtinu og af og til koma fram menn sem berjast gegn óréttlćtinu, fćra ţjóđ sína fram á veginn. Forsetaembćttiđ er öđrum ţrćđi embćtti draumanna. Viđ ţyrftum svona embćtti, viđ ţyrftum svona menn og konur. Hvar er okkar Barack Obama? Hver er okkar Hillary? Gćti mađur af afríkönskum uppruna orđiđ forsćtisráđherra eđa forseti hér? Gćti kona orđiđ forsćtisráđherra hérlendis? Hvar er leiđtoginn? Hvar er manneskja draumanna? Er hún kannski innilokuđ á Bessastöđum?
Og hvar er stórmenniđ? Voru Halldór Laxness og Sigurbjörn Einarsson, blessuđ sé minning hans, síđustu stórmennin? Er tími slíkra liđinn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Ţađ land er heillum horfiđ sem ţarf á hetjum ađ halda" sagđi Bert Brecht.
María Kristjánsdóttir, 29.8.2008 kl. 10:15
Aldrei á ćvi minni hef ég veriđ eins sammála og ţessu sem hún María er ađ segja. Hetjur eru hálfvitar! En hér er reyndar ekki minnst á hetjur heldur drauma. Raunveruleg stórmenni eru sjaldgćf fyrirbćri eins og snilligáfan og heilu kynslóđirnar geta liđiđ undir lok án ţess ađ ţau láti á sér krćla. Ţess vegna köllum viđ ţau stórmenni ţegar ţau loksins birtast. Hins vegar er enginn skortur á uppblásnum hetjum sem búnar eru til í múgmennsku fjölmiđla og áróđurs.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 29.8.2008 kl. 12:59
Sem Brecht er ađ segja og María áréttar!
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 29.8.2008 kl. 13:01
Eini kosturinn viđ ađ blogga er ađ mađur heyrir stundum í gáfuđu og velhugsandi fólki. kv. B
Baldur Kristjánsson, 29.8.2008 kl. 13:55
Ekki vera ađ stríđa okkur Sigurđi, Baldur, viđ erum viđkvćm!
En ţetta međ draumana- lifum viđ ekki í martröđ sem einhvern annan dreymir?
María Kristjánsdóttir, 29.8.2008 kl. 15:09
Hver veit, nema lífiđ sé tölvuleikur einhverrar veru. Einn daginn stendur hún upp og slekkur á tölvunni.......
Baldur Kristjánsson, 29.8.2008 kl. 15:20
Baldur, ég hélt ađ ţú vćrir prestur međ bjargfasta trú á Biblíunni, Guđi og Jésu? - Hvađ er í gangi?
Haukur Nikulásson, 29.8.2008 kl. 17:21
Hafsteinn Viđar Ásgeirsson, 29.8.2008 kl. 17:56
Eitt sinn konung átti ţjóđin
einn er hćst bar sína skanka
Nú er hann ađ nýta sjóđinn
niđrí seđlabanka,
Ertu í nostalgíukasti Baldur minn?
Svanur Gísli Ţorkelsson, 29.8.2008 kl. 19:59
Athyglisverđ pćling hjá ţér Baldur. Mig langar ađ spinna viđ ţetta. Hetjan er rómantískt fyrirbćri. Hún er auđvitađ til ađ "smitast af" og ţess vegna er hetjan stundum vafasöm, jafnvel hćttuleg sbr. orđ Bertholt Brecht.
Ég held viđ séum afar tortryggin út í hetjur hér á skerinu amk í formi stjórnmálamanna en viđ sćttum okkur viđ íţróttahetjur greinilega. En hvernig verđa hetjur til ? Hetjur spretta upp úr draumum ţjóđarinnar, markmiđum og athöfnum. Upp úr ákveđnum jarđvegi sem býr yfir vítamínum og snefilefnum: Örvun, mótstöđu, ađstöđu, hefđ, sögu, sameiginlegum draumum, stuđningi, ađdáun osfv. Ef hugsunin er rangsnúin, sein eđa vanfćr á ákv sviđi ( segjum td. vísindasviđi), umrćđur litlar og sjálfsmyndin óraunsć verđa engar hetjur, bara klaufar. Afrekin lítil.
Íslendingar ţurfa ađ huga ađ grunninum finnst mér, uppeldi ungviđis, menntuninni og umrćđuhefđinni í samfélaginu. Ţá spretta hetjur um héruđ.
Guđmundur Pálsson, 29.8.2008 kl. 22:20
Hetjur eru enn til og verđa međan mađurinn lifir.
Líka ţar skjátlađist Berthold Brecht.
Okkur Íslendinga kann ađ vanta eina hetju nú um stundir (eftir lát séra Sigurbjörns?) sem viđ öll getum sameinast um en hún Vigdís okkar telst nú ansi líkleg sem slík.
Íţróttamenn og listamenn eru oftast líklegir til ađ ná hátt á hetjuskalanum, tökum sem dćmi ţá Ólaf Stefánsson og Eiđ Smára nú og Völu fyrir nokkrum árum og Björk og Sigur-rós í tónlistinni.
Allir Íslendingar eigi sér hetju (r) ţótt nú sé etv. engin ein sem ótvírćtt getur talist ţjóđarhetja allra etv. ađ Vigdísi undanskildri.
Hetjan finnst í fjölskyldunni, vinahópnum, vinnunni, skólanum, starfsgreininni, sveitinni, landshlutanum og ímyndađar hetjur eru til í bókmenntum, kvikmyndum, á netinu osfrv..
Hvar byrjar hetjan og á hún sér einhver stćrđarmörk?
Ég held ađ fyrsta hetja allra sé móđirin og hún endist okkur flestum međan viđ lifum.
Sagđi fyrrnefndur Ólafur ekki; finndu hetjuna í sjálfum ţér?
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráđ) 30.8.2008 kl. 08:49
Bara ein athugasemd frá háöldruđum málfarspervert: Vinsamlega hćttu ađ tala um „menn og konur" -- eins og konur séu ekki menn. Ţetta hafa ţćr tekiđ inn í sig međ ţví ađ reyna ađ kvenkenna heiti ţeirra starfa sem ţćr gegna (flest minnir mig, nema hjúkrunarfrćđingur). Ef ţú og ađrir sem tekiđ er eftir temduđ ykkur ađ segja „karlar og konur" myndi ţessi firra kannski renna af ţeim, blessuđum.
Sigurđur Hreiđar, 30.8.2008 kl. 11:11
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.